6.10.2009 | 10:42
Hver á tölvupósta?
Ljóst er að tölvupóstar eru með viðkvæmasta efni á ljósvakanum.
Spurning er hver á tölvupósta og hvort þeir séu undir eigarrétti einhvers? Á fyrirtæki t.d. tölupósta starfsmanna sinna? Á þessu er mikill vafi.
Með tölvupóstunum geta allir þ. á m. starfsmenn fyrirtækja haft mun betri samskipti en gegnum síma. En tölvupóstarnir geta verið eðlis síns vegna, kjörinn vettvangur fyrir njósnir um starfsmenn sem síminn hafði ekki nema með sérstökum hlerunarbúnaði.
Það er mjög góð og farsæl regla að vanda vel til tölvupósta. Efni þeirra getur lent í höndum þeirra sem þeim ekki er ætlað og geta komið fólki í vandræði, jafnvel þó það viti ekki um það. Netstjórar og umsjónarmenn tölvukerfa geta lesið nánast allt sem fer um tölvusamskipti umsjónarsviðs viðkomandi. Yfirmenn geta hugsanlega gefið skipun um að fá að skyggnast í þessi mál án þess að að nokkur verði var við slíkt.
Á stríðsárunum komust Englendingar að því hvernig lesa bæri úr dulmálslyklum þýska sjóhersins. Átti að vara skipalestirnar við fyrirhugaðri árás? Ef það hefði verið gert hefðu Þjóðverjar staðfestingu á því að Englendingum hefði tekist að ráða dulmálslykilinn.
Það er því æskilegt að hafa allt þetta í huga.
Þá er spurning um meint trúnaðarbrot starfsmanns. Er stætt á því að atvinnurekandi rannsaki sjálfur slíkt eða ber viðkomandi að kalla til lögreglu? Það liggur ekki á hreinu hvað þetta varðar.
Það geta verið mörg vafamál í þessu og ekki alltaf ljóst hver t.d. hefur hugverkarétt á ákveðnum upplýsingum. Á t.d. atvinnurekandi upplýsingar sem starfsmaður hefur unnið að í frístundum sínum og eykur við þær í sínu starfi? Eða fyrrverandi starfsmaður sem vinnur áfram að tilteknu verkefni áfram eftir að hafa látið af starfi? Á þetta reyndi í dómsmáli fyrir um 20 árum en ekki var að öllu leyti leyst úr ágreinignsmáli því sem vafi kann að leika á.
Mosi
Meint trúnaðarbrot til athugunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið þetta með það að vinnupóstur væri einkamál, í mínum huga er tölvupóstur fyrirtækisins sem ég vinn hjá einfaldlega vinnutæki eins og penninn og blaðið sem liggur á borðinu. Ég nota aldrei vinnupóstinn til persónulegra samskipta né gef upp vinnunetfangið fyrir samskipti sem tengjast vinnunni, til þess á ég minn prívat póst.
Minn yfirmaður má koma hvenær sem er og kíkja í vinnupóstinn án þess að spyrja mig um leifi.
Einar Steinsson, 6.10.2009 kl. 13:50
Sem EKKI tengjast vinnunni átti þetta að vera.
Einar Steinsson, 6.10.2009 kl. 14:01
Sæll Guðjón.
Þörf skrif um tölvupósta. Það vantar verulega á hér á landi að vinnuveitendur geri starfsfólki sínu grein fyrir því að þau netföng sem vinnuveitandi lætur honum í té sé ætlaður til að nota við störf hans fyrir fyrirtækið. Netfangið er því eins og hvert annað vinnutæki sem vinnuveitandi lætur starfsmanni sínum í té. Hvort vinnuveitanda sé síðan frjálst að lesa yfir tölvupóstsamskipti starfsmanna sinna að eigin geðþótta þekki ég ekki, en tel allavega að það þyrfti að vera skýlaus fyrirmæli frá vinnuveitanda að starfsmönnum sé óheimilt að nota netföngin til persónulegra póstsendinga, ef honum ætti að vera það heimilt.
Hins vegar er annað sem menn hafa ekki hugað að með netpóst. Hann er ekki eins og bréf sem sent er í pappírsformi, þar sem A skrifar bréfið og B les það síðan þegar honum berst það í hendur. Netpóstur þarf oftar en ekki að fara í gegnum nokkra netþjóna á leið sinni frá sendanda til móttakanda. Í hverjum netþjóni verður eftir eintak af viðkomandi pósti, sem þýðir að hver sá sem aðgang hefur að þeim netþjóni geti lesið allt það sem þar hefur farið í gegn. Einungis með því að dulkóða skeytið fyrir sendingu (sem þýðir þá að móttakandi verður að hafa afkóðunarhugbúnað hjá sér) er hægt að koma í veg fyrir að aðrir en móttakandi geti lesið skeytið.
Vegna þessa er mikilvægt að menn vandi póstsendingar sínar og passi sérstaklega upp á að taka sér ekki stjórnmálamenn til fyrirmyndar við val á móttakanda, þannig að þeir séu ekki að senda skeyti sín á ranga móttakendur.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:07
Þakka ykkur fyrir góðar athugasemdir.
Einar: nú geta tölvupóstar verið á mörkum tveggja sjónarmiða: þar getur verið eðlilega upplýsingar sem tengist starfi viðkomandi starfsmanns en einnig eitthvað sem honum tengist persónulega. Ertu annars ekki úr Mýrdalnum og ókst rútu á vegum Vestfjarðaleiðar? Gaman væri að hittast og rifja upp gömul kynni.
Sigurður: allt er hárrétt og nákvæmt sem þú nefnir í athugasemd þinni. Sérstaklega ætti að gaumgæfa hvað margir geta hugsanlega lesið bréf þá leið þess frá sendanda til viðtakenda. Þetta er ekki eins og með bréf í lokuðu umslagi. Áður voru embættisbréf innsigluð til að treysta öryggið og mátti þá strax sjá ef einhver óviðkomandi hafði komist í það.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2009 kl. 16:13
Passar Guðjón, sá er maðurinn.
Einar Steinsson, 6.10.2009 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.