7.1.2009 | 10:22
Framsóknarflokkurinn: musteri spillingar og valdagleði
Framsóknarflokkurinn er elsti stjórnmálaflokkurinn sem nú á fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Upphaflega var þetta flokkur bænda og sveitafólks en á undanförnum árum og áratugum hafa braskarar verið að hasla sér völl í flokki þessum. Spilling og undirferli hefur verið megineinkenni hans, fyrirgreiðslupólitík viðgengist oft af versta tagi og er ekki gott að segja hvenær púki þessi hefur þrútnað meir: þegar Framsóknarflokkurinn er í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum eða stýrir sem aðalflokkur vinstri stjórn. Alla vega hafa ekki verið margir fleiri kostir í stöðunni.
Við sitjum uppi með rústaðan efnahag eftir glórulausar ákvarðanir sem Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð öðrum flokkum fremur:
1. Kvótakerfinu var komið á fyrir forgöngu Framsóknarflokksins. Það hefur lengi þótt bæði ranglátt og hafi fleiri annmarka en kosti. Það er talið vera ein meginástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir efnahag Íslendinga enda varð brask með kvóta til að hvetja braskara til stærri og umfangsmeiri athafna.
2. Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar var fyrst og fremst ákvörðun Framsóknarflokksins. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson gerði sér grein fyrir að gengi flokksins væri bundið því, að flokkurinn lofaði einhverjum atvinnubótum á Austurlandi. Og þessi umdeilda framkvæmd var einfaldlega of stór fyrir lítið hagkerfi sem okkar og til varð tímabundið gervigóðæri.
Við Íslendingar sitjum uppi með meiri vandræði af völdum þessa eina flokks öðrum fremur. Fagurgali mikill og djarflegur mjög fyrir kosningar hverjar minnir einna helst á harmónikku. Eftir kosningar dregst belgur harmoníkkuloforðanna saman og heyrist jafnvel ekki múkk meir úr belgnum fyrr en skömmu fyrir næstu kosningar. Þá er tími blekkinganna aftur runninn upp.
Hvort Framsóknarflokkurinn verður stærri eða minni en nú er, gildir einu. Braskið verður áfram meginmarkmið þeirra sem stýra flokknum og upphafleg markmið hans að styðja við atvinnuvegi landsmanna einkum til landsins eru þessum bröskurum fyrir löngu gleymd. Bændur og annað fólk á landsbyggðinni hafa allt of lengi verið haft að fíflum. Nú þurfa allir að snúa sér annað sem ekki hafa gert það nú þegar, - og helst fyrir löngu.
Óskandi er að Framsóknarflokkurinn heyri sögunni til. Saga hans verður héðan í frá best geymd á öskuhaugum sögunnar með öðru glysi og glingri sem kemur engum að gagni.
Mosi
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Guðjón... ég er búinn að heyra og sjá Framsóknarflokkinn í 40 ár og veit að hann breytist ekki....
Jón Ingi Cæsarsson, 7.1.2009 kl. 10:39
Þakka þér Jón. Hef sjálfur verið að fylgjast með þróun mála nær hálfa öld. Var nokkur sumur í sveit þar sem Framsókn var ær og kýr fólks. Það trúði ekki síður á Jónas frá Hriflu, Eystein og Tíma-Tóta en guðalmáttugan.
Nú ku vera sagt að ein af nýju framsóknarkellingunum komi með einhverja stólpípureynslu austan frá Pólandi. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig sú hrossalækning á þessum afdankaða flokki gengur.
Bestu kveðjur norður heiðar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2009 kl. 10:54
Það verður seint á Framsókn logið. En gleymum því ekki, að það var hermangið, sem fór með hana löngu áður en kvótaspillingin kom til. Frá árum síðari heimsstyrjaldar, að nú ekki sé talað um Kalda stríðið, hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið stjórnmálaflokkur, heldur einskonar bókhaldsfyrirbæri, enda rak flokkurinn skóla í þeirri grein.
Pjetur Hafstein Lárusson, 7.1.2009 kl. 11:34
Jú rétt er það. Þá byrjuðu freistingarnar fyrir alvöru. Annars hefur spillingin verið ansi lengi verið viðloðinn Framsóknarflokkinn rétt eins og lúsin sem íslenska þjóðin lifði sennilega í einum nánastu sambýli með.
Varðandi helmingaskiptastjórnun Framsóknar og Sjálfstæðisflokks má rekja til áranna fyrir stríð. Það mun hafa verið 1937 eða 1938 þegar Hriflon og Ól. Thors settust báðir í stjórn Landsbankans. Fram að þeim tíma rifust þeir eins og verstu götustrákar í fjölmiðlum og á þingi. Jónas hafði krafist gjaldþrotaskipta á Kveldúlfi og fór hamförum í því. Ólafur var ekki aðeins fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,heldur einnig fulltrúi útgerðarmanna og Kveldúlfsveldisins. Um þetta forvitnanlega þátt í stjórnmálasögu landsins má lesa um í bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um veldi Thorsarana og kom út fyrir nokkrum árum.
Oft hafa stjórnmálamenn fallið fyrir völdunum og freistingunum sem víða eru. En sumir hafa aldrei lært hófsemi og að kunna sig innan um allar kræsingarnar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.