Straumhvörf

Fram að þessu hafa mótmæli síðustu mánuði verið yfirleitt friðsamleg. Nú er þolinmæði mótmælenda smámsaman að þrotum komin. Geir Haarde forsætisráðherra kvað ríkisstjórnina þurfa að hafa vinnufrið. Hvað skyldu þeir í ríkisstjórninni hafa verið að gera í heilan mánuð? Svo er að sjá á dagskrá þingsins séu einhver gömul dekurmál nokkurra Heimdellinga um breytingu á áfengislögunum eins og það sé mikilvægasta málefni sem þurfi að afgreiða á þessum degi.

Það sem máli skiptir er að ríkisstjórnin geri eitthvað. Nú hafa braskarar leikið lausum hala í samfélaginu og komið landinu fjárhagslega í kaldakol. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að endurheimta þau miklu verðmæti sem braskarnir hafa dregið út úr landinu og komið e.t.v. í skattaskjól? Kann að vera um landráð í skilningi hegningarlaganna frá 1940 að ræða? Hvernig hyggst ríkisstjórnin koma á móts við alla þá sem skulda umtalsverðar upphæðir og eru að sliga undan okurvöxtum Seðlabankans? Og hvernig ætlar ríkisstjórnin að axla þá miklu ábyrgð sem nú blasir við?

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert. ASkkúrat ekkert annað en að rifja upp hve vel gekk að gefa þjóðinni langt nef með gervigóðærinu. Við erum jafnnær eftir meira en ársfjórðung hvers vegna Bretar beittu okkur hermdarverkalögunum. Fjármálarspekingar frá þekktasta hagfræðiskóla heims undrast hvers vegna enginn tekur ábyrgð og enginn er látinn gjalda fyrir vanrækslu

ÞAÐ ER ÞESS VEGNA SEM FÓLKIÐ ER ÓÁNÆGT. ÞEGAR ÞAÐ MÓTMÆLTI Í DAG FENGU SUMIR Á SIG GUSU AF PIPAREITRI LÖGREGLUNNAR. AF MYNDUM ER GREINILEGT AÐ LÖGREGLUMENNIRNIR SEM BEITTU EITRINU BEITTU ÞVÍ AF HANDAHÓFI OG SPRAUTUÐU OFT BEINT Í ANDLIT FÓLKS. ÞETTA ER GLÆPUR!

Meðfylgjandi eru myndir sem eg tók í dag. Þar má sjá vígalega lögreglumenn gráa fyrir verjum og vopnum. Þar má einnig sjá unga konu sem nýbúin var að fá eiturgusu framan í sig. Mér varð hugsað til þess hvort við Íslendingar séum ekki komnir nokkuð nálægt lögregluríkinu. Piparúða á ekki að nota nema í nauðvörn og þarna voru ekki þannig kringumstæður að nokkuð réttlæti notkun hans. Einhvern veginn finnst mér að lögreglan skuldi þessari ungu konu afsökun sem og þá sem urðu fyrir barðinu á lögreglunni að ósekju. Sjálfur mátti eg forða mér við myndatökur að verða ekki sjálfur fyrir svona eiturgusu framan í mig.  

En við Austurvöll framan við þinghúsið og við vesturgaflinn voru nokkrir eldri lögreglumenn. Þeir voru ekki jafnvígalegir og hinir. Þeir voru allir jú í vinnunni en það þykist eg vita að margir þeirra einkum meðal þeirra eldri eru þeir eiginlega á bandi okkar. Lögreglumenn starfa undir erfiðum kringumstæðum og þeir eldri vilja forðast hvers konar illindi og hark.

Það er aðeins ein lausn á þessum vandræðum:

Ríkisstjórnin ber að segja af sér og vera fljót að því en gleyma ekki að rjúfa þing og boða til nýrra þingkosninga milli páska og hvítasunnu. Ríkisstjórnin er gjörsamlega rúin öllu trausti meðal þjóðarinnar fyrir aðgerðaleysi. Hún hefur horft aðgerðalítil á þegar bankarnir hrynja hver um annan þveran og allt fjármálakerfi landsins er rústir einar, dýrtíð veður uppi, stýrivextir hækkaðir upp úr öllu valdi og atvinnuleysi eykst. Eftir hverju er ríkissjtórnin að bíða?

Því miður er of seint að bíða eftir kraftaverki þegar þjóðfélagið brennur!

Mosi


mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband