28.1.2009 | 11:57
Eru Heimdellingar veruleikafirrtir?
Mér finnst að forysta Sjálfstæðisflokksins hafa hagað sér eins og þeir einir telji sig hafa vit á nánast öllu sem viðkemur í íslensku þjóðlífi. Af sömu ástæðum gætu guðirnir aldrei gert mistök.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið allt of upptekinn við að draga fram kosti einkavæðingar og takmörkun ríkisumsvifa á undanförnum árum. Nú hefur Frjálshyggjan dregið upp andstæðu sína: gríðarlegan samdrátt landstekna og þjóðnýtingu á flestum sviðum og þá einkum skuldum eftir fjármálasukkið.
Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur ásamt Framsóknarflokknum á:
1. Einkavæðingu bankanna. Eftir að svonefndir kjölfestufjárfestar komu til sögunnar, hafa bankarnir nánast verið étnir innan frá án þess að nokkur gæti við hönd reist. Bönkunum var breytt í ræningjabæli sjálftökumanna.
2. Ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjun var röng. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að varnaðarorð og efasemdir andstæðinga byggingu virkjunarinnar meðal hagfræðinga, náttúrufræðinga, stjórnmálamanna sem og þeirra þúsunda sem á móti voru af ýmsum ástæðum, áttu við rök að styðjast.
Afleiðingin var skelfileg: Gríðarlegur fjármagnsflutningur sópaðist til landsins og myndaði gervigóðæri án þess að raunveruleg verðmæti stæðu að baki. Mesti innflutningur Íslandssögunnar á lúxúsvörum og neyslu þeirra fjármögnuðum með neyslulánum olli mjög miklum óhagstæðum þjónustu- og vöruskiptujöfnuði. Útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónusta áttu á sama tími í geysimiklum erfiðleikum.
3. Þegar Davíð var ráðinn yfirbankastjóri Seðlabanka réð hann því að stýrivextir væru hækkaðir mjög mikið, m.a. sem átti að draga úr dýrtíð. Afleiðingin varð hins vegar sú að Icesafe-reikningarnir blésu út og urðu smám saman sú hengingaról sem hefur læst sig um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Hér þarf ekki að rekja þessa sögu nánar. Heimdellingar mættu e-ð læra af þeim framkvæmdu afglöpum og mistökum sem feður þeirra og mæður í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sjálfsagt líka, eru fyrst og fremst ábyrgir fyrir. Ættu þeir að kynna sér betur staðreyndir málsins og forsendur þess en ekki aðeins það sem gæti hafa gerst miðað við að draumar þeirra sem hafa fengið ofbirtu í augun af ofbirtu Frjálshyggjunnar, hefðu gengið eftir.
Frjálshyggjan hefur beðið skipbrot hér á landi sem annars staðar, hún hentar okkur greinilega ekki. Frjálshyggjan er eins og hvert annað mýraljós sem við eigum að forðast.
Mosi
SUS harmar tilgangslaus stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað segiru þá um þá peninga sem að streymdu inn í landið til þjóðarinnar sjálfrar? Ef þú heldur að kreppan sem að komin er hér á landi sé einungis þessum þremur þáttum að kenna þá er það gríðarleg einföldun.
Kárahnjúkaverkefnið var vissulega stór en, mestur hluti peninganna fóru beint út úr landi aftur. Góðrærið sem að er kallað svo er það tímabil þar sem að fólkið í landinu, fyrirtækin og jafnvel sveitarfélögin söfnuðu skuldum í stað þess að borga niður skuldir. Þáttur Kárahnjúkaverkefnisins var einungis hluti af þeirri heildarmynd.
Einkavæðing bankanna má kannski segja að hafi verið röng eða alla vega fóru mennirnir sem að lokum eignuðust bankanna illa með þá. Það sýnir sig að nú eru hlutafélögin sem að stofnuð voru utan um bankanna verðlaus og eigendur bankanna búnir að tapa öllu hlutafé. En það er ekki það sama og að einkavæðingin sem slík hafi fellt bankanna og skapað bankakreppuna. Meira að segja fylgdu stjórnvöld ekki eigin lögum þegar að koma að bönkunum. Í lögum um einkavæðingu bankanna segir að eignaraðildin skuli vera dreifð. Hún var það svo aldeilis ekki. Fáir eignuðust mjög stórann hlut í bönkunum. Þarna er vissulega stjórnvöldum um að kenna.
Davíð Oddsson og aðrir bankastjórar eru bundnir af lögum og ákvörðunum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. Seðlabankanum ber að halda niðri verðbólgu og til þess hefur hann eitt tæki, stýrivextina. En vegna þess hve hagkerfið hefur þanist út er það tæki orðið vita gagnslaust. Núna ræður Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn yfir Seðlabankanum. Þjóð sem að er farin á hausinn gæti alveg eins haft apa sem Seðlabankastjóra, því að hvorki seðlabankinn né stjórnvöld ráða nokkru um stýrivexti né nokkru öðru í seðlabankanum.
Þannig að taka þessi þrjú atriði saman og segja þau ástæðuna fyrir öllu er rosalega mikil einföldun. Þar fyrir utan er ég sammála SUS hvað þetta varðar. Þessi stjórnarslit eru algjörlega ástæðulaus og það á eftir að sýna sig fram á vorið að þessi ríkisstjórn, á þeim tíma sem henni er ætlað að starfa, mun ekki koma neinu sem máli skiptir í verk. Til þess þarf miklu lengri tíma og gerist ekki fyrr en eftir kosningar í fyrsta langi.
Jóhann Pétur Pétursson, 28.1.2009 kl. 12:30
Einföldun segir þú Jóhann Pétur, það held eg ekki enda eru þessir þrír þættir mjög nánir og samanfléttaðir. Ein mistök leiddu af sér önnur uns allt fór á hliðina.
Því miður er þetta það sem við blasir þjóðinni. Margir misstu sig í neyslubrjálæði og í hruninu misstu margir sparifé sitt, einstaklingar og lífeyrissjóðir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.1.2009 kl. 13:03
Góður pistill...
Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:44
Það að segja að þetta sé það eina sem að varð til þess að staðan er sú sem að hún er, finnst mér vera mikil einföldun. Atburðarásin sem að leiddi til þessarar niðurstöðu er miklu flóknari en svo að hægt sé að draga þá í þessa þrjá þætti. Sumir þeirra eins og ég nefndi með Seðlabankann eiga sér ofureinfaldar skýringar.
Þjóðin er ekki saklaus af þessu hruni. Þó svo að skuldir heimilanna séu litlar samanbori við bankanna þá tók hún þátt í skuldabrjálæðinu af lífi og sál. Rosalega margir fóru að "gambla" með sparifé sitt eða tóku lán fyrir öllum sköpuðum hlutum. Þess vegna segi ég að það að draga þetta í þessa 3 þætti og segja þá ástæðuna fyrir öllu og öllu er mjög mikil einföldun.
Jóhann Pétur Pétursson, 28.1.2009 kl. 16:12
Aldís:
Þakka komlímentin.
Jóhann Pétur: Vona þú sért ekki búinn að gleyma hvernig starfsmönnum bankanna var att í markaðsvæðingu sem byggðust á aukinni veltu: Hringt var í þúsundir af fólki og það hvatt til að leggja sparnað sinn inn á peningamarkaðssjóði sem reyndust ekki vel. Hluti sparnaðar glataðist. Mikil herferð var í gangi varðandi framhaldsskólanemendur. Komið var með alls konar varning, penna,skrifblokkir, súkkulaði svo e-ð sé nefnt ef nemendur snéru sínum litlu viðskiptum til einhvers banka. Boðið var upp á „námsmannalínur“ og hvað þetta nefndist. Boðið var upp á 100% neyslulán með takmörkuðum tryggingum, helst að fá foreldra, afa og ömmur til að skrifa upp á tryggingar. Allt byggðist þetta á blekkingum meira og minna með það markmiði að auka veltuna í viðskiptabönkunum.
Á sama tíma voru bankastjórnendur viðskiptabankanna að leika hlutverk fjárfestingabanka sem er gjörólíkt hlutverk. Þessu hlutverki tengdist „útrásin“. Braskaranir höfðu bankana eins og hverja aðra féþúfu meðan e-ð var til. Hávaxtastefna Davíðs styrktieinbeittan vilja þessara manna að afla nýs fjár með aukinni útrás í nágrannalöndunum. Icesafe gildran var búin til með þeim afleiðingum að íslenska ríkið verður nú að axla mun meiri ábyrgð en ella væri.
Að skilja þessa þætti í sundur og vilja skoða hvern út af fyrir sig er takmörkuð hugmyndafræði. Þessir meginþættir spinnast meira og minna saman. Braskarinn aðlagar sig nýjum tímum og tækifærum. Sennilega hefur hávaxtastefna Davíðs bætt gráu ofan á svart, ástandið var greinilega ekki í góðu lagi fyrir 5-6 árum þegar þessi allt of mikli hagvöxtur verður til og þáverandi ríkisstjórn gumaði sig svo mjög af.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2009 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.