16.9.2009 | 15:56
Breytingar eru nauðsynlegar
Eitt umdeildasta tómstundagaman margra landa okkar eru veiðar. Rjúpur hafa lengi verið vinsælar, einkum voru það einkum þeir fátækari sem veiddu sér rjúpu á jólaföstunni til að hafa í matinn á jólum. Var þá sú venja að ekki var veitt meira en sem næmi að nóg væri fyrir alla til einnar máltíðar.
Á tímbili var virkileg græðgisvæðing í þessum efnum og voru veiðimenn töldu sig ekki vera með mönnum nema láta mynda sig í bak og fyrir með alklyfjaðir rjúpum sem þeir töldu sig hafa veitt. Vonandi er sá tími liðinn og að veiðimenn beri meiri virðingu fyrir veiðibráðinni.
Undanfarin ár hafa verið ýmsar reglur um þessi rjúpnaveiðimál og hafa margir lagt þar orð í belg. Nú hefur umhverfisráðherra ákveðið hvernig þessi mál verði að þessu sinni.
Óskandi er að þeir sem hyggjast fara á rjúpnaveiðar útbúi sig vel, hlusti vandlega á veðurfréttir, kynni sér allar reglur varðandi veiðar og jafnvel tryggi sig í bak og fyrir að geta greitt björgunarsveitunum og þyrluþjónustu ef út af ber og á þjónustu þeirra þarf að halda.
Eitt mætti ennfremur benda veiðimönnum á:
Þeir sækja yfirleitt í náttúruna með þeim ásetningi að sækja í náttúruna en skilja ekkert eftir. Á þessu mætti verða breyting ekki síður en á fyrirkomulagi veiða. Hvernig væri að safna dálitlum slatta af birkifræi í poka og hafa með sér út í náttúuna og dreifa þar? Kunnugt er að rjúpan heldur sig gjarnan við snælínuna, þar sem snjór er nærri og hún hefur einhver snöp. Rjúpan er frææta sem kunnugt er. Hún heldur sig töluvert í birkiskógum og kjarri þar sem þokkalegt framboð er á fræjum.
Með því að dreifa birkifræi eru veiðimenn að skilja aftur til náttúrunnar einhverju sem getur orðið náttúrunni og þar með rjúpunni að gagni. Við getum vænst þess að töluvert af fræjunum nái spírun. Og af einhverjum fræjum vaxa birkiplöntur sem aftur veita rjúpunni aukið fæðuframboð auk þess skjóls sem henni er nauðsynlegt á köldum og næðingssömum vetrardögum sem nóttum.
Gangi ykkur vel!
Mosi
Breytingar gerðar á veiðitímabili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Siðareglur Skotvís
Félagar í Skotveiðifélagi Íslands eru samþykkir eftirfarandi skilgreiningu á skotveiðum sem útilífsíþrótt.
Skotveiðimaður stundar veiði á villibráð sér til ánægju og heilsubótar. Hann virðir landslög og vegna byssunnar ber hann sérstaka ábyrgð gagnvart samborgurum sínum og lífríki landsins í heild. Þess vegna temur hann sér eftirfarandi siðareglur.
Skotveiðimaður:Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:26
Það munar ekki um það: Þetta eru eins og reglur upprunnar í Prússlandi!
Í þessar veiðireglur vantar tilfinnanlega það sem sérstaklega er tekið fram í lögunum um veiðar villtra dýra: Ekki er heimilt að elta bráðina uppi á vélknúnu farartæki.
Þá mættu rjúpnaveiðimenn safna birkifræi á haustin og hafa með sér út í náttúruna til að dreifa þar. Með því er verið að skila einhverju aftur til náttúrunnar en ekki aðeins að taka og sækja. Ekki væri úr vegi að setja þetta inn sem viðbót sem n.k. siðareglur veiðimannsins gagnvart náttúrunni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 16:35
Ég er þér alveg sammála, það er alveg hægt að nýta sér útiveruna til þessa að dreifa fræjum í leiðinni.
kv,
Hjörtur
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:42
veiðar eru náttúrulegar og ættu á engan hátt að vera umdeildar. menn hafa stundað veiðar síðan menn fóru að standa uppréttir. Veiðar er sú athöfn sem færir okkur hvað næst náttúrulega ástandi.
ég held að það þurfi nú varla að taka fram í siðareglum allt það sem talið er fram í lögum.
þeir sem eru á móti veiðum hafa misst tengslin við náttúruna og eru hættir að skilja hana. þ.e.a.s. eru orðnir fyrrtir af borgar og nútímalífinu.
Fannar frá Rifi, 16.9.2009 kl. 16:44
annars ættu veiðimenn að planta niður nokkrum birkitrjám á vorin. þá verður til meiri grundvöllur fyrir fæði handa rjúpunni allt árið.
Fannar frá Rifi, 16.9.2009 kl. 16:45
Mæli ekki með að hafa trjáplöntur til gróðursetningar út í náttúruna þegar við náum jafnvel betri og meiri árangri með frædreifingu.
Mér finnst mjög gott að veiðimenn hafi sanngjarnar reglur í heiðri við tómstundastörf sín þó mér finnist þau nokkuð subbuleg. En það á auðvitað hver rétt á að tjá sig um þessi mál og auðvitað allir að fara eftir tilmælum yfirvalda.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.9.2009 kl. 16:51
Þetta með vélknúnum faratækjum og notkun þeirra er lykilatriði í að virða umhverfið. Veiðimenn, haldið ykkur á merktum vegaslóðum og gleymið ekki að það er hollt að ganga!
Úrsúla Jünemann, 17.9.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.