Afdrifaríkt kvöld

Sáralítið hefur verið ritað á heimasíðu Mosa að undanförnu. Ástæðurnar eru auðvitað þær að sitthvað tímafrekt hefur verið að gerast, m.a. viðburðaríkar kosningar en eg var að vinna í undirkjörstjórn í kosningunum. Þá er einnig það sem hér verður greint frá:

Að kvöldi síðasta vetrardag var heilmikill mannfagnaður í Hlégarði í Mosfellsbæ af tilefni 100 ára afmæli UMFA, Ungmennafélagsins Afurteldingar. Þar sem spúsa mín hefur verið mjög virkur þátttakandi í blakdeildinni var henni boðið að sitja kvöldverðarhátíð ásamt maka. Við mættum í Hlégarð í okkar fínasta pússi. Þar spilaði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og yngri sonur okkar með. Síðan var sest að borðum en strákur ók til Reykjavíkur vegna þess að hann hugðist sækja æfingu hjá Lúðrasveitinni Svaninum þá um kvöldið.

Skömmu áður en forréttur var borinn fram, hringdi síminn í vasanum. Í símanum okkar var drengurinn okkar og kvaðst vera búinn að skemma bílinn okkar, gamla Rauð, Toyota Corolla skutbíl, árg. 1997. Við áttum í fyrstu dálítið erfitt með að átta okkur á því sem gerðist en þegar við heyrðum að hann væri á leið með sjúkrabíl á Slysavarðstofuna, leyst okkur ekki meira en svo á blikuna og ákváðum að yfirgefa góða samkomu, pöntuðum leigubíl og ókum til Reykjavíkur. Lögreglumaður hafði nýverið yfirheyrt strákinn okkar og í ljós kom að stórum jeppa hafði verið ekið um Holtaveg þvert fyrir okkar bíl sem kom eftir Sæbrautinni. Tvö vitni báru það að drengurinn okkar hafi verið á grænu ljósi. Þetta var allharður árekstur og sem betur fer slasaðist strákur ekki mikið. Hann er töluvert marinn eftir bílbeltið og handarbrotnaði á hægri hendi, svonefnt boxarabrot að sögn lækna, 4 bein baugfingurs frá fingurgóm. Ökumaður jeppans slapp alveg þó okkar bíll lenti á hlið hans en hann haggaðist varla. Okkar bíll tók 90 gráðu stefnu undan hinum og hafnaði utan í vegarkanti.

Þessi gatnamót eru vægast sagt mjög varhugaverð og við athugun á vettvangi kemur í ljós, að mjög auðvelt er að villast á umferðarljósunum en engin umferðaljós eru austan Sæbrautar fyrir þá umferð sem kemur eftir Holtasvegi frá Langholtsvegi. Hinsvegar eru umferðaljós um 50 metrum austar við næstu gatnamót en þar logar yfirleitt alltaf grænt ljós. Mjög líklegt er að ökumaður jeppans hafi ekki áttað sig á þessum krítísku aðstæðum og hafi þess vegna talið sig hafa ekið móti grænu ljósi. Sérstaklega er varhugavert að aka yfir stöðvunarlínuna á gatnamótum en einmitt á þessum stað sér maður ekki þegar skiptir um ljós.

Af þessu tilefni gerðum við feðgarnir okkur erindi á Umferðarstofu og hittum þar Sigurð Helgason fulltrúa. Kannaðist hann mjög vel við aðstæður á þessum gatnamótum og hefur margoft verið bent á þessa augljósu hættu en borgaryfirvöld virðast ekki hafa minnstan áhuga fyrir að lagfæra þetta og gera ekkert í málinu.

Bílarnir eru báðir mjög illa farnir. Tryggingafélagið sem bætir okkur tjónið hefur afskrifað bílinn okkar og höfum við fengið hann greiddan út.

Nú höfum við keypt nýjan og 6 ára yngri bíl, einnig Toyota Corella skutbíl, ekinn tæpa 100 þús km. Kannski bara vel sloppið en alltaf er eftirsjá af góðum bíl sem alltaf hefur reynst okkur vel. Gamli bíllinn var með dráttarkúlu og það var hreint ótrúlegt hvað við höfum flutt í kerrunni sem við tengdum við hann. Sem skógarbóndi hefur þúsundum trjáplantna verið ekið á milli, girðingarefni af öllu tagi, áhöldum og verkfærum, möl og sandi, brenni og öðrum eldivið, gamlir niðurbútaðir rafmagnsstaurar hafa verið fluttir í Skorradal til pallagerðar og undirstöður fyrir kofa, timbur og húsgögn og sitt hvað fleira sem ærir sjálfsagt óstöðugan. Einu sinni ókum við 4ra metra löngum árabát á bílnum. Það hlýtur að hafa verið kostuleg sjón.

Nú þurfum við að láta setja dráttarkúlu á nýja bílinn. Það verður gott að geta tekið aftur upp þráðinn enda vorverkin í trjáræktinni og garðyrkjunni framundan. Gróðraskúrirnar gefa góðar vonir um gott sumar. Nú þarf að stinga upp garðholuna og setja niður kartöflur og sá gulrótum.

Gleðilegt sumar!

Mosi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, svona er þetta og ekki gott.

Mér dettur í hug í sambandi við dráttarkúluna. Spurðu hann Jamil sem rekur Bílaparta í Grænumýri og sérhæfir sig í Toyota, hvort hann eigi notaðan dráttarbúnað fyrir bílinn ykkar. Ef svo mætti kannski líka spyrja hvort hann væri nokkuð fáanlegur að setja hana á sinn stað?

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 4.5.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Sigurður

Búinn að panta dráttarkúlu og ásetningu hjá Prófílstáli. Mér skilst að þar séu mjög færir fagmenn á sínu sviði að öllum öðrum ólöstuðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2009 kl. 09:36

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka góða grein og óska ykkur til hamingju með að sleppa svona vel ,það er ekki sjalfgefið!!!En maður þekkir þessar aðstæður þarna mjög vel ,þetta er slysagildra mikil og verður að laga,og það srax engin afsökun hja´Borginni*/Kveðja og góðar óskir til ykkar /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.5.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir

Í gær kom vel í ljós mismunandi aksturseiginleikar bílanna: Við feðgar vorum á ferð inni í Mosfellsdal og vorum með 3 fötur af trjástiklingum sem við fórum með og settum niður í spildu sem við erum með. Ekki komumst við á framhjóladrifna nýja bílnum sem eldri bílnum tókst ágætlega að komast þó hann væri með kerru fullhlaðna í drætti. Nýi bíllinn er dæmigerður malbiksbíll, hinn var meiri vinnubíll sem við fórum víða. T.d. fórum við stundum slóðann frá Esjumelum og austur með Esjunni og Kistufelli, yfir tvær smáár, Grafará og Þverá, fram hjá Hrafnhólum og Skeggjastöðum og niður á Þingvallaveg hjá Selbrekku og Skeljabrekku og niður í Mosfellsdal. Þessi leið er styttri í spilduna og hana fórum við yfirleitt þegar um mikla flutninga var um að ræða: girðingarefni og trjáplöntur. Þessi leið er ófær nýja bílnum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2009 kl. 10:01

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég var nú bara að hugsa hvort ekki væri hægt að spara þér útgjöld með því að benda þér á Jamil. Hef fyllsta traust á Prófílstáli.

Almennt séð eru bíla sem aðeins hafa drif á framhjólum slakari til dráttar en afturhjóladrifnir. Það hefði kannski ekki skaðað að horfa aðeins út fyrir Toyota-námuhestagleraugun!

Sigurður Hreiðar, 7.5.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband