22.1.2009 | 20:56
Ólíkt hafast mótmælendur að - Lögreglumenn: þið eigið samúð skylda
Mig langar sem þátttakandi í mótmælum síðastliðinna 3 daga að lýsa yfir samúð minni gagnvart þeim lögreglumönnum sem hafa orðið fyrir aðkasti, móðgunum og jafnvel líkamlegum árásum. Slíkt á ekki að eiga sér stað og er forkastanlegt.
Lögreglumenn eru fólk eins og við sem eiga einnnig að njóta mannréttinda jafnvel þó þeir séu að gegna störfum sínum að gæta að allt fari vel.
Þessar ótilhlýðilegu bloggfærslur sem fela í sér móðganir, aðdróttanir og jafnvel þaðan af verra á lögreglan hiklaust að láta viðkomandi bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Í morgun hugðist eg fara á þingpalla með yngri syni mínum sem aldrei á þingpalla hefur komið. Aðgangur var ekki opinn að þessu sinni og er sú ákvörðun skiljanleg í því ljósi sem núverandi ástand er. Drengurinn var að missa vinnu sína en einhvern tíma fljótlega kemur vonandi að því að hann fái tækifæri að skoða þingið innanfrá. Í staðinn gerðumst við feðgar báðir liðtækir við gongóið. Hann hefur verið starfandi í nokkrum lúðrasveitum um allmörg ár og hefur öðlast töluverða reynslu einkum við ásláttarhljóðfæri. Tónlistin bergmálaði um allan miðbæinn og var mjög taktföst klukkustundum saman. Sumir vilja meina að þessi langa tónlist sem ómað hefur, megi nefna Örlagasymfóníu íslensku ríkisstjórnarinnar.
Það vakti mikla ánægju okkar feðga þegar einhver úr hópi mótmælenda í dag kom með nokkra tugi túlipana og færði lögreglumönnunum að gjöf. Þeir eiga allt gott skilið enda er starf þeirra ábyggilega með þeim erfiðustu og hættulegustu sem unnin eru í samfélaginu. Þeir eru tilfinningaverur sem allir og eru í svipuðu basli og við öll hin. Þeir hafa eins og við lent í vaxandi dýrtíð, gríðarlegum hækkunum á skuldum, himinháa vexti og tap á eignum, allt eins og við. Það sem skilur að er að á meðan núverandi ástand ríkir er atvinna þeirra trygg en á móti eiga þeir alltaf von á að lenda í hinu versta, hugsandi á ögurstund um konu, börn og aðra aðstandendur sína. Hvernig getur sú persóna verið innrætt sem leggur haturshug á lögreglumann vegna starfa hans? Getur verið að sjálfselskan og skammsýnin sé svo mikil að lokist fyrir alla mannlega skynsemi?
Eins og lesa má, þá var undirritaður að fylgjast með Kastljósinu í kvöld. Samúð mín er sem sagt mikil með lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra.
Óskandi er að lögreglumanna bíði friðsamari nætur enda eiga þeir allt gott skilið. En við verðum að vona að ríkisstjórnin taki rétta ákvörðun bráðlega, efni til nýrra kosninga, ella má vart reikna með að við njótum friðsamlegra samskipta að öllu leyti. Það er vonandi óska allra að finnist góðlausn á öllum þessum hremmingum og þeir dregnir til ábyrgðar sem svo léttúðlega steyptu þjóðinni í þessar gríðarlegu skuldaævintýri braskmannanna.
Mosi - alias
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkilega góð færsla, gæti ekki verið meira sammála þér.
Níels P. Dungal (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:19
Bestu þakkir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.1.2009 kl. 21:20
Langar bara að bæta einu við annars mjög góða færslu, ekki er hægt að fullyrða að atvinna lögreglumanna sé trygg, eða að minnsta kosti ekki allra, lögregluembættunum er gert að spara eins og öðrum ríkisstofnunum og því hafa nýútskrifaðir lögregluþjónar ekki fengið vinnu og sitja nú auðum höndum. Lögreglan á höfuðborgasvæðinu auslýsti 22 stöður frá og með janúar 2009, yfir 40 lögreglumenn og konur sóttu um stöðuna en enn hefur ekki verið ráðið og óvíst er hvort og hve margir verða ráðnir vegna peningaleysis, umsækjendur fá engin svör. Lögreglumenn sem luku nýliðanámskeiði sérsveitar í haust og var "lofað" vinnu frá og með desember 2008 hafa enn ekki fengið nein svör um hvenær verður auglýst og hvort það verði gert.. að minnsta kosti 2 þeirra hafa nú misst vinnuna hjá þeim embættum sem þeir störfuðu hjá þar sem ráðning þeirra var bara tímabundin.
María (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:39
Ég hef aldrei skrifað athugasemd á blogg en ég bara verð að senda þér þakkarpóst fyrir þessa færslu.
Irena (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:15
Þakka réttmæta ábendingu þína María. Þeir sem hafa lokið nýliðanámskeiði hafa auðvitað ekki örugga vinnu að svo stöddu. En vonandi rætist úr enda eru í augsýn himinháir staflar af alls konar beiðnum og ábendingum um rannsóknir af ýmiskonar lögbrotum sem rekja má til bankahrunsins.
Við búum því miður í nánast agalausu samfélagi þar sem lögbrot og uppivörslusemi er jafnvel talin vera „dyggð“. Við þurfum að taka okkur hóp mótmælenda sem lagði líf sitt í hættu og gekk á milli lögreglumannanna og lögbrjótanna. Það var til mikillar fyrirmyndar og sýnir að sem betur fer er til fólk sem ber mikla réttlætiskennd.
Við þurfum að efla umræður um þessi mál með það að markmiði að sem flestir geri sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð ekki aðeins á gjörðum sínum heldur einnig því sem sett er fram hvort sem er í ræðu eða riti. Og hollt er að huga að því að auðveldara og fljótlegra er að rífa niður en byggja e-ð upp.
En við þurfum að finna góða og sem hagkvæmustu leið út úr þessum ógöngum sem land og þjóð hefur ratað í.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2009 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.