30.8.2009 | 17:52
Að taka lögin í sínar hendur
Alltaf er mjög umdeilanlegt þegar einhver tekur sér lögin í sínar hendur. Það fyrirkomulag tíðkaðist mjög í villta vestrinu: skjóta fyrst og spyrja svo.
Í réttarríkinu gengur þetta ekki. Sá sem afhendir vöru eða aðra þjónustu getur ekki tekið sér lögin í hendur og sótt það semda, nema hann hafi við samning eða afhendingu vöru/þjónustu að hann áskyldi sér eignarréttarfyrirvara. Þannig var einn heildsali fyrir nokkrum áratugum þekktur fyrir að sækja óseldar vörur sínar hjá smásala sem ekki hafði staðið í skilum. Þá átti viðkomandi kaupmaður í miklum fjárhagserfiðleikum og auðvitað var þetta ágæt lausn.
Fyrir nokkrum misserum fréttist að iðnaðarmenn höfðu gripið til líkra ráðstafana á Selfossi. Þar sem þeir höfðu hvorki fengið greitt fyrir vinnu sína né útlagðan kostnað vegna byggingarefnis, gripu þeir til þess ráðs, að sækja allt það sem þeir höfðu kostað til: raflagnaefni og pípulagningarefni. Þá stóð þannig á, að greiðslur höfðu tafist og þeir töldu sig vera í fullum rétti að sækja byggingarefnið.
Eigi fer neinum fregnum af niðurstöðu þess máls en ljóst að mikið tjón var fyrirséð enda vetur að ganga í garð.
Þeir sem taka sér lögin í sínar hendur geta orðið ábyrgir gerða sinna og það getur orðið dýrt spaug.
Sennilega er vænlegasta leiðin að láta lögmann um innheimtu. Ef hendur þarf að láta standa fram úr ermum og staðreyndir og málsástæður á hreinu, mætti krefjast kyrrsetningar og höfða mál í framhaldi. Þessi málatilbúnaður er tiltölulega hraðvirkur en getur orðið feyknadýr enda þarf að leggja fram tryggingu að mati dómara eða dómkvaddra matsmanna.
Við eigum að sýna öðrum að við viljum ekki grafa undan réttarríkinu. Borgum strax þá vara eða þjónusta er keypt en látum það ekki bíða. Svo er alltaf vænlegra að biðja lánardrottinn um gott veður ef svo stendur illa á, að ekki sé nóg til að reyta í hann. Þá er betra að semja og sýna einhvern lit með því að greiða eitthvað upp í kröfuna.
Mosi
Sumarbústaðarmál tengdist skuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef kaupandi þjónustunnar (og vörunnar) hefur látið setja sig í gjaldþrotaskipti eða jafnvel haft allt dæmið skráð sem e.h.f. (ekki óþekkt hjá ríku gaurunum að stofna e.h.f. um hverja eign) og látið það rúlla, selt eignina áður en þeir fara á hausinn, heldurðu virkilega að réttaríkið hjálpi þeim sem virkilega ættu að fá hjálp?
Er það ekki líklegra að lögmennirnir geri kröfu í eitthvað sem er ekki til og sendi svo reikning. S.s. ef verktakarnir taka sénsinn á að fara í gegn um "réttar" kerfið þá taka þeir stórann séns á að fá ekki neitt út úr því OG þurfa að borga himinháann lögfræði og málatilbúnings kostnað.
Réttarkerfið, svokallaða, ver aðallega rétt þeirra sem hafa efni á að nota lögfræðinga dags daglega, skoðandi glufur. Hinir sem bara vinna og gera sitt besta lenda alltaf í skítnum.
Ég veit reyndar ekki hvernig dæmið var í þessu tilfelli, en finnst líklegt að ef fyrri eigandi keypti vörur og þjónustu en gat ekki borgað, þá sé annsi líklegt að hann sé í fjárhagsvandræðum. Sem þýðir að ef krafa kemur í gegn um réttarkerfið um borgun, þá gæti borgað sig fyrir manninn að láta sig rúlla.
Burtséð frá því, hvernig í fjandanum gat fyrri eigandi selt hluti (glugga og hurðir) sem hann átti ekki? Hann getur ekki gert tilkall til þessara hluta, en selur eignina eins og hann eigi hana alla. Hann hefur væntanlega látið andvirði sölunnar ganga upp í bankalán, skítt með verktakana (mennina sem bara vinna vinnuna sína)
Ég er ekki verktaki eða iðnaðarmaður sjálfur, en það fer ótrúlega í taugarnar á mér hvernig er farið með þá sem framkvæma/framleiða/byggja/gera hlutina.
Ari Kolbeinsson, 30.8.2009 kl. 21:40
Það setur sig enginn sjálfviljugur í gjaldþrotaskipti. Að verða gjaldþrota er grafalvarlegt mál sem fylgir mikil skömm og viðkomandi nánast verður að láta sér nægja að sleikja sár sín. Bankar og lánastofnanir útiloka alla fyrirgreiðslu enda áhættan mjög mikil við að lána þeim sem sannanlega hefur ekki staðið í skilum.
Ljóst er að mikil flækja getur orðið þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Sá sem á þátt í að flækja málin meir en nauðsynlegt er, á sér oft engar málsbætur og verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Höfum hugfast að gott er að taka ekki á sig meiri skyldur en nauðsyn ber og verum ætíð í skilum og stöndum við það sem við höfum lofað. Samfélagið allt yrði miklu betra ef allir tæku mark á því.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.9.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.