Erlend fjárfesting

Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi er góðra gjalda verð svo langt sem hún nær.

Á undanförnum árum hefur markvisst verið að laða hingað erlenda stóriðjufursta til að koma peningunum sínum í verksmiðjur til að framleiða ál vegna hagstæðra möguleika að framleiða rafmagn. Voru sendir strákar af Finni Ingólfssyni með bækling um „Lowest energy prices“, ætluðum að draga hingað til lands álmenn af sem flestum þjóðum. Tókst þannig til að nú er svo komið að um 75-80% af öllu rafmagni framleiddu hér á landi fer í að knýja grýtur álbræðslanna. Eigi fer neinum sögum um skiptingu tekna Landsvirkjunar, hversu mikið kemur frá þessum sömu aðilum. Væri mikil þörf að fá vitneskju um slíkt en um það er farið sem mannsmorð.

Ef Bandaríkjamenn tækju upp á því að safna saman áldósum og öðru sem til fellur af einnota umbúðum framleiddum úr áli og nýttu til endurvinnslu, væri grundvöllur að loka öllum álverum ekki aðeins á Íslandi heldur öllum Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið raunveruleiki innan nokkurra ára og kæmi ÓÍslendingum sennilega jafnilla og þegar síldin tók upp á þeim ósköpum að láta sig hverfa fyrir 40 árum. Þá var efnahagur okkar að verulegu leyti tengdur síldveiðum og verkun síldar til útflutnings. Álið er í dag komið í svipaða stöðu og gæti orðið okkur jafnhált illa í hendi sem síldin forðum. Það er því heimska að einblína einungis á að áliðnaður geti þrifist hér.

Við höfum hagað okkur mjög barnalega gagnvart álbræðslumönnum að við höfum ekki krafist af þeim skatts vegna gróðurhúsaáhrifa. Hvarvetna um hinn kapitalíska heim er verið að taka upp CO2 skatta og nemur greiðsla fyrir slíkan kvóta um 25 evrum á hvert tonn af CO2. Allir þeir sem vilja auka áliðnað hér á landi, hafa ekki minnst aukateknu orði á nauðsyn að við fylgjum fordæmi annarra þjóða hvað þetta viðkemur. Þetta eru yfirleitt sömu aðilarnir sem töluðu fyrir upptöku fiskveiðikvótakerfisins á sínum tíma. Allt átti að vera sem frjálsast og engar hömlur að leggja á úthlutun slíkra kvóta. Þessir aðilar vilja ekki leggja neinar hömlur á stóriðjuna.

Ef tekið væri á þessu, þá gætu skattgreiðslur vegna útblásturs numið allt að 50 milljóna evra á ári miðað við núverandi framleiðslu. Þetta eru um 10 milljarðar og myndi muna um minna.

Erlend fjárfesting á að vera velkomin til landsins hvort sem fjárfestar vildu byggja upp heiðarlega og arðsama starfsemi á borð við gagnaver, framleiðslu á einhverjum nytjahlutum eða jafnvel tínslu og vinnslu íslenskra fjallagrasa. Sennilega gæti slík vinnsla verið mjög arðsöm miðað við fremur lítlifjöruga fjárfestingu. Þetta gætum við Íslendingar séð sjálfir um í samvinnu við væntanlega kaupendur en fram að þessu hefur áhugi fyrir fjallagrasatínslu verið fremur lítill enda hefur verið litið niður á slíka starfsemi.

Það er margs að gæta þegar erlendir fjárfestar eru dregnir hingað norður undir heimskautsbaug. Þeir vilja gjarnan græða sem mest á starfsemi sinni en því þarf einnig að fylgja heilbrigð viðhorf til samfélagslegrar ábyrgðar sem íslensk stjórnvöld hafa oft á tíðum yfirsést þegar stórar ákvarðanir voru teknar. Er merkilegt að svo virðist sem frumkvæði hefur stundum verið meira hjá þessum erlendu fjárfestum að vilja eitthvað smávegis gott af sér leiða vegna óvenjuhagstæðra aðstæðna hérlendis í skjóli vilhallrar stjórnvalda.

Mosi


mbl.is 70% vilja erlenda fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband