Til hvers er bankaleynd?

Upphaflega var bankaleynd til að fá frið fyrir skattyfirvöldum. Núna er svo komið að allar upplýsingar um innistæður og viðskipti fara sjálfvirkt til skattyfirvalda og auðvelda þannig öllu heiðarlegu fólki að telja fram á sem auðveldastan og hagkvæmastan hátt.

Að braskaralýðurinn vaði núna uppi og nái að beita Fjármálaeftirlitinu fyrir sig til að klekkja á blaðamönnum er með öllu óþolandi.

Óheiðarlegir viðskiptamenn og braskarar eiga að vera með öllu óalandi og óferjandi. Það er sjálfstætt rannsóknarefni blaðamanna að kanna hvernig þau tengsl eru. Hafa braskaranir einhver hreðjatök á Fjármálaeftirlitinu? Það skyldi ekki vera.

Bankaleyndin er smám saman að heyra sögunni til. Bankarnir eiga ekki að vera staðir þar sem skattsvik, peningaþvottur og önnur glæpastarfsemi á að geta sótt skjól í. Sá sem vill fela skal ekki stela!

Allt skynsamt og heiðarlegt fólk vill að þessi mál séu upplýst. Rannsóknablaðamenn eiga mikla þökk fyrir að hafa farið í þessi mál.

Mosi


mbl.is Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bankaleynd er til fyrir þá sem þurfa að fela eitthvað

Finnur Bárðarson, 3.4.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband