11.3.2009 | 18:05
Mörg ófyrirgefanleg mistök
Sú var tíðin að lenska var að rífa allt gamalt niður sem einverra hluta vegna stóðst ekki nútímakröfur. Skömmu eftir stríð var kynnt skipulag á miðborg Reykjavíkur þar sem átti að rífa bókstaflega allar húsbyggingar kringum Tjörnina og jafnvel víðar. Í staðinn átti að byggja einhverja óásjálega steinsteypukassa sem minntu mjög á blokkir eftir stríðsáranna í Austur Evrópu. Sem betur fer kom skortur á byggingaefnumóg erlendum gjaldeyri í veg fyrir þetta óðagot. Í þessari bjartsýnisstefnu átti að framlengja Suðurgötuna til norðurs alla leið norður að höfninni. Örlög Grjótaþorpsins þessa sérkennilega þorps inni í miðborginni, áttu þar með að vera talin í eitt skiptið fyrir öll! Grjótaþorpið á sér vart hliðstæður hérlendis, nema ef vera kynni gamlir þorpskjarnar úti á landi eins og Eyrarbakki.
Gömul vel byggð hús eiga að fá að vera í friði.
Víða um allan heim eru gömul borgarhverfi. Þau eru víðast hvar til mikillrar prýði og draga ferðafólk að. Hvarvetna er lögð áhersla á að varðveita ekki aðeins eitt og eitt gamalt hús, heldur heilu húsaraðir jafnvel heilu borgarhverfin. Meira að segja í Þýskalandi sem varð mjög illa úti í sprengjuregni stríðsáranna var lenska að endurgera gömul hús og jafnvel heilu borgarhlutana.
Einhverju sinni kom eg í Goethe húsið í Frankfurt. Það var í fyrstu ferð minni til Þýskalands. Þetta hús var gjöreyðilagt í sprengjuárás Englendinga og Bandaríkjamanna. Skömmu áður hafði Þjóðverjum tekist að koma öllum lausum munum skáldsins í öruggt skjól. Áhersla var lögð á að unnt væri að endurgera húsið í smæstu smáatriðum eftir að þessum hildarleik lyki en það undirbúið eftir megni. Tekin voru sýnishorn af veggfóðrinu til að unnt væri að útvega áþekkt efni síðar þá tími til endurgerðar hússins var upprunninn. Meira að segja marrið í stigunum milli hæða var á sínum stað. Þjóðverjar eru hreinir snillingar í endurgerð gamalla húsa og mættu Íslendingar taka sér margt til fyrirmyndar hjá þeim.
Fyrir um 40 árum gengu brennuvargar lausir í Reykjavík. Sérstaklega var þeim uppsigað við Bernhöftstorfuna. Var eldur lagður í þessi gömlu hús aftur og aftur en lengi stóð til að byggja risastórt hús milli Bankastrætis og Menntaskólans. Þá gerðist það einn vordag árið 1973 að árrisulir Reykvíkingar máttu sjá hóp áhugasams fólks mála brunarústirnar sem margir vildu rífa. Gríðarlegar deilur voru um þessi hús og áttu margir vart orð í eigu sinni yfir þeirri óráðsíu sumra að láta sér detta í hug að unnt væri að gera þessi hús upp. En þrautseigju þessa góða fólks er að þakka að við eigum elstu og eina glæsilegustu húsaröð á Íslandi enn í dag. Litlu munaði að niðurrifsöflin hefðu betur.
Gömul hús eiga að fá að standa þar sem þau eru. Eftir að þau hafa verið endurgerð þá á að veita þeim nýtt líf með því að koma að þeirri starfsemi sem hentar þeim. Stórhýsi má hins vegar byggja í nýjum hverfum þar sem engin hús eru fyrir. En látum miðbæinn í friði, spillum honum ekki meir en orðið er!
Mosi
Miðborgin fær andlitslyftingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa færslu Guðjón. Sammála þér að friði þurfi gömul hús og ég tel einkar ánægjulegt að hafist verði handa við uppbyggingu borgarinnar að nýju en borgarstjórnin hefur ekki sinnt hlutverki sínu um nokkurt skeið og fagna ég þessum úrbótum.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.