Atvinnuleysi er dapurlegt fyrir ungt fólk

Fátt er jafn dapurlegt og atvinnuleysi fyrir ungt fólk. Sjálfur man eg ţá tíđ ţegar töluvert atvinnuleysi var hérlendis eftir ađ síldin hvarf og efnahagur íslensku ţjóđarinnar beiđ mikiđ afhrođ. Sumrin 1968, 1969 og 1970, ţ.e. síđustu ár Viđreisnarinnar voru skelfileg fyrir nema í menntaskóla sem átti ekki foreldra sem bjuggu upp á ríkidćmi. Fađir minn var atvinnubifreiđastjóri og skrapp vinna hans mjög mikiđ saman á ţessum árum. Móđir mín var heimavinnandi en var oft langdvölum á sjúkrahúsum vegna veikinda. Sumarvinnan var oft stopul og man eg sérstaklega eftir vorinu 1969. Ţá var langt verkfall ţá um voriđ og loksins ţá ţađ leystist, fóru hundruđir námsmanna niđur á Eyri ađ snapa vinnu. Ţar voru hafnarverkamenn fyrir og eltu ţeir verkstjórana hjá Eimskip fram og aftur um Sprengisand og ađra hafanrgarđa. Nánast öll kaupskip íslenska verslunarflotans voru bundin viđ bryggjur og var kapp mikiđ ađ losa ţau sem fyrst og lesta varning til útflutnings.

Ekki tókst mér ađ fá snöp fyrr en á ţriđja degi og ţá hjá Togaraafgreiđlunni sem sá um upp- og útskipun í Sambandsskipin. Ţann dag var eg nćstum búinn ađ drepa mig viđ vinnuna en veriđ var ađ hífa upp mikla stálbita sem voru neđst í lestinni og áttu ađ fara austur í Búrfellsvirkjun sem ţá var í byggingu. Ţá voru mastursbómur tvćr notađar og var stundum sem önnur vindan stóđ á sér. Kom auđveldlega „slynkur“ og máttum viđ skólapiltar fótum okkar ađ launa ađ komast undan hćttunni ţá vindurnar tóku í. Mér skyldist ađ annar vindukarlinn hefđi veriđ orđinn nokkuđ ölvađur ţegar ţarna var komiđ viđ sögu uppskipunarinnar og lúgukarlinn sjálfsagt líka.

Á ţessum árum var nefskattur sem tengdist tryggingakerfinu. Ţar var einkum framlag til Sjúkrasamlags sem allir sem laun ţágu urđu ađ greiđa, án tillits til hversu mikiđ ţeir ţénuđu. Ţetta sumar hafđi eg vinnu í hálfan ţriđja mánuđ og fannst mér ansi skítt ađ ţurfa ađ sjá meira en ţriđjunginn af sumarhýrunni fara í ţessa hít. Ţegar vinstri stjórnin sem mynduđ var á Bastilludaginn 14. júlí 1971, var eitt fyrsta verk hennar ađ leggja ţennan nefskatt niđur. Alltaf er mér minnisstćtt hve ríkisstjórnin var skömmuđ af íhaldinu og ţeim ríkisstjórnarmönnum núiđ ákaft um nasir ađ kunna ekkert međ fjármál ađ fara. Nú hefur annađ komiđ í ljós.

Atvinnuleysiđ snertir alla. Í dag eru tćkifćrin margfalt meiri en áđur fyrr. En í sumum löndum eins og Spáni hlýtur ţetta ađ vera sérstaklega dapurlegt. Ţví miđur er ferđaţjónusta talin til láglaunastarfa ađ mestu en gríđarlegur innflutningur fólks frá Afríku í leit ađ betra lífi, hefur ábyggilega mikil áhrif. Ţeir sem sćtta sig viđ lćgra kaup eru líklegri til ađ fá vinnu ađ ekki sé talađ um svarta atvinnustarfsemi sem víđa ţrífst.

 


mbl.is Tćplega 3,5 milljón Spánverja án atvinnu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband