3.1.2009 | 12:58
Margt er líkt nú og í Warsjá
Óhugnanlegar stríðsfréttir síðustu missera frá botni Miðjarðarhafsins minnir mjög á aðferðir nasista þegar þeir smöluðu Gyðingum saman og komu þeim fyrst fyrir í svonefndum gettóum og síðan voru þeir fluttir áleiðis til nauðungarvinnu og útrýmingarbúðanna.
Auðvitað eru aðferðirnar bæði ómannúðlegar og virkilega óhugnanlegar. Sitt hvað skilur að: Gyðingar svöruðu ekki fyrir sig gegn ofbeldinu en Palestínumenn eru greinilega ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir.
Gaza er um margt líkt gettóunum í Warsjá. Þarna er fólki safnað saman sem Gyðingum eða Ísraelum eins og þeir vilja fremur nefna sig, hefur einhverra hluta vegna verið þokað til hliðar. Landið hefur verið tekið frá þessu fólki og takmörkuð mannréttindi þess voru að vissu marki virt meðan engin ólga né átök voru. Litið var á Palestínumenn sem ódýrt vinnuafl en þegar fasteignabraskarar og verktakar sáu sér hag í að taka landið frá Palestínumönnum þá var ekki von á góðu.
Auðvitað eru þessi deilumál hvorki einföld né ný. Mjög löng saga er að baki þessum átökum en eftir að Tyrkjaveldi leystist upp með fyrri heimsstyrjöldinni urðu gríðarlegir fólksflutningar til Palestínu eins og syðsti hluti Tyrkjaveldis nefndist þá. Þarna verður árekstur milli tveggja menningarheima sem ekki voru tilbúnir að gefa mikið eftir. Og þessi gríðarlegi fólksstraumur af gyðingaættum einkum frá Austur Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari verður til þess að árekstranir verða alvarlegri. Bretar stýrðu lengi vel Palestínu en þeir höfðu vit á því að láta sig hverfa enda var litlu unnt að stýra af einhverri sanngirni.
Ljóst er að Ísraelsmenn koma ekki til með að leysa þessi vandræði eingöngu á eigin forsendum. Með þessu hernaðarbrölti eru þeir fyrirfram að fyrirgera nokkurri samúð enda bitna hernaðaraðgerðir fyrst og fremst gegn óbreyttum borgurum. Þær verða engum að gagni nema þeim bröskurum sem hafa hag af að framleiða og selja Ísraelsmönnum og Hamasliðum vopn.
Það væri of mikil einföldun að leysa þessi mál einhliða og þá á kostnað annars deiluaðilann. Þá er hugsanlega markmiðið að beita sömu viðbjóðslegu aðferðunum og nasistarnir forðum. Af hverju eru Ísraelsmenn að beita þessum andstyggilegu aðferðum sem fyrst og fremst skaða þá mest? Þeir hafa notið gríðarlegs stuðnings frá Gyðingum víða um heim og enn eru þeir að njóta stríðsskaðabóta frá Þjóðverjum vegna meðferðar nasista á Gyðingum vegna 13 ára blóðugs valdatíma Adolfs nokkurs Hitlers. Þjóðverjar eru stoltir af því að hafa reynt að bæta fyrir að einhverju leyti fyrir þessi alvarlegu afglöp en eiga þau hugsanlega að vera notuð til þess að beita sömu ofbeldisaðferðum gegn öðrum? Þjóðverjar voru ekki ginkeyptir fyrir árásarstríð þeirra félaga Bush og Blair í Írak 2003 og eru stoltir yfir því.
Varðandi friðsamlega lausn á þessu sviði þyrfti alþjóðasamfélagið að koma til. Af hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar aldrei boðað til ráðstefnu um framtíðarsýn og hvaða leiðir bjóðast til að komast hjá þessum blóðugu og viðbjóðslegu uppgjörum hvort sem er í sumum ríkjum Afríku sem og fyrir botni Miðjarðarhafsins? Gaza svæðið er lítið stærra en lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og hví skyldi þar ekki mega blómgast fagurt mannlíf hvort sem þar fari núverandi stjórnvöld við völd eða einhver önnur?
Þess ber að minnast að nú eru einungis örfáar vikur til kosninga í Ísrael. Greinilegt er að þessi herför angar öll af viðbjóðslegu lýðskrumi.
Mosi
Landherinn bíður skipana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.