31.3.2009 | 11:06
Frestum framkvæmdum á Vestfjörðum
Vegaframkvæmd á Vestfjörðum krefst eins og á flestum stöðum mjög vandaðra vinnubragða. Þarna hefur ekki farið fram umhverfismat sem auðvitað ber að vinna áður en ákvörðun um framkvæmd er tekin.
Kannski mætti slá þessari framkvæmd á frest og hefja fremur upp framkvæmdir við fyrirhugaða Sundabraut. Þegar fyrstu hugmyndir um þá braut komu fram um 1980 eða jafnvel fyrr, var talað um að framkvæmdum yrði lokið í síðasta lagi 2006. Nú 3 árum síðar eru framkvæmdir ekki hafnar! En ítarlegt umhverfismat hefur farið fram og því ekkert til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir nú þegar, alla vega á þeim hluta sem enginn ágreiningur er um.
Sundabraut kemur fleirum að gagni en framkvæmdir á Vestfjörðum sem nýtast fremur fáum. Hluti af andvirði þeirra miklu fjármuna sem komu í ríkissjóð fyrir sölu Landssímans hérna um árið átti að vera varið í þessa framkvæmd.
Mosi
![]() |
Vegarlagning kann að hafa áhrif á erni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ennþá ágreiningur um alla Sundabraut. Það virtist vera að nást samkomulag um að leggja í allra dýrustu útfærsluna sem felst í jarðgöngum frá Gufunesi í Laugarnes. Það var fyrir hrun. Það er fráleitt að það liggi á lausu 20-30 milljarðar til að fara þá leið á næstu árum.
Ég skrifa heldur ekki undir það að forgangsraða framkvæmdum eftir því hvað þær koma mörgum "að gagni". "Gagn" íbúa suðvesturhornsins af gerð Sundabrautar er hverfandi lítið við hliðina á "gagni" íbúa á sunnanverðum vestfjörðum af því að fá boðlegan veg til Íslands (sú tenging sem nú liggur þarna á milli er ekki með góðri samvisku hægt að kalla veg). Allir Íslendingar eiga heimtingu á öruggum og tryggum samgöngum og við þurfum bara að horfast í augu við það að þetta er kostnaðurinn við að vera fámenn þjóð í stóru landi.
Bjarki (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:25
Enginn ágreiningur er um Sundabraut nema þann hluta sem er frá gömlu öskuhaugunum í Gufunesi og um Elliðaárvog.
Hefja mætti þegar vegalagningu milli gömlu hauganna og í átt að Kollafirði. Þvera þarf mynni Leirvogs sem er töluverð framkvæmd.
Varðandi vegabætur á Vestfjörðum eru margir þröskuldar. Klettsháls hefur alltaf verið varhugaverður að ekki sé minnst á allar heiðarnar milli Flókalundar og langleiðina að Ísafirði sem eru fyrst og fremst þokkalega færar yfir sumartímann. Dynjandisheiði og Hrafsneyrarheiði hafa ætíð verið taldar með erfiðari fjallvegum á Vestfjörðum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2009 kl. 11:43
Mér skilst að síðari áfangi Sundabrautar frá Gufunesi upp á Kjalarnes sé skemur kominn í matsferlinu en sá fyrri. Það er þó vonandi að það klárist fljótlega þannig að hægt verði að byrja þeim megin. Það má vinna í samhengi við tvöföldun vesturlandsvegar á kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum.
En mig grunar að fyrsti áfangi Sundabrautar yfir/undir Kleppsvík verði áfram þrætuefni borgarinnar, vegagerðar, samgönguráðuneytis og íbúasamtaka. Ég spái því að það séu allavega 5 ár í endanlega ákvörðun um útfærslu og allavega 10 ár áður en hægt verður að keyra þá leið.
Bjarki (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:50
Sundabraut er mjög svo hagkvæm,ekkert mun vera i raun hagkvæmara,engin göng bara ódýrustu leiðin og það að byrja strax,þetta var fyrst á´dagskra´1978 að við fengum þetta á okkar borð i Iðnvogum,heldurðu Mosi að það væri bilting fyrir ykkur i Mosó að lostna við umferðina þarna/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 31.3.2009 kl. 23:54
Bjarki:
Umhverfismat vegna Leirvorgar er þegar tilbúið.
Halli:
Við Mosfellingar sumir hverjir höfðum á sínum tíma uppi efasemdir um ágæti tvöföldun Vesturlandsvegar og fannst mörgum hyggilegra að nýta þá fjármuni í Sundabraut. Meirihlutinn réð auðvitað!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.4.2009 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.