Tökum upp umhverfisskatta

Sífellt erum við Íslendingar minntir á vaxandi vandræði vegna koltvísýringsmengunar. Það á að hvetja okkur til að taka upp umhverfisskatta á alla mengandi starfsemi.

Í Evrópu eru umhverfisskattar n.k. neysluskattar þar sem sá sem stuðlar að mengun, beri að greiða fyrir það. Í sænska blaðinu Dagens nyheter er í fjármálakálfi skrá yfir losunarkvóta á CO2. Í úrklippu frá 25.8.2008 kostar €25,06 hvert tonn miðað við ár. Áætlað er í þessari úrklippu sem eg hefi undir höndum að þessi kvóti verði kominn í tæpar 30 evrur, eða €29,27 á ári eftir 3 ár.

Leggja ber umhverfisskatt á alla mengandi starfsemi eftir góða reynslu víðast hvar í Evrópu. Þar er eldsneyti efst á blaði, tóbak, flugeldar, nagladekk og nánast hvað sem er sem hefur mengun í för með sér. Skattkerfi þarf að aðlaga sig breyttum tíðaranda og viðhorfum í samfélaginu.

Ef Landsvirkjun ætti að greiða 25 evrur fyrir hvert tonn, þá væri reikningurinn upp á €1.900.000 sem þetta fyrirtæki ætti að greiða.

Álbræðslunar á Íslandi með framleiðslu upp á um milljón tonn áls bæri eftir því að greiða um 50 milljónir evra en þumalputtareglan er að um tvöfalt meira magn af CO2 verður við framleiðslu á hverju tonni. Þessi fjárhæð er hátt í 10 milljarða og það mætti gera ýmislegt með þennan mikla auð sem fyrri ríkisstjórnir hafa bókstaflega gefið. Það mætti stórefla skógrækt í landinu, efla heilbrigðiskerfið og skólana. Ljóst er að bæta þarf íslenskum skólanemendum upp þann menntunarskort sem þeir hafa farið á mis við en rík áhersla er lögð á umhverfismennt í öllum nágrannalöndum okkar.

Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart stóriðjunni er mjög varhugavert. Líklegt er að álver hér geti selt mengunarkvóta frá sér ef sú hugmynd kemur að leggja niður starfsemi. Svona gjafakvóti er með öllu óþolandi, rétt eins og fiskveiðikvótinn sem var afhentur nokkrum kvótagreifum á sínum tíma.

Sumarið 2007 var eitt mál á þinginu sem hafði í för með sér að skattar á álbræðslunni í Straumsvík leiddu til hálfs milljarðs lækkun á skattgreiðslum til íslenska ríkisins. Því máli var frestað af þáverandi ríkisstjórn fram yfir vorkosningarnar 2007 til að styggja ekki kjósendur!

Mosi


mbl.is Kolefnislosun Landsvirkjunar 1,3% af heildarlosun Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Heldurðu að landsvirkjun taki þann kostnaðarauka á sig?

Það er ekki séns, heldur velta þeir því yfir á okkur neytendur, og fara létt með það þar sem þeir eru í einokunarstöðu, algjörri.

Held í þessu árferði sem nú skemtir okkur sé nauðsinlegt að lækka álögur til þess að fá menn út að gera hluti. Ekki binda alla aurana okkar í að borga niður skuldir.

Teitur Haraldsson, 21.9.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að sjálfsögðu er þessu velt beint yfir á neytendur. Allan aukakostnað borga neytendur, alltaf, allsstaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eða réttara sagt "Allan kostnað borga neytendur, alltaf, allsstaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 13:50

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil sjónarmið ykkar mætavel en er þetta eins einfalt? Er ekki málið mun flóknara og varðar allt samfélagið?

Hvarvetna um hinn kapitalíska heim er verið að endurskipuleggja skattakerfið.

Ákvörðun og álagning umhverfisskatta er mjög vinsæl um þessar mundir enda má tengja þessa tegund skatta við eyðslu og að hvetja til aukinnar hagkvæmni í rekstri.

Rétt upp úr fyrri heimsstyrjöldinni voru síðustu leifar Tíundar afnumdar á Íslandi. Sú skattheimta var hagkvæm og hentaði í stöðnuðu landbúnaðarsamfélagi. Skömmu fyrir miðja öldina komu veltuskattar sem seinna breyttist í söluskatt um 1960 og aftur í virðisaukaskatt fyrir um 20 árum.

Yfirvöld verða að vera mjög nútímaleg í hugsun, afnema tekjustofna sem í eðli sínu kunna að vera dýrir í framkvæmd og kannski ekki sérlega hagkvæmir. Í staðinn verður að vera vakandi yfir að finna nýja skatta í stað þeirra sem varpað er fyrir borð á þjóðarskútunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Morten Lange

Flott hjá þér að vekja athygli á þessu. En í grænni skattastefnu er oftast lagt áherslu á að skattar á vinnu séu lækkaðar á móti.

Í dag er skattastefnan í raun þveröfug við mengunarbótarreglan í mörgu. Rándýr bílastæði við vinnustaði, eru niðurgreidd af vinnustaðnum, en kostnaðurinn fer inn  í rekstrur vinnustaðarins eins og væri þetta vinnustaðapartý eða ritföng. Þessi hlunnindi sem notendur bíla fá (og vei þann sem setur reiðhjólið sitt í svoleiðis stæði) eru ekki skattlögð. Taki fyrirtæki upp á því að borga fólki sem nota ekki bílastæðin sem samsvari strætókort (sem er ódýrari en bílastæði), þá er strax lögð hlunnindaskatt á því. Starfsmenn Mannvits, Fjölbrautar í Ármúla (upplýsinar á vefnum hjá þeim)  og hjá Símanum hafi fengið að sjá þetta.  Fyrsta skrefið ætti að vera að snúa við skatta á "grænni" hegðun og jafna út ójafnræði.  Skattfrjálsir bílastyrkir koma þarna inn í líka. 

Morten Lange, 22.9.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband