Mörg ófyrirgefanleg mistök

Sú var tíðin að lenska var að rífa allt gamalt niður sem einverra hluta vegna stóðst ekki nútímakröfur. Skömmu eftir stríð var kynnt skipulag á miðborg Reykjavíkur þar sem átti að rífa bókstaflega allar húsbyggingar kringum Tjörnina og jafnvel víðar. Í staðinn átti að byggja einhverja óásjálega steinsteypukassa sem minntu mjög á blokkir eftir stríðsáranna í Austur Evrópu. Sem betur fer kom skortur á byggingaefnumóg erlendum gjaldeyri í veg fyrir þetta óðagot. Í þessari bjartsýnisstefnu átti að framlengja Suðurgötuna til norðurs alla leið norður að höfninni. Örlög Grjótaþorpsins þessa sérkennilega þorps inni í miðborginni, áttu þar með að vera talin í eitt skiptið fyrir öll! Grjótaþorpið á sér vart hliðstæður hérlendis, nema ef vera kynni gamlir þorpskjarnar úti á landi eins og Eyrarbakki.

Gömul vel byggð hús eiga að fá að vera í friði.

Víða um allan heim eru gömul borgarhverfi. Þau eru víðast hvar til mikillrar prýði og draga ferðafólk að. Hvarvetna er lögð áhersla á að varðveita ekki aðeins eitt og eitt gamalt hús, heldur heilu húsaraðir jafnvel heilu borgarhverfin. Meira að segja í Þýskalandi sem varð mjög illa úti í sprengjuregni stríðsáranna var lenska að endurgera gömul hús og jafnvel heilu borgarhlutana.

Einhverju sinni kom eg í Goethe húsið í Frankfurt. Það var í fyrstu ferð minni til Þýskalands. Þetta hús var gjöreyðilagt í sprengjuárás Englendinga og Bandaríkjamanna. Skömmu áður hafði Þjóðverjum tekist að koma öllum lausum munum skáldsins í öruggt skjól. Áhersla var lögð á að unnt væri að endurgera húsið í smæstu smáatriðum eftir að þessum hildarleik lyki en það undirbúið eftir megni. Tekin voru sýnishorn af veggfóðrinu til að unnt væri að útvega áþekkt efni síðar þá tími til endurgerðar hússins var upprunninn. Meira að segja marrið í stigunum milli hæða var á sínum stað. Þjóðverjar eru hreinir snillingar í endurgerð gamalla húsa og mættu Íslendingar taka sér margt til fyrirmyndar hjá þeim.

Fyrir um 40 árum gengu brennuvargar lausir í Reykjavík. Sérstaklega var þeim uppsigað við Bernhöftstorfuna. Var eldur lagður í þessi gömlu hús aftur og aftur en lengi stóð til að byggja risastórt hús milli Bankastrætis og Menntaskólans. Þá gerðist það einn vordag árið 1973 að árrisulir Reykvíkingar máttu sjá hóp áhugasams fólks mála brunarústirnar sem margir vildu rífa. Gríðarlegar deilur voru um þessi hús og áttu margir vart orð í eigu sinni yfir þeirri óráðsíu sumra að láta sér detta í hug að unnt væri að gera þessi hús upp. En þrautseigju þessa góða fólks er að þakka að við eigum elstu og eina glæsilegustu húsaröð á Íslandi enn í dag. Litlu munaði að niðurrifsöflin hefðu betur.

Gömul hús eiga að fá að standa þar sem þau eru. Eftir að þau hafa verið endurgerð þá á að veita þeim nýtt líf með því að koma að þeirri starfsemi sem hentar þeim. Stórhýsi má hins vegar byggja í nýjum hverfum þar sem engin hús eru fyrir. En látum miðbæinn í friði, spillum honum ekki meir en orðið er!

Mosi


mbl.is Miðborgin fær andlitslyftingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir þessa færslu Guðjón. Sammála þér að friði þurfi gömul hús og ég tel einkar ánægjulegt að hafist verði handa við uppbyggingu borgarinnar að nýju en borgarstjórnin hefur ekki sinnt hlutverki sínu um nokkurt skeið og fagna ég þessum úrbótum.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband