7.7.2009 | 09:01
Nú er nóg komið!
Icesafe er eitt það furðulegasta mál sem um getur. Í grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu í dag er með hversdagslegri orðanotkun greint frá stöðu mála og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn tengist þessu dæmalausa Icesafe máli frá upphafi og hefur reynt með öllum tiltækum ráðum að koma sér út úr þessu erfiða máli. Ráðamenn hans bera öðrum fremur fulla ábyrgð á þessu Icesafe klúðri en þjóðin raunverulega ekki.
Mjög góður lögspekingur sem fjölmiðlar oft leita til er Sigurður Líndal. Í viðtali í RÚV kvað hann á dögunum að við ættum engra annarra kosta en að sætta okkur við þetta samkomulag við Breta. Það væri illskásti kosturinn fyrir sigraða þjóð.Við þurfum núna á þessari stundu að fá aðstoð Breta að hafa upp á sem mest af þessum miklu fjármunum sem hefur verið komið undan í skattaskjól og að koma lögum yfir þá sem tengjast undanskoti þessara miklu fjármuna.
Scotland Yard hefur ábyggilega betri og lengri reynslu af hvítflybbaglæpum en íslenska lögreglan þó ágæt sé.Ef nú á að hlaupast undan þessu samkomulagi verður ekki nema eitt sem við eigum von á: enn meiri niðurlægingu frá Bretum sem við megum ekki við. Atvinnulíf okkar hefur orðið fyrir miklum búsyfjum, mörg fyrirtæki orðið gjaldþrota og auk þess mörg á leið í gjaldþrot. Við þurfum að endurreisa og efla atvinnulíf landsmanna við, bæta stöðu okkar eftir því sem það er unnt.
Ef við glutrum niður því litla trausti sem þó hefur verið byggt upp með samkomulaginu við bresk stjórnvöld, þá er það vís leið í glötunina.Hrunið á eftir að verða enn meira, skuldabyrðin enn aukast ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hyggjast taka upp ábyrgðarlausa afstöðu í þessu máli.Er það sem við viljum? MosiÓvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.
Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.
Þetta eru föðurlandssvik !
Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 09:09
Fyrirgefðu Guðjón en hefur þú eitthvað skoðað þetta mál? Ef þessi samningur verður samþykktur þá verður okkur ekki viðreisnar von. Fyrirtækin eru nú þegar rúllandi, lúkning samnings mun engu breyta þar um. Hér standa ennþá þúsundir tómra íbúða, lúkning þessa samnings mun engu breyta þar um. Norsarar, IMF og fleiri hafa sagt það opinberlega að lúkning þessa samnings sé ekki forsenda fyrir lánveitingu.
Skuldabyrðin aukast enn meira? Fyrirgefðu, erum við að semja um eitthvað klink hérna. Ef við tökum þetta á okkur erum við að borga rúmlega rekstur á skóla og heilbrigðiskerfinu okkar (ásamt einhverju fleira smotteríi) í VEXTI! Ekki nóg með það. Upp í þetta eigum við að setja eignir sem ekki er búið að selja og enginn veit hversu mikils virði eru. Held að það sjái það allir að bretarnir vilja ekki einu sinni snerta á þessum brunarústum með töng.
Einnig finnst mér athyglisvert að tjallarnir og búarni skuli getað neitað því að fara dómsstólaleiðina? Ef ég brýst inn hjá þér, þá get ég samkvæmt þeirra háttsemi sagt nei, þú getur ekkert farið í mál við mig! Er það eðlilegt?
Nei, samþykkt og framkvæmd þessa samnings og afsal á stjórnarskrárbundnum réttindum er ekkert nema landráð og við þau orð stend ég.
Góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 7.7.2009 kl. 09:38
Jón Baldvin, sem ber öðrum mönnum meiri ábyrgð á því að bönkunum var leifilegt að stofna þessi útibú, segir í grein sinni að enginn lögfræðigur utan landssteinanna efist um að við berum þessa ábyrgð að fullu. Nú er komið í ljós að samflokksmaður hans og ráðherra, Össur Skarphéðinsson hefur setið á slíku áliti og reynt að þagga það niður.
Einkennilegt þykir mér líka hvað lítið fer fyrir ábyrgð Fjármálaeftirlitsin í grein Jóns. Skyldi það vera af því að þar fór flokksbróðir hans fremsur í flokki og "kóaði" með liðinu sem hann átti að hafa eftirlit með. Ég fæ ekki séð af hverju ábyrð Seðlabankans á þessu máli er gerð meiri en Fjármálaeftirlitsins.
Eina skýringin sem ég hef fundið er að í Seðlabankanum var áberandi sjálfsæðismaður í forustu og eins og "allir vita" er þetta allt sjálfsæðisflokknum að kenna.
Landfari, 7.7.2009 kl. 09:56
Vilt þú þá setja þjóðina í gjaldþrot til þess eins að öðlast traust aftur?
Þú er greinilega ekkert betri en Svavar!
Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 09:58
Loftur: þú ræðir um föðurlandssvik. Hvað með einkavæðingu Landsbankans? Í Fréttablaðinu í dag kemur í ljós að enn skulda Björgúlfarnir milljarða vegna kaupa þeirra á Landsbankanum. Er ekki ákvörðun SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS um eftirlitslausa og hömlulausa einkavinavæðingu á bönkunum ekki meginástæða þess hvernig komið er fyrir okkur núna? Lestu grein Jóns Baldvins í Morgunblaðinu í dag!
Ellert: Það tekur langan tíma að byggja upp traust en það tekur enga stund að glata því. Með þessum samningum við Breta er verið að kappkosta að endurbyggja þjóðfélagið. Ertu tilbúinn að fleygja öllu frá þér? Ertu tilbúinn að horfa upp á Evruna vera kannski 1000 krónur? Krónuvesalingurinn verður í lausu lofti og við með. Eru erlendu skuldirnar ekki nógu háar?
Landfari - hver svo sem þú ert: Jón Baldvin bendir réttilega á í grein sinni að allt eftirlit var í skötulíki. Einn pabbadrengurinn í Sjálfstæðisflokknum var innsti kokkurinn í búri Fjármálaeftirlitisins. Hann sá um að við venjulegt fólk var haldið í blekkingunni svo lengi sem braskaranir gátu aðhafastóg breytt bönkunum í ræningjabæli.
Sigurður: Til að byggja upp traust við aðrar þjóðir reynum við að komast að samkomulagi um sanngjarna niðurstöðu. Ef við skellum hurðum og förum í fýlu þá er ekki von á góðu.
Nú vil eg endurtaka að við verðum að fá Breta í lið með okkur að hafa upp á öllum þeim fjármunum sem komið hefvur verið í skattaskjól. Við þurfum að koma lögum yfir þessa hvítflybbaafbrotamenn sem hafa komið okkur í þessa stöðu. Scotland Yard er okkar besta haldreypi til að svo geti orðið. Því er samningurinn við Breta okkur mikilvægari en þessar úrtöluraddir meðal Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.
Eru þeir kannski hræddir að lenda í snörunni með hvítflybbamönnunum sem hafa haft okkur að fíflum?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.7.2009 kl. 10:22
Guðjón, faðir forstjóra Fjármálaeftirlisins var nú í Frjálslyndaflokknum á þessu tímabili en stjórnarformaðurinn, sá sem leiðir hópinn sem markar stfnuna var og er í Samfylkingunni. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef alltaf haft miklar mætur á Jóni Sigurðsyni og skil ekki enn hvernig hann gat klúðrað þssu mikilvæga starfi sem hann gengdi.
Landfari, 7.7.2009 kl. 16:00
Jú Jónas er sonur Jóns Magnússonar sem einu sinni var formaður Neytendasamtakanna. Þeir feðgar eru kostulegir. Meðan Jón var formaður kom til hans eitt sinn eigandi húss sem var að grotna niður. Hvatti hann síðan húseigandann að fara í mál við þann sem seldi steypuna.
Í dómsal var undrun húseigandans mikil þegar hann sá formann Neytendasamtakanna vera í stöðu verjanda steypusalans!
Var e-ð hliðstætt með hlutverk Fjármálaeftirlitisins í tíð Jónasar? Var hann í þeirri stöðu að verja glórulausa fjármálastjórnun Sjálfstæðisflokksins sem virðist hafa öllu fyrr hafa verið staðreynd?
Hlutverk Fjármálaeftirlitisins virðist hafa verið að blekkja þjóðina allt síðastliðið sumar og gefa bönkunum heilbrigðisvottorð. Hvort menn hafa gert þetta vísvitandi eða verið svona gjörsamlega úti á þekju skal ósagt látið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.7.2009 kl. 07:48
Er þessi saga sönn??
Ekki virðast þeir í Fjármálaeftirlitinu hafa verið að fylgjast með Sjóvá allavega. Í það minnst virðist mér nú frekar seint í rassinn gripið.
Landfari, 9.7.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.