Er þetta réttlætanlegt?

Þessi mikli kostnaður er tortryggilegur. Hann slagar hátt í ársveltu Mosfellsbæjar eins af mikilvægustu sveitarfélögum landsins. Þegar deilt er í þessa tölu með íbúafjölda landsins fáum við að sendiráð þetta kosti hvert mannsbarn 5.000 krónur. Það er vel í látið. Hvað skyldi sendiráðsrekstur Bandaríkjanna vera hár í samanburði við þetta?

Spurning hvort ekki mætti draga stórlega úr kosntaði og semja við hinar þjóðirnar á Norðurlöndunum um að fá að vera með faxtæki og tölvu í einhverju horninu? Það gæti varla verið nema hagstæðara en þessi hrikalegi kostnaður.

Þegar ákveðið var að efna til sendiráðsreksturs í Japan var þá þegar ljóst að það yrði dýrt spaug. Hins vegar var sú ákvörðun réttlætt að miklar tekjur kæmu á móti, bæði fyrir sölu á vörum og þjónustu auk vaxandi fjölda ferðamanna frá Japan til Íslands.

Getur verið að ástæðan fyrir því að ekki hefur dregið úr kostnaði við sendiráð þetta sé kominn til vegna hvalveiðanna? Þær hafa sem kunnugt er ekki verið óumdeilanlegar og margar fullyrðingar verið látnar fara út á ljósvakann, sumar nokkuð vafasamar. Sendiráð eru jú til að kynna land og lýð auk þess að gæta hagsmuna bæði íslenskra ferðamanna sem viðskiptasambanda erlendis.

Mosi 


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband