Glórulaust frumvarp

Frumvarp um hækkun áfengisgjalds er kannski ekki það sem vænlegt er til árangurs.

Þegar íhaldið tók við völdum í Bretlandi á sínum tíma eftir sem það taldi vera óstjórn eftir Verkamannaflokkinn, hafði þetta sama íhald þá skoðun að ekki væri rétt að stjórna með árangri nema að stórlækka verðið á blessuðu brennivíninu og bjórnun helst líka. Þetta var aðferð íhaldsins til að milda áhrif þess á stjórn samfélagsins!

Nú virðast stuttbuxnadrengir íslenska íhaldsins vera á þeim buxunum að vænsta leiðin út úr versta efnahagsvandræðum íslenska íhaldsins sé að hækka gjald á áfengi! Spurning er hverjum tilgangi sé verið að stefna á? Hefur einhver umtalsverður árangri verið náð varðandi baráttu samfelagsins gagnvart vaxandi eiturlyfaneyslu? Varla. Líklega sækja fleiri í fíkniefnin og landabruggið þegar ríkisvaldið bregst hlutverki sínu.

Sem fremur hófsömum neytenda rauðvíns og annarra góðra lystisemda heimsins finnst Mosi nokkuð skítt að vart er unnt að finna í brennivínsbúðum landsins rauðvínsflösku sem er verðlögð undir 1000 krónum. Kvurt hyggjast þessir íhaldsdrengir fara með kúna? Á að ganga gjörsamlega fram af fólkinu í landinu? Var ekki nóg að hleypa þessum frjálshyggjuandskotum lausum út hérna um árið að hafa fólk að fíflum að ekki væri bætt á að hækka rauðvínið upp úr öllu valdi nú á síðustu og verstu tímum enda eru síðustu tímarnir einna verstir í huga þeirra sem minnast vart annars eins?

Því miður er sú gamla góða rauðvínspressan hans Jónasar Kristjánssonar nánast steingeld og má taka undir með þjóðskáldinu að nú sé Snorrabúð stekkur.

Íslenska íhaldið er komið út á hálan ís. Vonandi brestur hann fljótlega og mætti Geiri, Davíð & Co sökkva sem skjótast niður á sextugt dýpi með sínum óskiljanlegu áformum án þess að björgunarsveitir landsins fái nokkur tilmæli um björgun né leit!

Það er spá Mosa að íslenska íhaldinu þeirra Geirs og Davíðs verði ekki kápan úr þessu klæði fremur en öðru og að þetta frumvarp verði undanfari þess að út verði gefið endanlegt dánarvottorð þeirrar ríkisstjórnar sem við Íslendingar situm því miður uppi með! 

Mosi

 

 


mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Nokkrar staðreyndir:

1. Það vantar aura í kassann til að greiða AGS.

2. Áfengisneysla mæld í hreinum vínanda hefur verið að aukast undanfarin ár.

3. Áfengisfíkn er heilbrigðisvandamál.

4. Það er skárra af tveim íllum kostum að skattleggja óþarfa heldur en nauðsynjar.

Að þessum forsendum gefnum, er ljóst að það er svigrúm til að hækka áfengisgjald (t.d. til að borga AGS) og tempra með því sölu áfengis. Það er jú ríkið sem þarf að sjá um að þurrka upp alkana og það er sannað mál að hækkun á áfengi er skilvirk aðferð til að fækka áfengisfíklum.

Áfengi er óþarfi. Þeim sem finnst áfengi nauðsyn eru fíklar, (mismiklir sennilega), og þurfa að taka sér tak til að skipta um skoðun. Og ef þeir þurfa að fara í meðferð, þurfa þeir að treysta á framlög ríkisins til að greiða fyrir þurrkunina.

Kveðja;

Huxi

Huxi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

EInn stðareynd

D listinn eru kommaflokkur 

Alexander Kristófer Gústafsson, 11.12.2008 kl. 19:31

3 identicon

Hvað er AGS ? En já skulum spá aðeins í þessu:

2 - Og hvað með það að neysla hafi aukist ? Fólksfjöldi hefur það einnig sem hefur í för með sér aukna neyslu.

3 - Eins og hver önnur fíkn .. og það kemur málinu við hvernig ?

4 - Þá á bara að hverfa frá báðum kostunum og finna aðra lausn, eins og kannski að spóla aftur í tímann og koma í veg fyrir þetta ástand sem er stjórninni og fjármálaeftirlitinu að þakka.

 En það er bara fáránlegt að nota þessa gömlu úreltu tuggu að með því að hækka áfengisgjöld muni fækka áfengisfíklum og það skilvirknislega. Ég skal segja þér hvað gerist, áfengisfíklar finna alltaf leið til að svala sína þörf og með hækkun þá bara fjölgar glæpum og þ.a.l. föngum og það bitnar á skattgreiðendur. En það sem svona hækkun hefur í för með sér er að hinn almenni borgari sem er ekki fíkill en hefur gaman af því að fá sér í glas um helgar eða hvernig sem hans hættir kveða um, hann þarf að leggja út meiri pening við hverja heimsókn í ríkið og þá minnka ráðstöfunartekjurnar til annarra nota. Og í landi þar sem fólk er að missa vinnuna, fá lægri laun á meðan að verð á vörum, þjónustu og núna áfengi eru að hækka þá er þetta einmitt öfugt við það sem ætti að gera.

 Farðu á lista yfir verð áfengis í heiminum og Ísland trónir á toppnum nánast allsstaðar. Núna er reyndar ódýrara fyrir útlendinga að versla hér en fyrir okkur þá verður bara dýrara og dýrara en launin standa í stað eða lækka, þetta er bara fáránlegt og ótrúlegt að það skuli gerast.

Já áfengi er óþarfi, en einnig eru gos, sígarettur, geisladiskar, flatskjáir, gps-tæki í bílinn, nýjar tölvur og auðvitað er hægt að segja að allt sem til er sé óþarfi annað en vatn og einhver matur í magann en það þýðir ekki að það sé í lagi að hækka verðið á þeim uppúr öllu valdi til þess að það þurfi ekki að hækka þessar "nauðsynjar".. allt sem þú sagðir og bentir á finnst mér vera bara hræðilega illa notað í þessari umræðu og ef þú vilt að það sé nothæft þá þarftu að koma með betri rök bakvið fullyrðingarnar.

Pff Huxi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:56

4 identicon

1. AGS er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn.

2. Þegar er verið að tala um neyslu á áfengi mælt í hreinum vínanda, þá er að sjálfsögðu átt við magn pr. íbúa svo að fjölgun íbúa hefur ekkert með það að gera.

3. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara vegna þeirra samfélagsalegu áhrifa sem neysla þess hefur og þann kostnað sem samfélagið hefur af neyslu þess. Það var ekki nógu nákvæmt hjá mér að segja að þafengissjúklingum fækkaði við hækkun áfengis. Réttara er að sgja að nýgengi áfengissýki haldist í hendur við áfengisverð, en það var til dæmis niðurstaðan úr viðamiklum rannsóknum sem gerðar voru í Svíþjóð þegar þeim var gert að lækka áfengisgjald við inngöngu þeirra í ESB.

Ég var búinn að benda á það að við öll þurfum að borga AGS lánið til baka og þvi er allt þetta sem þú taldir upp hlutir sem mér finnst ekkert óeðlilegt að fólk spari við sig, þar til ljóst er á hverju við höfum efni og hverju ekki.

Ef þú getur ekki sleppt því að mæta í ríkið þó að tekjur þínar hafa minnkað og verðið hækkað þá ertu ekki í góðum málum góurinn. Forgangsröðunin þarf að vera skýr, sérstaklega á svona samdráttartímum.

Kveðja;

Huxi

Huxi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:01

5 identicon

Skoðun mín er enn nokkuð óbreytt varðandi réttmæti þess að hækka áfengisgjaldið, sér í lagi þar sem mér fannst það fáránlegt fyrir fram og mér finnst einnig rugl að ríkið skuli geta einokað sölu áfengis í landinu og þ.a.l. geta sett hvaða verð sem það vill á áfengi án nokkurs samkeppnis.

 Hins vegar voru rök þín og útskýringar í seinna svari mjög góðar og nú skil ég hvað þú áttir við, sér í lagi að með hærra áfengisverði að það séu færri sem "verða" áfengisfíklar, sem ég get vel trúað.

Pff Huxi (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 02:06

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég bý í Hollandi. Ég ætla í eina búð að kaupa rauðvín því hú selur góða tegund á 2.39 evrur, flaskan. Ég fer svo í aðra búð því þar er Hertog Jan (góður bjór) á 8.99 evrur kassinn (24x30cl). Miðað við rökin að ofan ætti að vera ljóst að svo gott sem allir hollendingar eru rónar. En það er ekki. Það er meira um fyllerí á Íslandi, og á Norðurlöndunum yfirleitt. Hvernig skyldi það geta verið?

En það er kannski aukaatriði í þessu máli. Það er nefninlega svo að það er verið að skattleggja Jón og Gunnu svo þau geti borgað fyrir eyðslufyllerí útrásarinnar og sofandahátt ráðamanna. Ekki sé ég ríkisstjórnina axla ábyrgð. Ekki sé ég útrásarvíkingana koma með milljarðana heim til að borga sukkið. Nei, skattleggjum bara tóbak og áfengi. Það hefur gefið svo góða raun hingað til.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 07:06

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka góðar athugasemdir við bloggfærslu minni ritaðri af nokkrum galsa og léttúð. Þegar aðgengni að áfengum drykkjum verður torveldari, hefur það oft þá skelfilegu afleiðingu að þeir sem eru veikir fyrir, drekki sig út úr fulla þá koksins þeir komast í veigarnar. Dýrar veigar virka auðvitað sem bremsur en þær eiga stundum til að bila.

Vonandi hefur þú Villi ekki orðið fyrir aðkasti að vera Íslendingur í Hollandi.

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband