16.3.2009 | 16:34
Hrikalegt
Hvers vegna í ósköpum er gjaldskrá hjúkrunarheimilis tekjutengd? Er eitthvað réttlæti í því að mismuna fólki eftir efnahag hvort sem það eig e-ð sparifé, lífeyri eða hafi einhverjar tekjur?
Þessi fjárhæð 240 þús. er mjög vel smurð svo ekki sé meira sagt. Því miður er einkavæðing þjónustu sem hefur verið hluti af samfélagsþjónustu okkar eitthvað sem okkur venjulegum Íslendingum er ekki að skapi. Er hægt að hafa fólk að féþúfu af þeim sem reka þessa starfsemi?
Sjálfsagt er fyrir flesta Íslendinga að kvíða þeim tíma þegar við verðum eldri og lasburða, vera algjörlega háð öðrum þar sem allt er sett undir mælistiku fjármagnsins. Makinn þarf auðvitað að hafa tækifæri að geta framleitt sér og hafa áhyggjulaust líf.
Mosi
Eiginkonurnar settar út á götu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn megi þakka fyrir að vera sendur í frí. Brátt tekur við stjórn vinstri flokka allrahanda og þá getur fólk, sem lagt hefur fyrir til að eiga áhyggjulaust ævikvöld farið að biðja fyrir sér og sínum. Ekki var ástandið gott, er Sjallar og Samfó slitu sambúð, en það verður enn verra árið 2013, er VG og SF hrökklast frá, held ég því miður fyrir aldna sem unga.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 16.3.2009 kl. 17:09
Það er ekki réttlæti í að mismuna nokkrum manni. Svo virðist að hægt sé að hafa menn eins og Stefán að féþúfu ef þeir hafa nóg á milli handana. Þessu þarf að breyta.
Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 20:45
Tek undir með Kristjáni að fáum stjórnmálaflokkum er jafn hollt að komast í langt frí frá Stjórnarráðinu og Sjálfstæðisflokknum. Varðandi þessa hrakspá þína Kristján, þá má geta þess að svonefnd Þjóðarsátt var gerð ári áður en Sjálfstæðisflokkurinn komst með tærnar inn í Stjórnarráðið. Þeirri vinstri stjórn sem þá var við völd, hafði tekist það óvenjulega: að koma á góðum sáttum milli verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda á traustum og varanlegum grunni. Það var svo barnaskapurinn í Jóni Baldvin að slíta þeirri stjórn og fá Davíð lyklana að Stjórnarráðinu. Tilgangurinn var að samþykkja aðild að EES. Því miður var ekki gengið nógu vel frá þeim málum sem komu okkur síðan í koll í fyrra að aldrei mun gleymast. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á eftir að sýna kosti sína betur og sanna. Á hálfum öðrum mánuði hefur meira verið gert í endurreisninni en hálft áriuð áundan. Sjálfstæðisflokkurinn var gjörsamlega meðvitundarlaus á fullri ferð í brimrótið. Þar var ekkert aðhafst en látið reika á reiðanum. Sjálfstæðisflokkurinn getur að því virst vera, aðeins stýrt landinu þegar vel árar.
Samála þér Hilmar að þessu fyrirkomulagi um hversu langt megi ganga að innheimta úr hendi aldraðra og lasburða verður að breyta. Þar verður að setja einhver skynsamleg og sanngjörn mörk.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 09:36
Guðjón, þetta er rétt hjá þér með þjóðarsáttina, hún var gerð í tíð vinstri stjórnar og blessuð sé minning þeirra manna, sem komu þar að og fallnir eru frá. Komi álíka heiðursmenn aftur til áhrifa , þá skiptir mig engu, hvaða flokksskírteini þeir bera. Aðalatriðið er að bjarga þjóðinni frá frekari áföllum og laga það, sem úr skorðum er gengið, þá mega allir vel við una.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 20.3.2009 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.