Er traustið einskis virði?

Á myndinni með fréttinni má sjá Geir Haarde með hendur spenntar, rétt eins og hann sé að biðja til guðinna um betri tíð.

Geir og fleiri ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum hefðu orðið stærri í hugum allra sem gera sér grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem nú þarf að vinna sig úr í efnahagsmálum Íslendinga. Þeir hefðu átt að viðurkenna að þeir hefðu gert mistök. Enginn er verri þó hann viðurkenni mistök sín heldur verður maður að meiri.

Í kristinni trú þykir sjálfsagður hlutur að viðurkenna mistök, sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar. Sá sem ekki telur sig hafa þann eiginleika er með því að sýna öðrum hroka og í þessu tilfelli, falli bankanna eftir einkavæðingu þeirra auk fjölda annarra mistaka, einnig þeim sem hafa orðið fyrir tjóni mikla lítilsvirðingu. Sparifé okkar og lífeyrissjóðsinneign hefur skerst verulega vegna féfletta og braskara.

Við skulum einnig minnast þess, að nú er ekki lengur nauðsynlegt að lúta í duftið eins og tíðkaðist á dögum Spænska rannsóknarréttarins. Menn verða ekki brenndir á báli né teknir af lífi á annan hátt þó þeir viðurkenni mistök. Ekki þurfa menn að svifta sjálfir sig lífi eins og tíðkast jafnvel enn í Japan.  Það er því einskis að óttast en allt að vinna aftur traust með því að viðurkenna mistök sín.

Í viðtalinu við breska blaðamanninn kom í ljós, að Geir hafði aldrei samband við Gordon Brown eftir að sá síðarnefndi beitti Íslendinga hermdarverkalögunum. Þetta er hreint ótrúlegt og nánast ófyrirgefanlegt. Það er gömul og góð venja að sá sem veit upp á sig skömmina biðji um betra veður.

Enn eitt dæmið um hve traustið á Sjálfstæðisflokknum og fylgispekt við hann ætti undir venjulegum kringumstæðum bókstaflega að hrynja. 

Mosi


mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband