Þurfum við fleiri hagfræðinga?

Þegar eg nam þýsku í menntaskóla fyrir 40 árum þá var meðal ágætis lesefnis smáfrásagnir, sumt með nokkuð köldum húmor.

Ein sagan gekk út á það að gamall maður fór milli margra lækna til að leita bóta á vanheilsu sinni. Ekki tókst neinum lækni að finna það sem amaði að þeim gamla en svo fór að lokum að elli kerling tók hann og hann dó.

Heimilislæknirinn ritaði í reitinn þar sem fyrirsögnin var Dánarorsök: Of margir læknar.

Ekki fór neinum sögum um hvort læknirinn hafi fengið tiltal vegna þessa.

Það grafalvarlega ástand sem nú einkennir íslenskt samfélag er ekki vegna þess að of fáir hagfræðingar séu á þingi. Við getum alveg eins fengið nokkra veðurfræðinga kjörna sem þingmenn, þeir breyta engu hvort betri veðurhorfur verði hér á landi næstu árin.

Hagfræðingar eru sérfræðingar í „hinum döpru vísindum“. Þeir njóta sín best þegar þeir gegna stöðum sérfræðinga í samfélaginu þar sem þeir sinna vísindalegu köllun sinni á sem hlutlausastan hátt. Við þurfum ekki pólitíska hagfræðinga fremur en pólitíska veðurfræðinga.

Kannski að kollsteypan í efnahagslífi þjóðarinnar sé vegna þess að of margir hagfræðingar vildu stýra þjóðarskútunni og tókst ekki betur en raunin er.

Mosi


mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Ef valið stendur á milli hagfræðinga annars vegar og árulesara hins vegar þá vel ég nú frekar hagfræðinga.

Páll Jónsson, 19.2.2009 kl. 17:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað er árulesari? Hef aldrei heyrt þetta orð. Er það e-ð fúsk eða gervivísindi?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Páll Jónsson

Árulesari skoðar víst "árur" hjá fólki. Frjálslynda flokknum fannst sniðugt að skella einum slíkum á þing. Svo er hún teiknimiðill líka, jibbí!

Það eru svona hlutir sem fá mann til að velta fyrir sér kostum og göllum þess að henda sér fyrir vörubíl.

Páll Jónsson, 20.2.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband