Einkennileg krafa - Bravó fyrir dómstólum landsins!

Getur fyrrverandi forstjóri krafist hárra launa eftir að hann lýkur störfum hjá fyrirtækinu og allt er komið í kaldakol? Hvað kemur manninum til að setja fram þessar háu kröfur sem ekki eiga sér neinar forsendur?

Viðskiptasiðferði á Íslandi hefur ekki verið upp á marga fiska. Allt of margir hákarlar hafa verið að höndla með fyrirtæki sem þeir virðast fyrst og fremst vilja koma á kaldan klaka fremur en að stýra þeim frá hruni. Baldur þessi er eins og útrásarvíkingarnir dekurstrákar úr liði Framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokks sem virðast ekkert vilja kannast við þá miklu ábyrgð sem á þeim ber. Þessir flokkar öðrum fremur bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þessu hrikalega bankahruni.

Þessir þokkapiltar hafa kappkostað að éta fyrirtækin að innan og skyrrast einskis að beita hverjum þeim aðferðum að koma sínu fram. Þeir nota erlenda leppa hvort sem þeir eru furstar í ríkjum múslima eða einhverra dularfullra breskra braskara eins og þennan sem gekk út úr Kaupþing bankanum með 280 milljarða. Hvaða gaur er þetta? Hefur hann komið við sögu hvítflybbaglæpa hjá Scotland Yard? Það skyldi þó aldrei vera.

Þessi fyrrum forstjóri Eimskipafélagsins sem lengi var nefnt Óskabarn þjóðarinnar ætti að kunna að skammast sín! Átti hann ekki meginsök á að hagur fyrirtækisins og hluthafas er nánast fyrir borð borinn og einskis virði?

Mosi


mbl.is Eimskip sýknað af kröfu Baldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband