Breytingar eru nauðsynlegar

Eitt umdeildasta tómstundagaman margra landa okkar eru veiðar. Rjúpur hafa lengi verið vinsælar, einkum voru það einkum þeir fátækari sem veiddu sér rjúpu á jólaföstunni til að hafa í matinn á jólum. Var þá sú venja að ekki var veitt meira en sem næmi að nóg væri fyrir alla til einnar máltíðar.

Á tímbili var virkileg græðgisvæðing í þessum efnum og voru veiðimenn töldu sig ekki vera með mönnum nema láta mynda sig í bak og fyrir með alklyfjaðir rjúpum sem þeir töldu sig hafa veitt. Vonandi er sá tími liðinn og að veiðimenn beri meiri virðingu fyrir veiðibráðinni.

Undanfarin ár hafa verið ýmsar reglur um þessi rjúpnaveiðimál og hafa margir lagt þar orð í belg. Nú hefur umhverfisráðherra ákveðið hvernig þessi mál verði að þessu sinni.

Óskandi er að þeir sem hyggjast fara á rjúpnaveiðar útbúi sig vel, hlusti vandlega á veðurfréttir, kynni sér allar reglur varðandi veiðar og jafnvel tryggi sig í bak og fyrir að geta greitt björgunarsveitunum og þyrluþjónustu ef út af ber og á þjónustu þeirra þarf að halda.

Eitt mætti ennfremur benda veiðimönnum á:

Þeir sækja yfirleitt í náttúruna með þeim ásetningi að sækja í náttúruna en skilja ekkert eftir. Á þessu mætti verða breyting ekki síður en á fyrirkomulagi veiða. Hvernig væri að safna dálitlum slatta af birkifræi í poka og hafa með sér út í náttúuna og dreifa þar? Kunnugt er að rjúpan heldur sig gjarnan við snælínuna, þar sem snjór er nærri og hún hefur einhver snöp. Rjúpan er frææta sem kunnugt er. Hún heldur sig töluvert í birkiskógum og kjarri þar sem þokkalegt framboð er á fræjum.

Með því að dreifa birkifræi eru veiðimenn að skilja aftur til náttúrunnar einhverju sem getur orðið náttúrunni og þar með rjúpunni að gagni. Við getum vænst þess að töluvert af fræjunum nái spírun. Og af einhverjum fræjum vaxa birkiplöntur sem aftur veita rjúpunni aukið fæðuframboð auk þess skjóls sem henni er nauðsynlegt á köldum og næðingssömum vetrardögum sem nóttum.

Gangi ykkur vel!

Mosi

 


mbl.is Breytingar gerðar á veiðitímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siðareglur Skotvís

Félagar í Skotveiðifélagi Íslands eru samþykkir eftirfarandi skilgreiningu á skotveiðum sem útilífsíþrótt.

Skotveiðimaður stundar veiði á villibráð sér til ánægju og heilsubótar. Hann virðir landslög og vegna byssunnar ber hann sérstaka ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og lífríki landsins í heild. Þess vegna temur hann sér eftirfarandi siðareglur.

