Sjálfstæðisflokkurinn í sjálfheldu

Lengi vel var endurskoðun stjórnarskrárinnar fyrst og fremst sérverkefni þeirra forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem fallið höfðu í áliti formannsins. Þannig var ýmsum fyrrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins falið að endurskoða stjórnarskrána og var þeim yfirleitt veitt frjálsar hendur til þess. Sjaldan komu einhverjar góðar ábendingar eða tillögur um breytingar, það var yfirleitt um einhverjar lítilsháttar orðalagsbreytingar að ræða sem oftast viku að valdinu. Hins vegar var kostnaður töluverður.

Nú eru aðrir tímar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur ríkjandi í Stjórnarráðinu og kominn í stjórnarandstöðu. Það er ný heimssýn sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga greinilega erfitt með að sætta sig við. Fyrrum menntamálaráðherra og núverandi varaformaður flokksins stendur fyrir einkennilegu málþófi. Ríkisstjórninni er núið um nasir að leggja fram og ræða mál sem Sjálfstæðisflokkurinn telur að skipti engu máli í samtíðinni.

Það er nú svo að brýn nauðsyn ber að endurskoða stjórnarskrána sem fyrst og það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi er lykillinn að því starfi: að unnt sé að koma að nýjum viðhorfum og þekkingu til að endurskoða stjórnarskrána. Endurskoðun stjórnarskrárinnar á ekki að vera einkamál Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin vill nýja og breytta stjórnarskrá þar sem byggt er fyrst og fremst á mannréttindum og lýðræði. Gamla stjórnarskráin er barn einveldis 19. aldarinnar þegar konungarnir töldu sig þiggja umboð sitt frá guði almáttugum að stjórna landi og lýð. Þessi núverandi stjórnarskrá byggist á valdinu, skiptingu þess, hver fer með valdið, hvers er hvurs & þannig. Mannréttindakaflinn er eins og hver önnur afgangsstærð gamla fyrirkomulagsins, síðasti kaflinn. Þessu þarf auðvitað að snúa við.

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og gömul útigangsrolla sem komin er í sjálfheldu langt frammi á bjargbrún. Hvort rolla þessi þráast við að reyna að rembast að komast eitthvert áfram, þá blasir annað hvort við að snúa frá villu síns vegar eða hrapa niður hengiflugið. Ekki er nein leið fær gegnum bjargið, til þess hefur rollan engin tæki eða þekkingu að bora sig gegnum fjallið. Rollan er í sjálfheldu. Kannski þarf að senda björgunaleiðangur til að koma henni úr sjálfheldu?

Betra hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig betur á stöðu mála. Þjóðin vill taka frumkvæðið frá forystu Sjálfstæðisflokksins við þá nauðsynlegu vinnu að endurskoða stjórnarskrána.

Mosi


mbl.is Gagnrýna frumvarp en vilja sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður og þarfur pistill hjá þér.

Ólafur Ingólfsson, 12.3.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband