Skynsamleg ákvörðun

Össur sýnir mikla skynsemi með hófsamri yfirlýsingu sinni. Hann hyggst ekki blanda sér í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar og vill gjarnan að Ingibjörg Sólrún verði áfram formaður á meðan aðstæður leyfa.

Þegar Össur var ungur róttækur maður, var allt annað uppi á tengingum. Hann var í fylkingarbrjósti meðal róttækra stúdenta sem fleytti honum í ritstjórn Þjóðviljans. Þar var margt í deiglunni en þetta gamla róttæka dagblað var að renna sitt skeið á enda. Enginn fjárhagslegur grundvöllur var undir því. Þjóðviljinn var ásamt Morgunblaðinu mjög mikilvægir fjölmiðlar sitt hvoru megin við miðjuna.

Þegar Össur var ritstjóri Þjóðviljans var annar framagjarn maður í borgarstjórn Reykjavíkur, Davíð Oddsson. Hann náði völdum sem borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitti til þess nokkuð óvenjulegum aðferðum. Hann beitti einfaldri áróðursaðferð sem svínvirkaði. Þegar fyrsti vinstri meirihlutinn var við völd í Reykjavík á árunum 1978-82, var ákveðið eftir olíukreppuna 1979 að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sig til og ynnu í samvinnu undir þáverandi borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar verkfræðings, að stækka þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta var mjög dýrt en Egill hafði reiknað út að framkvæmdin myndi borga sig tiltölulega fljótt. Tekin voru erlend lán til framkvæmda sem Davíð gagnrýndi mjög mikið en ekki lengi eftir að hann hafði náð völdum. Þegar íbúar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði höfðu tengst hitaveitukerfinu, varð nánast sprenging í tekjum Hitaveitunnar.Davíð heimtaði hverja hækkunina á fætur annarri og er það fremur sérkennilegt að iðnaðarráðherra sem þá var Hjörleifur Guttormsson, staðfesti gjaldskrárhækkaninar. Fátt hækkaði jafnmikið á þessum verðbólgutímum og gjaldskrá Hitaveitunnar og má því með góðum og gildum rökum fullyrða að Davíð hafi verið einn sá ötulasti að kynda undir verðbólgu þessara ára.

Digrir sjóðir Hitaveitunnar voru Davíð drjúgir þegar hann ákvað byggingaframkvæmdir sem bera stórhuyg hans skýr merki: Ráðhús Reykjavíkur í Tjörninni, Perlan sem gárungarnir nefndu „Kúlusukk“ enda fór byggingakostnaður töluvert fram úr áætlunum. Þá var Viðeyjarstofa endurgerð og varð siðar mikilvægur  staður fyrir frekari völd Davíðs.

Segja má að Davíð hafi ofmetnast smám saman, völdin stigu honum e.t.v. til höfuðs. Þegar líða tekur yfir aldamótin virðist e-ð hafa gerst sem hafi áhrif á dómgreind Davíðs. hann ræðst í hverja umdeildu ákvörðunina á fætur annarri og er ákvörðun um byggingu KJárahnjúkavirkjunar og stuðningur við umdeilt Írakstríð sem stendur einna hæst. Svona ákvarðanir eru ekki teknar af skynsemi heldur fyrst og fremst mjög kaldri framkomu gagnvart þjóðinni. Þessu tengist einnig umdeild sala ríkisbankanna sem segja má að hafi gjörsamlega mislukkast.

Síðustu árin hefur Davíð verið seðlabankastjóri. Þar virðist hann hafa kunnað nokkuð þokkalega við sig en ljóst var, að enginn getur barist nánast einn og yfirgefinn gegn straumi tímans. Vopnin höfðu smám saman hrokkið úr höndum fjölmargra vina hans og er hlálegt þegar einn af nánustu vinum hans vitnaði í virtan hagfræðing máli sínu til stuðnings en gætti ekki að því í málflutningi sínum, að hagfræðingurinn hafði þveröfuga fullyrðingu fram að færa! Það var virkilega vandræðalegt hjá manni sem er einn af auðmönnum landsins.

Betra hefði verið að Davíð hefði sýnt sáttarhug að standa strax úr sæti seðlabankastjóra eftir stjórnarskiptin 1. febrúar s.l. Hann hefur fremur lélega menntun til að geta staðið sig vel í þessu erfiða hlutverki á mjög erfiðum og varhugaverðum tímum. Hann reisti sér hurðarás um öxl og andstæðingar hans hafa ætíð verið tortryggnir í hans garð.

Davíð er eins og hver annar breysklegur maður með sínar skoðanir til manna og málefna. Hann er ekki allra og ætíð mjög umdeildur. Því hefði verið hyggilegra bæði fyrir þjóðina og ekki síður hann persónulega að draga úr víðsjám og ganga út úr þessu dökka húsi strax og ljós var að honum hafði mistekist ætlunarverk sitt.

Sennilega er yfirlýsing Össurar í samræmi við reynslu okkar af Davíð. Aldrei hefur reynst hyggilegt að storka samfélaginu og þar með örlögum sínum. Hver á sinn vitjunartíma og alltaf er hyggilegt að ígrunda hvenær rétti tíminn sé að standa upp og gefa stjórnina eftir til annarra sem líklegri eru til að ná betri árangri.

Mosi - alias


mbl.is Leiðtogaefni á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband