Engin friðhelgi?

Ljóst er að nauðsyn kann að vera að yfirvöld hafi alla möguleika til að upplýsa glæpi. En hvar eru mörkin og hver kann að vera tilgangurinn?

Ef yfirvöld eru að koma á einræði eða styrkja það, þá er þessi heimild þeim sjálfsagt kærkomin og þá notuð mjög frjálslega. Í frjálsu réttarríki þarf hinsvegar að hafa þessar heimildir mjög þröngar og þær aðeins nýttar þegar um rökstuddan grun um alvarlega glæpi er að ræða.

Upplýsingar í farsímum, tölvum og öðrum rafeindatækjum kunna að vera mjög viðkvæmar og persónulegar. Hvað með ef þessar upplýsingar lendi í höndum óviðkomandi, jafnvel misyndismanna og glæpamanna? Þær gætu orðið vegna eðlis þeirra óbætanlegar þeim sem missa slíkar upplýsingar í hendur þeirra sem kunna að misnota þær.

Kunnugt er að Bush stjórnin afnam mjög mikilvæga siðareglu starfsmanna bókasafna sem kvað um að þeim væri ekki heimilt að gefa öðrum upplýsingar um útlán einstakra lánþega. Bush stjórnin taldi mikilvægt í þágu rannsóknar vegna hugsanlegra hermdarverka, að bókasöfn skyldu afhenda yfirvöldum slíkar upplýsingar ef óskað væri eftir.

Ætli CIA fái gegnum bresk yfirvöld slíkar upplýsingar um íslenska lánþega bókasafna eftir að Íslendingar voru beittir bresku hermdarverkalögunum? Það skyldi ekki vera?

Fróðlegt væri að fá vitneskju um það. Svo virðist að ekkert sé ómögulegt þegar tölvutæknin er annars vegar.

Mosi


mbl.is Tollurinn getur afritað harða diskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband