4.5.2009 | 15:27
Í upphafi skal endann skoða
Í æsku var mér innrætt að gott væri að leggja fyrir og spara það sem ekki þyrfti að nota í brýnar þarfir. Þá var íslenskum börnum gefinn baukur af Landsbankanum sem á stóð: Græddur er geymdur eyrir. Þeir örfáu kaupsýslumenn sem þá voru uppi, töldu að betur hefði verið á barnabaukana: Glötuð er geymd króna. Þá var sem nú gjörsamlega ónýtur gjaldmiðill í umferð, dýrtíð og verðbólga svaf í undirdjúpunum en upphófst sem grimmur dreki og gleypti til sín sparnað landsmanna.
Nú höfum við sparifjáreigendur upplifað annars konar eignaupptöku. Hvort sem formið er langtímasparnaður í hlutabréfum eða hávaxtareikningum bankanna, þá er mikið af þessu horfið. Kaupsýslumenn spruttu upp eins og gorkúlur á skítahaug, Heimdallur og Sjálfstæðisflokkurinn, reyndar Framsóknarflokkurinn einnig, voru n.k. útungunarstöðvar þessara nútíma kaupahéðna. Stjórnvöld seldu ríkisbankana sem án minnstu fyrirhafnar var breytt í n.k. ræningjabæli þar sem eigendurnir afgreiddu sig sjálfa. Þeir kunnu sér engar hömlur meðan allt lék í höndum þeirra. Bókhaldsbrellur sem allt of hátt gengi krónunnar gaf tilefni til, gekk allt til baka, lánsfé sem fengið hafði verið erlendis frá, fékkst ekki framlengt fremur en víxlarnir fyrrum. Tími gjladdaga var upprunninn.
Til allrar óhamingju hefur saklaust fólk verið dregið inn í þessi fjárþrot og gjaldþrot. Sparnuður okkar lenti því miður í höndunum á mönnum sem ekki sýndu neina skynsemi. Þeir hafa unnið baki brotnu við að koma ránsfengnum út landi og hafa óspart beitt öllum tiltækum ráðum. Svo nær réttvísin nokkrum í net sitt. Magnús Þorsteinsson kaupsýslumaður hefur þrátt fyrir að að hafa reynt en orðið of seinn að grípa til þeirra ráða sem aðrir virðast hafa undirbúið mjög vandlega.
Yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins frá 14. ágúst 2008 um að íslensku bankarnir stæðust álagspróf hefur vakið furðu. Var þessi yfirlýsing blekking til að reyna að hafa aftur af tortryggni venjulegs fólks? Var yfirlýsingin gefin út gegn betri vitund til þess að kaupsýslumenn og braskarar fengu aðeins lengri frið að eta bankana og fyrirtækin að innan áður en allt fór í vitleysu?
Hvaða erindi átti breskur braskari Robert Tschengis til Íslands? Hann situr enn í stjórn Existu tryggingafélags sem þúsundir Íslendinga á hlut í en hefur verið gjaldfellt um 99.999% á einungis tveim árum? Hlutur sem kostaði um eða yfir 40 krónur er nú verðlagður á 2 aura. Tveir bræður standa fyrir þessu ásamt fleirum og er kostulegt að þeir nefna sig Bakkabræður. Ef þeir eru að vísa til fáráðlignana Gísla, Eirík og Helga frá Bakka í Svarfaðardal, þá ætti tafarlaust að taka svona herramenn úr umferð og láta þá gera þjóðinni reikningsskap gerða sinna. Hvað olli þessu gríðarlega tapi?
Næstu ár verða okkur Íslendingum erfið, mjög erfið. Við sitjum uppi með vandræði í samfélaginu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sameiginlega hafa komið okkur í. Ákvörðunin um Kárahnjúkavirkjun er að öllum líkindum sá örlagapunktur þegar upphafið að núverandi ógæfu okkar verður rakið til. Þó tugir þúsunda Íslendinga töldu að þessi framkvæmd yrði okkur ekki til góðs, var samt unnið sleitulaust að því að berja í brestina og okkur var selt stórgallað góðæri sem ekki var minnsta innistæða fyrir!
Mosi
Fallist á gjaldþrotakröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitthvað hef ég heyrt að forsendur álagsprófsins hefðu ekki gert ráð fyrir lánsfjárþurrð...
Takk annars fyrir fínan fund og afslappaða fundarstjórn á mánudaginn var
Haraldur Rafn Ingvason, 5.5.2009 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.