Skelfilegar fréttir

Þegar fréttist að í undirbúningi séu götubardagar í Aþenu þá spyr friðsamur borgari á Íslandi: hver skyldi hafa hag af slíku? Enginn nema sá aðili sem hefur hag af að selja báðum aðilum það sem græða má af: vopn af ýmsu tagi.

Óskandi er að við Íslendingar berum þá gæfu til að mótmæla á friðsamna hátt. Enginn græðir af ofbeldi nema hugsanlega sá sem byggir afkomu sína af óttanum. Viðþurfumekki vopn af neinu tagi. Meðan við höfum hugrekki að leggja fram kröfur okkar á friðsaman hátt þá er allt í góðu lagi.

Við skulum minnast þess að enginn getur komist nær markmiðum sínum með ofbeldi af neinu tagi. Ofbeldi kallar á meira ofbeldi og þá er friðnum í samfélaginu úthýst.

Við skulum halda áfram friðsömum mótmælaaðgerðum enda má reikna með að dropinn holar steininn - með tímanum. Sjálfur ætlar Mosi að mæta á Austurvöll n.k. laugardag með sínu fólki og við ætlum að vera ákveðin en auðvitað friðsöm.

Mosi

 


mbl.is Götubardagar boðaðir í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steinar kosta ekki mikið og ætli það verði þá ekki helst Olís og N1 sem græða á óeirðum. Þeir selja jú bensínið sem er nauðsynlegt í mólótóvkokteila.

Elías (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband