Útvarpsperlur: Innganga Íslands í Atlantshafsbandalagið

Í kvöld fimmtudag 26. mars kl. 22:15 verður endurfluttur þáttur um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Er um fyrri þátt að ræða. Heimildaþáttur þessi er frá árinu 1975. Þeir blaðamenn Páll Heiðar Jónsson og Baldur Guðlaugsson áttu veg og vanda af þessum þætti.

Fyrir 60 árum, nánar tiltekið þann 30. mars 1949 gerðist einstæður atburður sem lengi síðan hefur verið bitbein Íslendinga. Þar var tekin fyrir tillaga til þingsályktunar að veita ríkisstjórninni heimild að gerst aðili að NATO, Norður Atlantshafsbandalaginu.

Að öllum líkindum var undirbúningi þessa máls verulega áfátt, m.a. hefði verið farsælla að reyna til þrautar að ná þverpólitískri samstöðu um þessi mál. Tillöguna bar kannski fullbrátt að í ljósi þess að Kaldastríðið var þá þegar skollið á.

Fáar deilur hafa verið litaðar af jafnmikilli tilfinngu og þessi. Árin eftir stríð voru mjög viðkvæm og allt of mörg málefni í samfélaginu mjög eldfim.

Nú eru sífellt færri sem lifað hafa þessa atburði. Og þeir sem fóru á Austurvöll þennan dag verða færri með hverju árinu sem líður.

Annar viðburður og öllu friðsamari varð rúmum 20 árum síðar. Á Bastilludaginn, 14. júlí 1971 tók við Vinstri stjórn, fyrra ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar. Í Heilbrigðisráðuneytinu varð ráðherra Magnús Kjartansson. Hann beitti sér fyrir gríðarlegum breytingum sem fóru fremur hljótt. Hann afnam allar reglur, reglugerðir, samþykktir, tilskipanir og hverju nafni sem nefndust og tengdust hollustu og heilbrigðiseftirliti. Það var svo að í nánast hverju sveitarfélagi og hverju krummaskuði voru til misvísandi reglur um þessi mál frá ýmsum tímum. Sum sveitarfélögin voru jafnvel orðin mannlaus en samt voru reglurnar til sem enginn fór eftir. Magnús Kjartansson afnam semsagt allar þessar reglur og gaf út eina ítarlega reglugerð fyrir allt landið sem var grundvöllur að heilbrigðiseftirliti. Þessi reglugerð tók m.a. til matvælaeftirlits en víða um land var mikill misbrestur um gott heilbrigði. Víða var sóðaskapur mikill t.d. í sambandi við fiskvinnslu og voru gæði helstu útflutningsvöru Íslendinga, fisksins oft verðfelld. Oft bárust kvartanir frá fiskkaupendum, einkum í Bandaríkjunum. Það varð hlutskipti íslensks kommúnista, eins og Morgunblaðið nefndi Magnús gjarnan á þessum árum, að hlusta á kvartanir frá Bandaríkjamönnum.

Í 3ja binda sögu um Stjórnarráð Íslands 1964-2004 er vart minnst á þetta fremur en annað sem merkilegt telst nú. Hins vegar er um 80 síðum varið að rekja mjög ítarlega sögu hervenrdar á Íslandi. Ljóst er að bylting Magnúsar að koma á fót heilbrigðiseftirliti með einhverju viti hafði mun meiri áhrif á hag Íslendinga.

Íslendingar hafa upp til hópa litið á varnarmál eins og hverja aðra óværu. Af herliði Bandaríkjamanna vildu fæstir eiga nokkur samskipti við, nema til þess að græða. Svona var tíminn, því miður. Keflavíkurflugvöllur og tengsl við hann varð gróðrarstía spillingarinnar í landinu. Þar geysaði pólitísk spilling, efnahagsleg og ekki síst siðferðisleg spilling. Margir urðu skítugir upp fyrir haus í þessu sem olli tortryggni og jafnvel þaðan af verra.

Fróðlegt verður að hlusta á þennan þriðjungsaldar gamla þátt og heyra hvernig hann hefur staðist timans tönn. Sennilega yrðu efnistök eitthvað öðruvísi í dag, t.d. er hér um kjörið sjónvarpsefni að ræða fremur en með flutning í útvarp í huga.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband