Eftir kosningar

Sjálfstæðisflokkurinn er efalaust ásamt Frjálslynda flokknum þeir stjórnmálaflokkar sem tapað hafa kosningum. Þegar þeir sleiktu sárin í morgunsárið hlaust þeim dálítil sárabót að fá strákinn Jón Gunnarsson innan sinna raða, upphlaupsmann sem telur hvalveiðar vera hafnar yfir gagnrýni. Fremur hefði Mosi viljað sjá Lúðvík Geirsson, mikið víðsýnan baráttujaxl fyrir betra samfélagi sem hefur stýrt Hafnarfjarðarbæ með mikilli farsæld.

Framsóknarflokknum tókst ætlunarverk sitt með þennan nánast óþekkta formann sinn. Nú er spurning hvort gamla flokkseignarfélagið í Framsóknarflokknum fjarstýri honum og krefist 20% niðurfellinga skulda á fjárglæframönnum flokksins.

VG að kosningum loknum er orðinn allstór flokkur á Alþingi Íslendinga. Flokkurinn stækkar þingmannahópinn um meira en helming eða ríflega 50%. Sérstaklega er ánægjulegt hve unga fólkið á tiltölulega auðvelt að hasla sér völl innan raða VG. Hjá öðrum stjórnmálaflokkum einkum á hægri hliðinni á ungt fólk ekki upp á pallborðið nema með silfurskeið,jafnvel gullskeið í munni sem ekki nema örfáir útvaldir hafa fram að þessu náð.

Ásmundur sem eini bóndinn á þingi, mun ábyggilega leggja margt gott til þjóðmálanna. Verkefnin eru mörg og hlúa þarf betur að landbúnaði en verið hefur í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar megináherslan var lögð á stóriðju.

En sitthvað er miður, dapurlegt er að hræðsluáróður hægrimanna gegn Kolbrúnu Halldórsdóttur hafi borið tilætlaðan árangur. Við sjáum á eftir langbesta umhverfisráðherranum sem við höfum haft. Kolbrún var mjög ötul baráttukona fyrir hag íslenskrar náttúru. Það er annars ótrúlegt að henni hafi tekist á þessum örstutta tíma á ferli sínum sem ráðherra náð að stækka umtalsvert Vatnajökulsþjóðgarð þannig að nú er stór hluti Ódáðahrauns ásamt stærstu dyngju landsins, Trölladyngju ásamt Öskju hluti af þessum merka þjóðgarði. Hafi hún þakkir fyrir! Við sjáum á efir heiðarlegri en nokkuð opinskárri þingkonu sem vildi þó öllum vel og þá sérstaklega að við getum notið sem best íslenskrar náttúru.

VG deilir sætum sigri með Borgarahreyfingunni í þessum kosningum sem er algjörlega nýr flokkur með óskrifaða framtíð og sýn á fjölda þjóðmála. Innan raða hennar er margt dugnaðarfólk en spurning er hvort þjóðin líti ekki á sem einhvers konar skemmtikrafta fremur en stjórnmálamenn.

Mosi

 

 


mbl.is Ásmundur yngstur þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mosi ekki erum við sammála frekar en fyrri dagin/Við XD menn fengum skellin en stöndum upp aftur vonandi/En þetta með Kolbrúnu er eins og með máltækið,"Sér grefur gröf þó garfi"""Keðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband