26.9.2009 | 18:09
Rauðavatnssprungurnar
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 1982 lagði Davíð Oddsson sem leiðtogi $jálf$tæði$flokk$in$ megináherslu á að byggja fremur inn með Sundum en við Rauðavatn eins og fyrri vinstri meirihlutinn vildi gjarnan. Mikið gekk á hjá Davíð þá að stórhættulegt væri að byggja á þessum voðalegu sprungum sem gætu opnast fyrirvaralaust í næsta jarðskjálfta og gleypt byggingar og allt sem í þæm kynni að vera.
Þrátt fyrir aðvaranir Davíðs virðast þessar aðvaranir hans ekki vera taldar meira virði en svo að ákveðið er af þeim Morgunblaðsmönnum á sínum tíma að byggja þrátt fyrir allt á vestustu sprungunni. Húsið reis á ógnarhraða enda Íslendingar yfirleitt fljótir að því sem þeir ráða vel við.
Nú er Davíð fluttur inn á þetta stórvarasama sprungusvæði sem ritstjóri Morgunblaðsins þó svo hættunni hafi aldrei verið aflýst. Spurning er hvort sprungurnar séu jafnhættulegar í huga Davíðs nú og vorið 1982, skal ósagt látið. En augljóst er að hann starfar núna á sprungu hvort sem hún kann að gleypa allt sem á henni er byggt og allt sem í byggingunni er.
Svona er pólitíkin einkennileg. Hræðsluáróður Davíðs átti sinn þátt í að hann vinnur umtalsverðan sigur í kosningum, hann komst til æðstu metorða á Íslandi fyrst sem borgarstjóri og síðar formaður $jálf$tæði$flokk$in$ og forsætisráðherra og pólitískur bankastjóri þó ekki hafi allir verið ánægðir með hann. Davíð hefur aldrei verið par hrifinn af gagnrýni hvort sem hún er málefnaleg eða af miður góðum rótum. Hann er ógjarn að vilja ræða málin nema hafa fengið spurningarnar með góðum fyrirvara og áskilja sér rétt að svara ekki nema því sem hann kærir sig um. Hann slær og slær, um sig og beinir sérstaklega orðum sínum til klappliðsins sem stendur að baki honum og er tilbúið að klappa hvenær sem þess er óskað.
Svona leiðtogar voru gjarnan valdir í þeim ríkjum þar sem lýðræði var ekki upp á marga fiska.
Það er spá Mosa að Davíð endist ekki lengi í stormasömum ritstjórnarstól Morgunblaðsins. Til þess er hann of viðkvæmur fyrir gagnrýni sem sennilega verður mun meiri og kröftugri en verið hefur fram að þessu.
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldurðu að ritstjórastóllinn endist lengi undir Davíð?
Sigurður Hreiðar, 27.9.2009 kl. 22:42
Góð spurning Sigurður.
Eitt er víst: Tekin var gríðarleg áhætta að velja Davið sem ritstjóra. Kannski lifir blaðið ekki lengi hvað sem kann að gerast með stólinn.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.9.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.