Skotveiðimaður:
  • 1. Eykur stöðugt þekkingu sína á skotveiðum. Hér er m.a. átt við:
    • lög og reglur um veiðar
    • bráðina og lifnaðarhætti hennar
    • útlit og útbreiðslu friðaðra fugla
    • verndun veiðidýrastofna og skynsamlega nýtingu þeirra
    • eiginleika veiðivopna og skotfæra og annmarka þeirra.
  • 2. Æfir skotfimi.
    • Skotveiðimaður þarfnast stöðugrar æfingar hvort heldur hann ætlar að skjóta kyrrstæða bráð eða fugl á flugi.
      • Notaðu hvert tækifæri til markæfinga bæði á kyrrstæð mörk og leirdúfum.
      • Leggðu sérstaka áherslu á að þjálfa fjarlægðaskyn þitt.
  • 3. Gætir fyllsta öryggis í meðferð skotvopna.
    • Ávallt skal meðhöndla skotvopn sem hlaðið væri.
      • - Beindu aldrei hlaupinu að neinum.
      • - Notaðu aldrei byssuna sem barefli eða göngustaf.
      • - Leggðu aldrei byssuna þannig að hún geti dottið.
      • - Geymdu byssu og skotfæri tryggilega.
    • Byssu skal ekki hlaða fyrr en veiðimaður er reiðubúinn að skjóta. taktu skotin úr byssunni þegar:
      • - þú ferð inn í bíl eða annað faratæki.
      • - þú færir þig að ráði um set.
      • - þú átt leið um hálku.
      • - þú ferð yfir girðingar eða torleiði.
      • - þú leggur byssuna frá þér.
    • Gengið skal úr skugga um að ekkert beri á þegar miðað er og skotið á bráðina.
      • -Gáðu að veiðifélögunum.
      • -Gættu þess að fólk, búpeningur og faratæki, hús eða önnur mannvirki séu ekki í hættu fyrir skotinu.
      • -Gættu þess að skotið getur hrokkið af grjóti, frosnum sverði eða vatnsfleti.
      • -Sé þess kostur hagaðu svo til að bráðin beri í holt eða hæð, sem tekur geti við skotinu ef það stöðvast ekki í bráðinni
    • Veiðimaður losar ekki öryggi af byssu og skýtur fyrr en hann hefur fullvissað sig um að skotmarkið sé það sem hann ætlar að skjóta á.
    • Veiðimaður skal ekki snerta byssu ef hann er undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa.
  • 4. Beitir ekki veiðiaðferðum sem veitir bráðinni óþarfa kvölum.
    • a) Skot á að deyða bráðina á augabragði. Til þess að komast hjá því að særa dýr skaltu gæta þess að:
      • skjóta ekki af of löngu færi
      • ekkert beri milli þín og bráðarinnar
      • skjóta ekki nema yfirgnæfandi líkur séu að því að hitta vel.
    • Sært veiðidýr skal aflífa hið skjótasta. Finnist dýrir ekki á skotastað skal einskis látið ófreistað að leita það uppi.
  • 5. Telur fjölda veiddra dýra ekki mælikvarða á góðan veiðimann, eða vel heppnaðan veiðidag.
    • Góður veiðimaður stærir sig ekki af feng sínum og keppir ekki við aðra um fjölda veiddra dýra.
    • Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr liggur ekki eftir að kveldi.
  • 6. Fer vel með veiðibráð.
    • Farðu vel með feng þinn og spilltu honum ekki
    • Vandaðu aðgerð og tilreiðslu bráðar.
  • 7. Færir veiðibækur af kostgæfni og tekur virkan þátt í verndun veiðidýra.
    • Færa ber veiðibækur og halda þeim til haga. Veiðiskýrslur eru þýðingarmikil gögn við rannsóknir á veiðidýrum.
    • Veiðimaður ætti að leggja sitt af mörkum í baráttu gegn brotum á veiðilöggjöfinni.
  • 8. Er góður veiðifélagi.
    • Góður veiðifélagi skýtur ekki þegar félagi hans á von á betra færi.
    • Góður veiðimaður hjápar félaga sínum að sækja feng og leita uppi særða bráð.
  • 9. Sýnir öðrum veiðimönnum háttvísi.
    • Er fús að veita upplýsingar um veiðarnar, sem gætu orðið þeim að gagni.
    • Hefur samráð við þá um nýtingu veiðisvæðisins.
  • 10. Virðir rétt landeiganda.
    • Veiðimaður leita heimildar landeiganda til veiða og ráðfærir sig við hann.
    • Veiðimaður fer með gát um ræktuð lönd, skemmir ekki girðingar og lokar hliðum á eftir sér.
  • 11. Sýnir almenningi tillitssemi.
    • Hafa ber í huga að margur er lítt hrifinn af skotveiðum og fellur illa að sjá dauð dýr.
      • Veiddu því ekki nærri fjölförnum vegum eða í grennd við mannabústaði.
      • Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir í veiðiferðum.
      • Forðast að flytja feng þannig að til ama geti orðið fyrir aðra.
  • 12. Gengur vel um landið.
    • Góður veiðimaður gerir greinarmun á bráð og öðrum dýrum þótt skjóta megi. Bráð er veidd, vargi er eytt, en önnur dýr látin í friði.
    • Veiðimaður spillir hvergi landi. Þess gætir hann við akstur, í tjaldstað og við meðferð elds.
    • Góður veiðimaður skilur ekki annað eftir sig en sporin sín.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það munar ekki um það: Þetta eru eins og reglur upprunnar í Prússlandi!

Í þessar veiðireglur vantar tilfinnanlega það sem sérstaklega er tekið fram í lögunum um veiðar villtra dýra: Ekki er heimilt að elta bráðina uppi á vélknúnu farartæki.

Þá mættu rjúpnaveiðimenn safna birkifræi á haustin og hafa með sér út í náttúruna til að dreifa þar. Með því er verið að skila einhverju aftur til náttúrunnar en ekki aðeins að taka og sækja. Ekki væri úr vegi að setja þetta inn sem viðbót sem n.k. siðareglur veiðimannsins gagnvart náttúrunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 16:35

3 identicon

Ég er þér alveg sammála, það er alveg hægt að nýta sér útiveruna til þessa að dreifa fræjum í leiðinni.

kv,

Hjörtur

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

veiðar eru náttúrulegar og ættu á engan hátt að vera umdeildar. menn hafa stundað veiðar síðan menn fóru að standa uppréttir. Veiðar er sú athöfn sem færir okkur hvað næst náttúrulega ástandi.

ég held að það þurfi nú varla að taka fram í siðareglum allt það sem talið er fram í lögum. 

þeir sem eru á móti veiðum hafa misst tengslin við náttúruna og eru hættir að skilja hana. þ.e.a.s. eru orðnir fyrrtir af borgar og nútímalífinu. 

Fannar frá Rifi, 16.9.2009 kl. 16:44

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

annars ættu veiðimenn að planta niður nokkrum birkitrjám á vorin. þá verður til meiri grundvöllur fyrir fæði handa rjúpunni allt árið.

Fannar frá Rifi, 16.9.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mæli ekki með að hafa trjáplöntur til gróðursetningar út í náttúruna þegar við náum jafnvel betri og meiri árangri með frædreifingu.

Mér finnst mjög gott að veiðimenn hafi sanngjarnar reglur í heiðri við tómstundastörf sín þó mér finnist þau nokkuð subbuleg. En það á auðvitað hver rétt á að tjá sig um þessi mál og auðvitað allir að fara eftir tilmælum yfirvalda.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 16:51

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta með vélknúnum faratækjum og notkun þeirra er lykilatriði í að virða umhverfið. Veiðimenn, haldið ykkur á merktum vegaslóðum og gleymið ekki að það er hollt að ganga!

Úrsúla Jünemann, 17.9.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband