Er klofningur í Sjálfstæðisflokknum?

Athygli vekur að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ýmist greiddu gegn Icesafe lögunum eða sátu hjá. Þetta erfiða mál er vegna þeirrar barnalegu ákvörðunar að afhenda ríkisbankana í hendurnar á aðilum sem breyttu bönkunum nánast í lánastofnanir fyrir braskara og mafíósa.

Þetta þingmál á ábyggilega eftir að draga dilk á eftir sér og verða til mikils uppgjörs innan Sjálfstæðisflokksins.

Rekstur bankanna á Íslandi síðastliðin misseri voru reknir eins og bankarnir á Ítalíu sem Mafían hefur náð tangarhaldi á. Þetta kom m.a. fram í máli Sigrúnar fréttaritara Ríkisútvarpsins í Speglinum í gær.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á bankahruninu er mikil. Að snúa út og suður með staðreyndir málsins í meðferð þingsins á þessu erfiðasta þingmáli þessarar aldar fram að þessu, er þeim til mikils vansa.

Ljóst er að samþykkt þessa máls er mikilvægt lykilmál til að endurreisn efnahagslífsins á Íslandi geti hafist. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum við endurreisnina. Þá þarf með aðstoð Breta og Hollendinga að endurheimta sem allra mest af þéim miklu fjármunum sem braskaralýðurinn flutti úr landi. Og það þarf að koma lögum yfir þessa þokkapilta sem breyttu bönkunum í ræningjabæli.

Mosi


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband