13.2.2009 | 14:07
Kúgari þjóðarinnar
Hallur Hallsson blaðamaður ritar greinarstúf í Morgunblaðið í gær, fimmtudag: Af ljótasta einelti Íslandssögunnar. Þar er auðvitað borið blak af Davíð Oddssyni eins og hann sé eins og hver annar saklaus engill sem vont fólk er að ofsækja bæði seint og snemma. Hins vegar erum við mótmælendur sem vilja spillinguna burt og viljum betra og réttlátara þjóðfélag nefndur skríll. Getur nokkur blaðamaður lotið lægra í duftið í dálæti sínu á mesta kúgara þjóðarinnar?
Sú mikla mótmælaalda undanfarnar vikur minna um margt á þegar alþýða Austur-Evrópu safnaðist saman þúsundum saman á götum og strætum og kröfðust mannréttinda. Þau kölluðu eins og við íslensku mótmælendurnir: Spillinguna burt. Þau vildu valdhafana burt. Og þau vildu bæta þjóðfélagið, kosningar og nýja stjórnarskrá.
Hvað Halli gegnur til að nefna okkur mótmælendur skríl er óskiljanlegt. Í orðabók þeirri sem lengi vel var kennd við Mennigarsjóð er orðið skríll skýrt: siðlaus múgur, ruslaralýður, aga- og menningarlaust fólk. Meðal þeirra sem mótmælt hafa eru virtir einstaklingar margir hverjir með afburðamenntun, meira að segja einn núverandi ráðherra! Það verður því að vísa skrílstimplinum hans Halls Hallssonar yfir til föðurhúsanna með þeirri von að hann skoði betur eftirleiðis þann texta sem hann ætlast til að aðrir lesi í fjölmiðlum landsins.
Um Davíð er það að segja, að hann er eins og hver önnur opinber persóna. Hann hefur gegnt starfi borgarstjóra í Reykjavík, forsætisráðherra og nú Seðlabankastjóra. Ákvarðanir hans hafa oft sætt mikilli gagnrýni og flestir líta á hann sem kaldrifjaðan stjórnmálamann sem gjarnan vill taka mikla áhættu rétt eins og sá sem hefur gaman af að leggja stórfé undir í spilum. Völd og valdagleði er eins og hver önnur fíkn. Davíð er enginn undantekning og hefur með kolröngum ákvörðunum sínum dregið allt þjóðfélagið niður í það lægsta svað þar sem sálarlaus auðhyggja grundvölluð á braski og frjálshyggju þar sem allt á að vera frjálst, rétt eins og í frumskóginum. Sá kaldrifjaðasti og áhættusæknasti á því að hafa fullkomið frelsi að féfletta ekki aðeins fátækar ekkjur, barnafólk og fátækt og umkomulítið fólk, heldur heila þjóð og koma fjármununum undan í skattaskjól á fjarlægum slóðum.
Ákvarðanir Davíðs hafa því orðið mjög afdrifaríkar fyrir okkur Íslendinga: bygging Kárahnúkavirkjunar olli ofhitnun á örlitla hagkerfinu íslenska, bankarnir einkavæddir, bindiskylda afnumin, stuðningsyfirlýsing við umdeilt stríð í Írak og nú síðast þegar hann stendur fyrir hæstu stýrivöxtum í allri Evrópu. Með þessum óhóflega háu stýrivöxtum jók Davíð enn meir vandann af Icesafe reikningunum og jöklabréfunum sem nægir voru þó fyrir. Þess má geta, að Alþjóða gjadeyrissjóðurinn hefur staðfest aðvaranir okkar sem vildu ekki ráðast í Kárahnjúkavirkjun. Sú framkvæmd var of stór fyrir litla hagkerfiskrílið íslenska.
Það er því mjög skiljanlegt að núverandi ríkisstjórn vilji koma Davíð frá völdum. Hann er með þessum háu stýrivöxtum að ganga mjög að fjárhag fyrirtækja og einstaklinga. Eigið fé fyrirtækja er víðast hvar horfið og þau eru orðin mjög háð nauðsynlegu rekstrarfé sem kostar þau allt of mikið.
Þegar svonefnd Ólafslög voru sett 1979 var það viðurkennd aðferðafræði að þegar verðbólga fór niður þá væri ástæða að hækka vexti. Hins vegar þegar dýrtíðin jókst, þá lækkuðu raunvextir. Nú er svo komið að hvort magnar hvort annað, dýrtíðin og háu vextirnir. Útkoman er gríðarlega hagstæð skilyrði fyrir braskara að auðga sig jafnvel enn meir en þá gátu látið sig dreyma um.
Það er því nauðsynlegt að aftengja tímasprengjuna Davíð í Seðlabankanum.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr Mosi, látum ekki knésetja frjálsan vilja. Berjumst áfram hvert og eitt eins og við getum.
Vegna fjölskylduaðstæðna hef ég því miður lítið getað mætt við Seðlabankann sem er synd og skömm. Allt of margir virðast orðnir saddir af mótmælum og ég velti því fyrir mér hvort að grasrót t.d. Samfylkingar og VG sé svo algerlega siðblind að hún hafi bara sest aftur í sófann þegar búið var að tryggja þeim áframhaldandi völd í nokkrar vikur.
Þeir Sjálfstæðisflokksmenn sem ég þekki og veit að vilja Davíð burt hið fyrsta, þeir virðast almennt ekki hafa í sér þann dug sem þarf til að mæta líka og láta í sér heyra. Þeir eru flestir hræddir við að "missa" eitthvað.
Baldvin Jónsson, 13.2.2009 kl. 14:13
Við sem höfum staðið vaktina í vikunni höfum ekki alltaf langt úthald í næðingnum utan við þetta stóra hús. Við viljum leggja áherslu á að vera þar á morgnana milli 8 og 10. Nauðsynlegt er að láta í okkur heyra sem oftast en við leggjum auðvitað áherslu á að mótmælin séu friðsöm en hávær!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2009 kl. 14:53
Góður pistill!
Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.