Fleiri hliðar málsins

Sjálfsagt er að taka undir með þeim sem málið varðar en það eru fleiri hliðar á þessu máli:

Þegar hlutafé eru stofnuð, þá greiða þeir sem vilja taka þátt í rekstrinum fé sem þeir vænta þess að skili þeim einhverjum arði. Arðgreiðslur Granda hafa undanfarin ár verið 12% af hlutafé. Þannig fær sá sem á 100.000 króna hlutafé 12.000 krónur af hlutafjáreign sinni. Hann greiðir 10% fjármagnstekjuskatt þannig að hann fær 10.800 krónur í raunarð. En nú hefur gengið á hlutabréfum verið í 10 þannig að markaðsverð hlutarins er 1.000.000.

Nú hefir stjórn Granda ákveðið að arðgreiðslur séu einungis 8% og lækki sem sagt um 33% frá undanförnum árum.

Það þykir fremur léleg arðsemi af milljóninni þegar einungis rúmlega 1% vextir er um að ræða. Útgerð hefur ætíð verið með áhættusamari atvinnurekstri í landinu þó svo að áður hafi tíðkast ofsagróði af útgerðinni t.d. fyrir daga svonenfdra Vökulaga. Þá höfðu sjómenn nánast engin mannréttindi umborð og voru umsvifalaust reknir ef þeir ekki stóðu sína plikt.

Ef stjórnvöld átta sig ekki á þessum einföldu staðreyndum, þá má reikna með að hefðbundinn atvinnurekstur verði sunginn íbann og enginn vilji eiga lengur hlut í fyrirtækjarekstri sem þó telst vera undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.

Sem hugsanleg lending í þessu vandræða máli þá mætti hugsa sér að með því að frysta launahækkanir, þá mætti bjóða launafólki að eignast hlut í fyrirtækinu. Með því væri stuðlað að traustari rekstri og að sem mest rekstrarfé verði áfram í fyrirtækinu. 

Um þessi mál þyrfti að hefja umræður í samfélaginu.

Í Japan ríkir allt annað siðferðisviðhorf þeirra sem starfa hjá fyrirtæki til þess: Eg er Sony maður! Eg er Toyota maður. Þar þykir fólki upphefð í að vinna og starfa í eigin fyrirtæki,eiga örlítinn hlut í því og eru jafnframt traustir og góðir starfsmenn þess.

Því miður höfum við lítt kynnst þessari hlið þessara viðkvæmu mála.

Mosi


mbl.is Siðlausir eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Ég hefði haldið að til að reka fyrirtæki þurfi að standa við skuldbindingar þess varðandi reksturinn, áður en arðgreiðslur séu greiddar. Eru þær ekki reiknaðar út frá því hvað eftir stendur þegar búið er að reikna út kostnað? Eru ekki laun kostnaður? 

Hansína Hafsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 16:18

2 Smámynd: Einar Ben

Hversu mikið af eigin fé heldur þú að aðalhluthafar HB Granda hafi notað í kaupin á hlut sínum, td. Ólafur Ólafsson?

þessir gæjar eiga að skammast sín, og sjá til þess að fólkið sem skapar auðinn fái umbunað í samræmi við það, það væri mun sanngjarnara að greiða starfsfólkinu þóknun áður en arður er greiddur.

Respect til Jóhönnu að þora að segja sína meiningu, ég er ekki viss um að fyrrverandi forsætisráðherra hefði þorað að segja svona um vini sina, þá Kristján Loftsson og co...

kv.

Einar Ben, 17.3.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sjálfssagt eru þeir að minnka arðgreiðsluna en það á hreinlega ekki að greiða út nokkurn arð fyrr en búið að er greiða umsömd laun til verkafólksins.  Skuldir fyrst, svo arður.  Þannig gerir allt sómasamlegt fólk kaupin á Eyrinni.

Svanur Sigurbjörnsson, 17.3.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hansína: laun eru hluti rekstrarkostnaðar. Hins vegar reiknast arðgreisðlur út frá rekstri síðasta árs og því ekki rétt að blanda rekstri tveggja ára saman.

Einar: Nú verður þú að spyrja sjálfur þennan ÓÓ hvernig hann hefur fjármagnað kaup sín á hlutabréfum í Granda. Það veit eg þó að Kuapþing átti verulegan hlut að kaupa hlutafé í Granda og allt í einu var þessi maður kominn með 33% í því. Hlutur útgerðarfyrirtækisins Venusar sem þeir tengdamenn Árni Vilhjálmsson og Kristján Loftsson standa að, hefur staðið lengi. Um aðra hluthafa er mér ekki kunnugt en sjhálfur hefi eg átt smáhlut síðastliðin 4-5 ár.

Svanur: leyfi mér að vísa á sömu röksemd og við Hansínu.

8% arður telst mjög hófsamur og undarlegt að viðhafa þessi upphlaup.

Af hverju ekki að gagnrýna skattheimtu álvera? Sumarið 2007 var t.d. álbræðslunni í Straumsvík færðar 500 milljónir árlega á silfurfati. Lítið sem ekkert var rætt um þá gjöf Sjálfstæðisflokksins.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Maður réttlætir ekki ein rangindi með því að benda á að önnur séu til staðar.  Skattur á álver er annars konar mál og þarf sérstaka umræðu. 

8% arður getur kallast hófsamur en hann á ekki að greiða fyrr en búið er að leiðrétta laun verkafólksins.  Maður þarf að vita hver er manns siðferðislega forgangsröð þegar maður stendur í rekstri.  Arður er ekki sjálfsagður eins og laun.  Hann greiðist þegar vel gengur, ekki í kreppu þegar starfsfólk þarf að taka á sig skerðingar.   Skuldbindingar fyst - svo arður. 

Svanur Sigurbjörnsson, 17.3.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Þeir sem reka Granda voru búnir að ganga að þessum samningum og eiga að standa við þá ef nokkur kostur er. Get ég neitað að nota afgang af tekjum síðasta árs til að borga af skuldum heimilisins sem eiga að greiðast á þessu ári og bara samið um að sleppa við að borga það sem vantar upp á?   Ó nei ó nei! Í þessu felst vitleysan og siðleysið.

Kannski löglegt en sumum (ekki öllum greinilega) finnst þetta siðlaust!

Hansína Hafsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband