Hvernig er talið?

Athygli vekur hve mikið ber á milli talna lögreglunnar og Harðar Torfasonar. Nú er líklegt að lögreglan miðar við lágmarksfjölda en sennilega eru tölur Harðar réttari.

Nú þarf að athuga nokkrar forsendur talningar:

1. Hversu stór er Austurvöllur og hversu mikill hluti hans nýtist fyrir fundarhöld? Sennilega nær Austurvöllur ekki hektara, sennilega er stærð hans u.þ.b. 2/3 úr hektara. Það þýðir nálægt 6.700 fermetrar.

2. Hversu margir geta hugsanlega verið á hverjum fermetra? Í töluverðum þrengslum hefur verið talið að 2-3 geti verið á fermetra hverjum. Það gæti því þessvegna verið hátt í 20.000 manns á Austurvelli í einu. En þar eru runnar og tré, moldarbeð, bekkir og auðvitað stöpullinn undir styttu Jóns Sigurðssonarsem verður að draga frá.

Það væri því fróðlegt að fá einhverjar betri hugmyndir um fjölda sem og mismunandi talningaraðferðir mannfjölda. Loftljósmyndir hafa verið nýttar til þess að telja hreindýr og ákvarða fjölda þeirra nokkuð nákvæmlega. Þar er auðvitað um dýr sem oft eru á hreyfingu. Fólk sem er tiltölulega kjurt á sama punkti ætti að vera unnt að telja betur með meiri nákvæmni.

Mosi

 

 

 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það er dálítil kúnst að telja á útifundum sem öðrum fundum. Eftir nokkur skipti þar sem mér fannst virkilega óréttlát opinber tala af fundum (sem er ekkert tengt þessum fundum) tók ég mig til og fór að telja. Taka myndir yfir hóp og ímynda mér hversu margir væru innan rammans en niðurstaða mín varð sú að ég ofmat sjálf fjölda fundarmanna oft á tíðum. Svo ég fór að æfa þetta og telja ákveðinn reit af fólki og margfalda með reitum með sama þéttleika fólks og fannst sjálfri ég væri að færast nær sannleikanum. Mín reynsla varð sú að lögreglan var yfirleitt nokkuð nærri lagi og síðan tek ég tölur þeirra gildar. Líklega hafa þeir einhverja aðferðafræði við að telja mannfjölda en svo er auðvitað með þá eins og aðra, þeir geta gert mistök.

Lára Stefánsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband