Gamla greiða leiðin

Þegar fólk er að koma sér upp húsnæði er eðlilegt að það taki á sig fjárskuldbindingar fram í tímann. Að taka lán er ekkert annað en að ráðstafa fyrirfram tekjum sínum sem maður væntir að óbreyttum forsendum.

Margir hafa lent í þeirri gryfju að taka gengistryggð lán og með falli bankanna fór allt í vitleysu. Allar forsendur brostnar. Eins má segja að dýrtíðin sem aflvaki vísitöluútreikninga hafi skrúfað upp lán óhæfilega.

Er það mikilvægt fyrir allt samfélagið að allir sem hafa tekið lán, verði látnir gjalda fyrir bankahrunið á mun óhagstæðari kjörum en til var ætlast í fyrstu? Það eru engir hagsmunir að sem flestir verði gjaldþrota, öðru nær, það verður að finna sanngjarna leið út úr vandanum.

Framsóknarmenn settu fram hugmynd um flatan 20% niðurskurð á öllum skuldum. Ætli það hafi verið af sérstakri umhyggju fyrir þá sem berjast nú í bökkum að láta venjuleg laun ná endum saman? Ætli hugmyndin sé ekki síður að bæta hag þeirra sem voru valdir að bankahruninu með spákaupmennsku sinni. Margir framsóknarmenn eru viðriðnir bankahrunið og eru í skuldafjötrum annað hvort gegnum fyrirtæki sín og forréttingar eða jafnvel persónulega og það væri ekki það versta. Þessir aðilar skulda tugi og jafnvel hundruði milljarða og þá munar um niðurfellingu 20% allra skulda.

Önnur leið og mun vænlegri er að setja með sérstakri ákvörðun Alþingis og Stjórnarráðsins að allar skuldir verði stilltar inn á vísitölu sem var í gildi við bankahrunið. Þannig væri komið á móts við alla þá sem gerðu sínar ráðstafanir með hliðsjón af að þeir gætu staðið í skilum. Gengislán yrðu þá gerð upp með einhverju skynsamlegra móti en verið hefur.

Það eru hagsmunir þjóðarinnar að sem flestir geti sloppið frá hremmingum og hafi möguleika á að standa í skilum við greiðslu lána sinna. Þó falsa yrði vístöluna, þá hefur það verið svo oft gert að það ætti hvorki að skipta miklu héðan af. Vísitalan er leikur talnaspekinga um borgaralegan arð sem ekki er alltaf mjög skynsamlegur.

Þegar misgengið varð fyrir um 25 árum þá var sett stopp á vísitölu launa meðan svonefnd lánskjaravísitala sem nefnd var ránskjaravísitala var látin leika lausum hala. Árið 1983 mældu íslenskir talnavísindamenn Hagstofunnar að dýrtíðin væri komin í um 140%. Hverjir skyldu hafa grætt en hverjir töpuðu? Öllum þorra þjóðarinnar blæddi meðan braskaranir rökuðu saman stórgróða. Í bankahruninu mikla endurtekur leikurinn sig en með margfalt meiri áhrifum.

Veitum þeim vonir sem nú eru að sligast undan skuldafarginu sem þeir gátu ekki séð fyrir. Þeir verða að fá tækifæri að standa í skilum á þeim forsendum sem þeir bjuggust við. Reiknum því vísitöluna eitt ár til baka og setjum á verðstöðvun. Það hefur oft gefist vel.

Mosi

 

 


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalikles

Þetta "Að taka lán er ekkert annað en að ráðstafa fyrirfram tekjum sínum sem maður væntir að óbreyttum forsendum." í veröld þar sem eini "fastinn" er breyting, er það heimskulegasta sem ég hef lesið(enda á mig ekkert hús né bíll;)!

Kalikles.

Kalikles, 30.8.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Kalikles

"Á mig hvorki" hefði hljómað betur:) 

Kalikles, 30.8.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband