Kvörn réttarfarsins byrjar að snúast

Einkavæðing og gegndarlaus efnishyggja hefur komið mörgum til að seilast lengra en eðlilegt hefur talist. Það sem tók marga bændur, sjómenn og verkamenn að vinna hörðum höndum árum saman, allt í einu var unnt að auðgast í einum vettvangi með misjöfnum aðferðum. Regluveldið var bæði lítið og ekki sérlega burðugt, minna og einfaldara en víðast hvar annars staðar. Ekki var t.d. unnt að handtaka grunaða og láta þá lausa gegn háum tryggingum, heimildir eru ekki til slíks. Réttarfar okkar byggist á gamla einfalda landbúnaðarsamfélaginu þegar ekki var unnt að éta fyrirtæki að innan eða ræna banka innan frá.

Fyrstu fréttir um aðgerðir lögregluyfirvalda og rannsóknaraðila um húsleitir og handtökur gefa tilefni til að ætla að yfirvöld vilja láta verkin tala. En grunaðir eru auðvitað saklausir uns sekt er sönnuð. Auðvitað er það áfall fyrir þá sem húsleit beinist gegn að vera mikið áfall og vísbending að viðkomandi hafi ekki góðan málstað að verja.

Sagt var lengi vel fyrrum á Íslandi að sá skuli ekki stela sem ekki kunni að fela. Spurning hvort þeim hefur tekist að fela slóðina. Í dag fara hvítflybbaglæpir að verulegu leyti fram gegnum tölvur. Þessi undratæki hafa þann annmarka að einhvers staðar eru slóðir sem rekja má, bera saman og með ýmsum viðbótaupplýsingum kann net að beinast að höfuðpaurunum sem svo kappsamlega voru að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.

Við skulum doka og leyfa rannsókn á meintum glæpum að fara fram án þess að trufla. Réttarfarið þarf góðan tíma til að virka sem best.

Mosi

 


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband