Blóðflokkurinn - hvenær verður dánarvottorðið gefið út?

Í dag var eg á góðum mannfundi og þar hitti eg gamlan vinnufélaga en afi hans var Jónas frá Hriflu. Spurði eg hann hvernig honum litist á stöðu mála með gamla stjórnmálaflokk afa síns. Hann spurði mig hvort eg meinti Blóðflokkinn?

Lengi vel hefur Framsóknarflokkurinn haft B sem listabókstaf. Það færi vel á því að skíra þessar flokksleifar Blóðflokk enda er spurning hvort honum sé að blæða út.

Það er því nokkuð hlálegt þegar sumir flokksmenn með einn fyrrum flokksformann taka sér í munn orðasamband sem notað er þegar braskarar yfirtaka hlutafélög. Mat þeirr er að braskarar séu að taka þennan flokk yfir og þá er að öllum líkindum stutt eftir að gefa megi út dánarvottorðið.

Á þann reit þar sem getið er um orsök andláts má rita skýrum stöfum: Of margir læknar - eða öllu heldur of margir ráðríkir formenn.

Mosi

 


mbl.is Fjandsamleg yfirtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband