Enn ein sagan úr spillingunni

Einkennilegir viðskiptahættir 

Í morgun bárust með póstinum tvö nákvæmlega eins umslög frá lögfræðistofunni Logos. Var annað stílað á eldri son minn en hitt á mig. Efni bréfanna var samhljóða: heilmikil lesning, með öllu óskiljanleg venjulegu fólki en í ljós kom að nokkrir athafnamenn og braskarar vilja yfirtaka eign okkar í tryggingafyrirtækinu Exista. Okkur eru boðnir 2 aurar fyrir hverja krónu í þessu fyrirtæki sem aðstofni til eru tvö af þrem stærstu vátryggingafyrirtækjum landsmanna. Eignir okkar tljast ekki vera miklar en námu nokkuð á annað þúsund krónur að nafnvirði.

Braskaranir meta hluti okkar þannig að sonur minn á von á hvorki meira né minna en 3 krónum úr vasa braskfyrirtækis. Undirritaður á von á 22 krónum! Samtals eigum við feðgar því von á 25 krónum úr sjóði þessara örlátu manna! Þetta dugar ekki einu sinni fyrir frímerki, hvað þá burðargjöld fyrir bæði bréfin aðekki sé minnst á rándýravinnu lögfræðistofu sem selur útselda vinnu sína með virðisaukaskatti! Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að hafa svona smávægileg viðskipti um nokkrar krónur gegnum lögfræðistofu!

Nú finnst mér ekki vera rétt að gera þessum bröskurum til geðs að taka svona smánarboði. Upphaflega fengum við feðgar þessi hlutabréf í Exista gegnum Kaupþing en þar áttum við töluvert sparifé í formi hlutabréfa sem nú er allt glatað.

Svona hafa braskarar leikið þjóðina: ekkert er þeim heilagt, hvorki eignarréttur annarra sem þó á að vera varinn af stjórnarskrá en helst eðlilega ekki þar sem braskarar hafa beitt bolabrögðum með fremur ógeðfelddum meðulum í skjóli yfirburðastöðu sem meirihluti í hlutafélagi.

Ef einhver hefði áhuga fyrir að skoða eða sjá þessi bréf, þá skal það vera öllum frjálst að fá aðgang að þeim enda er um almenningshlutafélag að ræða.

Tryggingafélagið Exista er þannig tilkomið að þegar Framsóknarmenn fóru að braska með Smavinnutryggingar þá fengu þeir afhent á silfurfati gegnum vini sína í Stjórnarráðinu Brunabótafélag Íslands sem rann með manni og mús inn í þessa svikamyllu. Brunabótafélag Íslands var stofnað 1905 og var því þar með eitt elsta og traustasta fyrirtæki landsins sem hafði verið rekið með miklum myndarskap í nær heila öld. Alltaf hafði það skilað ríkinu, eiganda sínum arði af rekstri og auk þess byggt upp brunavarnir í landinu.

Þessi umdeilda afhending Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til vildarvina meðal Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna verður því að teljast mjög einkennileg.

Hvernig sagan kemur til með að skýra þessa einkennilegu viðskiptahætti verður framtíðin ein að leiða í ljós.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gat nú skeð að Mosi væri flæktur í útrásina. Alltaf sami ofstopamaðurinn.

Baldur Hermannsson, 15.4.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Við erum þó betur stödd í þessu húsi, Mosi góður. Eigum að fá heilar 88 krónur svo það vantar ekki nema túkall upp á frímerkið.

Sigurður Hreiðar, 15.4.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert nú ekki alveg Grandalaus, Mosi minn.

Orðinn þar mosavaxinn.

Þorsteinn Briem, 15.4.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég fékk líka svona sendingu og á eftir að pæla í gegnum bæklinginn. Tilboðið til mín er upp á 4 kr. og ég er svakalega hugsi ...

Berglind Steinsdóttir, 15.4.2009 kl. 20:57

6 Smámynd: AK-72

Ég lenti í því að hafa verið rændur hlutabréfum mínum í Símanum, á síðasta ári af þessum hýenum sem hlaupa um hæðir Exista í sínum jakkafötum. Ég neitaði því tilboði en þá tóku þeir sig til og nýttu lagaglufu sem gekk út á það, að þeir gátu ákveðið verðið og brotið á mér eignarétt stjórnarskrárinnar, og hirt af mér bréfin.

Eftir sat ég eftir án ágætis hlutabréfa í Símanum en með handónýt bréf í Exista sem hrundu dags daglega. Eins og kom svo í ljós, þá voru þeir í stöðutökuleik gegn krónunni og margt fleira ólöglegt, sumt sem má jafnvel kalla hrein og tær landráð. Ég hef veirð að velta fyrir mér hvað maður getur gert til að svara svona svínarí, hvaða aðgerða maður getur gripið til. Á maður að storma inn á Exista og ná í hluti up í það sem stjórnendur þessa fyrirtækis hafa rænt af manni, á maður að fara að reyna að koma af stað aðgerðum gegn Bakkavör eða hvað?

Hði minnsta er allavega að gera þetta eins dýrt fyrir Bakkavararbræður, Erlend Hjaltason og alla þær hrollvekjandi verur sem bíða í myrkviðum Exista. Ekki láta þá fá bréfin nema þeir þurfi að hafa ærin tilkostnað til. Helst senda þeim kröfu á móti fyrir skaðann sem þeir hafa valdið þjóðfélaginu.

AK-72, 15.4.2009 kl. 23:35

7 Smámynd: AK-72

Svo er spurningin einnig með einhverskonar beinar og óþægilegar aðgerðir gegn fyrirtækjum Exista og Bakkavarar-manna.

AK-72, 15.4.2009 kl. 23:39

8 identicon

Spurning hvernig fólk á að svara svona tilboðum án þess að tapa meiru en andvirði bréfanna. Flestir yrðu strax komnir í mínus, sama hvaða samskiptamáti er notaður !!

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:46

9 identicon

Einn athyglisverður flötur á þessu máli öllu eru viðskipti S-hópsins við þá Exista bófa. Þeir fjárfestu allan eignarhlut Samvinnutrygginga í VÍS í bréfum í Exista og gerðu það fé þar með einskis virði. Hinsvegar fengu Finnur og vinir hans ansi mörg bréf í Exista út á kauprétt, sem þeir "áttu" í VÍS sem stjórnarmenn. Skrítið, að þeir seldu þau öll í nóvember 2007 á eitthvað rúmlega 40 kr. pr. hlut. Ekki þótti þeim hinsvegar ráðlegt að selja bréf GIFT á þeim tíma?

Machine-gun Mickey (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 07:34

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til að skilja þessa vitleysu þá gefur ákvæði í íslensku hlutafélagalögunum bófum og fjárglæframönnum auðveldan möguleika á að sölsa undir sig hluti annarra hluthafa.

Aðferðin er mjög einföld og uppskriftin er þessi: Stofnað er gervihlutafélag t.d. á tunglinu eða öðrum skattakjólum þar sem skattyfirvöld komast ekki, með hlutafé upp á einhverja þúsundir milljarða án þess að eyrisvirði sé lagt í fyrirtækið. Þá er þetta gervifyrirtæki notað með dyggilegri aðstoð útrásarvíkinga og þeirra sem sölsuðu undir sig bankana, að kaupa meirihluta í alvöru fyrirtækjum. Þegar það er að baki er eftirleikurinn tiltölulega auðveldur: Þetta braksfyrirtæki borgar fyrir með einhverjum tölvupeningum sem í raun eru ekki til en aðeins einhver bókhaldsstærð í huldusjóði sem í raun á ekki bót fyrir rassinn á sér. Með formlegan meirihluta í fyrirtækinu er tekin sú ákvörðun um að hlutafé verði aukið um 50 miljarða þó svo engin verðmæti séu að baki því. Þessir ósýnilegu 50 milljarðar eru allt í einu orðin 99.99% af hlutafé fyrirtækisins.

Þeir sem áttu litla hluti í Exista greiddu fyrir þá með beinhörðum peningum. Braskaranir vinna eins og rotturnar í skolpræsunum og eta allt sem á tennur festir.

Mætti biðja lögreglustjórann í Reykjavík að senda 50 sérsveitarmenn sína að handtaka þessa braskara og koma lögum yfir þá?

Það er mjög ankannalegt að nokkrir velviljaðir en blankir unglingar sem vilja gjarnan bjarga sér í húsnæðisleysi þurfi að sæta slíkri meðhöndlun eins og sjá mátti í fjölmiðlum meðan athafnamestu glæpamenn þjóðfélagsins eru eins og heilögu beljurnar austur á Indlandi?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.4.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: AK-72

Setti inn færslu, um hvað mér datt í hug að grípa til aðgerða með, gagnvart þessum bröskurum.

AK-72, 19.4.2009 kl. 12:09

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessa færslu eins og svo margar aðrar ætla ég að geyma. Gott ef ég gef mér ekki tíma í að taka allt það saman sem ég hef safnað að mér og bý til leiðbeiningabækling um hvernig á að svíkja fé af fólki. Og mosi... sérsveitin var stofnuð til að höndla náttúruverndarterrorista og annað fólk sem fer illa á færibandi Sjálfstæðisflokksins. Kunna ekkert og hafa engin úrræði gagnvart jakkafatavopnuðum pöddum.

Annars man ég að fyrrverandi tengdaföður minn sem vann þá hjá trygggingarstofnun sagði mér að mánaðarlega væri konu send ávísun uppá 19 krónur í lífeyri. Þá kostaði hvert ávísunareyðublað 25 kr. Svo var einhverjum fyrrverandi bankastjóra send rúm milljón líka. Þetta land er bara snilld.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.4.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband