Tekið til eftir frjálshyggjupartíið!

Gott er að við Íslendingar höfum núna ríkisstjórn sem vill gjarnan láta hendur standa fram úr ermum og gera það sem fyrir löngu átti að vera búið.

Einhvern tíma var sagt að erfiðara væri að stjórna í góðæri en hallæri. Það má til sanns vegar færa svo langt sem það nær en þessir erfiðleikar eru fyrst og fremst vegna alvarlegra mistaka þegar vel áraði.

Aldrei átti að einkavæða ríkisbankana með þeirri aðferðafræði að afhenda þá mönnum sem greinilega gerðu engan mun á rekstri fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Þeir gerðu þau reginmistök að veita veltufé í gríðarlegar fjárfestingar sem gat ekki staðist til lengdar. 

Þá hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn bent á að þessi ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar hafi verið allt of stór framkvæmd fyrir litla hagkerfið Ísland. Við erum að súpa af afleiðingunum að þetta örsmáa hagkerfi snögghitnaði og gervigóðæri varð til án þess að nein verðmætaaukning stæði á bak við. Búið var að vara við þessu bæði af hagfræðingum, náttúrufræðingum og tugum þúsunda Íslendinga en ekkert tillit var tekið til slíks.

Þá er mjög umdeilanlegt að kynda undir vaxtaokrið með hækkun stýrivaxta þegar dýrtíðin vegna gegnisfalls íslensku krónunnar veður uppi. Þegar verðbætur voru teknar upp þá voru raunvextir lágir þegar dýrtíðin óx og öfugt þegar dró úr dýrtíðinni.

Allir Íslendingar vænta mikils af ríkisstjórninni sem setur mörg merkileg markmið í stefnuskrá sína. Nú verður tekið til eftir Frjálshyggjuna sem því miður reyndist okkur vera eins og hvert annað mýraljós út í botnlaust skuldafenið. Nú þarf að hafa upp á sem mestu af þeim verðmætum sem glötuðust til að draga sem mest úr kollsteypunni.

Mosi

 


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það var ekki " frjálshyggju pakk " sem vildi leyfa Jóni Ásgeiri verða að Berlusconi norðurins þ.e. eignast alla fjölmiðla í þágu sinna svika og pretta. Ég held að það hafi verið forseti vor sem gerði honum það kleyft og andstæðingar pakksins sem þú kallar var með því. Bónusgrísinn hann Óli er búinn að ferðast á einkaþotum allra þessarra víkinga þ.á.m. glæpamannsins úr Kaupþing og þessir menn eru líklega búnir að ræna landið nokkur hundurð miljörðum...... Þín börn þurfa að borga það. Getur bónusgrísinn ekki gert eitthvað róttækt núna eins og þegar hann felldi fjölmiðla frumvarpið... Getur hann ekki sett lög í hvelli þannig að hægt sé að taka vegabréf þessarra manna og kyrrsetja þá þannig að hægt sé að rannsaka allt sem þeir gerðu skref f. skref. Ég vil að þeir borgi þetta til baka en ekki börnin mín. Þetta er allt pakk ef þú vilt kalla fólk það ekki bara frjálhyggjan forsetinn eða bónusgrísinn er verstur hann er svo lævís að hann hegðar sér bara eftir hentisemi frjálshyggjupakkið stendur þó við sitt en er ekki svona grútfalskt eins og Óli Bónus grís sem ferðast með þeim öllum, lofar þá og kemur svo núna fram eins og heilagur andi sé yfir honum og svei mér þá ef hann svífur ekki á vötnum. Ætli það henti honum nokkuð núna að setja einhver neyðarlög , stundum virðist hann hafa völd og stundum ekki, það fer eftir því hvort hann er að eltast við Davíð eða einhverja aðra. Já þetta er ekkert betra pakk. Bónus feðgar borga f. samfylkinguna, Ólafur í samskip í framsóknarflokk etc. BURTU MEÐ BÓNUSGRÍSINN OG FARIÐ MEÐ BÚSÁHÖLDIN AÐ BESSASTÖÐUM

eva (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eva:

Mér finnst þú taka nokkuð djúpt í árina. Að uppnefna forseta lýðveldisins með einhverjum skrípaorðum er fyrir neðan allar hellur og engum til sóma. Ólafur Ragnar hefur opinberlega viðurkennt mistök sín og beðið þjóðina afsökunar. Hann kvaðst hafa sem fleiri hrifist af útrásinni en betur hefði mátt fara varlegar í henni og hafa vaðið fyrir neðan sig.

Væri því ekki hyggilegra að gæta betur hófs í orðum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband