Villta vestrið?

Þessar aðfarir minna óneitanlega á villta vestrið. En eru þeir sem taka sér lögin í sínar hendur tilbúnir að axla ábyrgð eins og þeir væntanlega ætlast til af þeim sem aðgerðir þeirra beinast gegn? Hvað með ef þeir fara húsavillt eða bílavillt og þessi slettuskapur beinist að aðila sem ekki er grunaður um græsku í bankahruninu?

Að taka sér lögin í hendur er andstætt réttarríkinu. Hver hefur heimild á taka sér slíkan rétt? Við verðum að treysta yfirvöldunum að þau komi lögum yfir þessa þokkapilta sem grófu undan efnahagi okkar með því að draga bankareksturinn út á varhugaverðar brautir.

Við eigum að taka alvarlega til ígrundunar að við getum auðveldlega eyðilagt góðan málstað með því að haga okkur eins og í bófahasar eins og í villta vestrinu.

Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.

Mosi


mbl.is Málningu úðað yfir bíl Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

"Við verðum að treysta yfirvöldunum" 

Ehemm

Davíð Þór Þorsteinsson, 23.8.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hverjum er hægt að treysta ? Það eru alltaf að koma í ljós nýjar og nýjar upplýsingar sem lýsa hversu græðgivættir bankar voru orðnir ,hverjir áttu að fylgjast með? Hverjir settu leikreglur ,hverjir voru það sem áttu að kveikja á perunni eftir aðvaranir eftir aðvaranir .

Málið er orðið svo stórt í dag að menn vita ekki hvað þeir eiga að gera.

AF HVERJU VORU EKKI FENGNIR UTANAÐKOMANDI MENN Í SKIPTISTJÓRNIR BANKANNA HELDUR EN VINIR OG KUNNINGJAR ÚR BÖNKUNUM ÞARNA ER EITT ENN SPILLINGARFORMIÐ ,ALLIR HALDA HLÍFISKILDI YFIR HVERJUM ÖÐRUM.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 23.8.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Afhverju var þessi bíll ekki gerður upptækur, í stað þess að skemma þjóðareign í vörslu Bjögga litla?

Þorri Almennings Forni Loftski, 24.8.2009 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband