Hvað olli reiði dómsmálaráðherrans?

Hvað á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra með þessum orðum:

„Þingmennirnir Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason hafa beinlínis veist að lögreglunni vegna aðgerða hennar. Álfheiður varð sér hreinlega til skammar með framgöngu sinni í þinghúsinu þriðjudaginn 19. janúar til stuðnings þeim, sem réðust að húsinu, og óvild í garð lögreglu. Að þeim degi loknum lét Atli eins og þinghúsinu hefði verið breytt í lögreglustöð og fangelsi og gaf til kynna, að hann ætlaði lengra með það mál en í fjölmiðla.“ Tilvitnun úr bloggsíðu Björns Bjarnasonar 24.1. s.l. http://www.bjorn.is/

Hvaða ummæli ÁJ og AG er BB ekki sáttur við? Hvað sögðu þau í ummælum sínum sem olli því að sjálfur dómsmálaráðherrann sér ástæðu til að drepa niður penna og rita athugasemdir?

Sennilega hafa þingmönnunum orðið þungt í hamsi vegna þeirrar óvenjuhörðu umræðu sem nú er í þjóðmálunum. Mér sýnist á ýmsu að dómsmálaráðherrann sé að verða óþarflega viðkvæmur og hefur oft ekki þurft mikið út af bera að hann verði nokkuð harðorður.

Rétt er að benda á að stundum kann að orka tvímælis hvenær ráðamenn grípi til þeirrar aðferðar sem BB beitir sér nú fyrir. Meðan enginn rökstuðningur né beinar tilvitnanir í þau ummæli sem BB þykir ótilhlýðileg, þá er þetta væntanlega eins og hver annar sleggjudómur og klámhögg.

Ráðherra ber öðrum fremur að gæta hófs sérstaklega þegar þess ber að gæta að þeir eru ekki ráðherrar eins stjórnmálaflokks heldur allrar þjóðarinnar. Oft vill það gleymast.

Mosi


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hugmynd (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband