6.12.2008 | 13:13
Vér mótmælum!
Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því að Gordon Brown setti á okkur Íslendinga hermdarverkalög og þar með erum við, rúmlega 300.000 landsmenn sem erum yfirlýstir sem hermdarverkamenn!!!
Eigi hefur borist nein opinber skýring á þessu hverju þessu sætir en við venjulegt alþýðufólk teljum að orsakirnar sé að leita í stirðbusalegum samskiptum breskra og íslenskra yfirvalda. Rætt hefur verið um að ráðmenn eigi við málakunnáttu íenskri tungu sem er jafnvel ekki talin vera upp ámarga fiska.
Á meðan erum við jafn nær, við sitjum uppi með skussana og skyldurnar,sjáum vart fram úr fjárhagslegum vanda okkar fyrr en eftir áratug eða svo. Og meðan sitja ráðamenn í vellystingum án þess að gefa okkur haldgóðar skýringar. Spurning er hvort þeir með Geir Haarde og Davíð Oddsson ráði við þennan vanda? Þeir virðast kasta meira og minna höndum við þetta, hafa glutrað niður hverju tækifærinu sem gafst til að láta þennan mikla fjárhagsvanda fara í þann farveg sem eðlikegastur hefði verið: að bankarnir hefðu einfaldlega verið teknir til gjaldþrotaskipta eins oghver önnur fyrirtæki og einstaklingar sem ekki kunna að sníða sér stakk eftir vexti.
Meðan ekkert gerist annað en að ráðmenn þráistvið að sitja, þá mætum við sem ekki sættum okkur við þetta ástand og mótmælum kröftuglega. Við viljum að yfirvöld ográðamenn segi satt og ekkert annað en sannleikann. Við viljum fá spilin á borðið og engin undanbrögð! Við viljum nýjar kosningar og nýja og betri ríkisstjórn, spillinguna viljum við sjá niður á sextugt dýpi og helst lengra! Við viljum nýja og betri stjórnarskrá en ekki þá sem hefur gefið spillingaröflunum í samfélaginu tækifæri að grasséra eins og verstu pestavírusar í þjóðarlíkamanum. Og við viljum umfram allt að við treystum borgaraleg réttindi og eflum sem mest lýðræði í landinu og treystum hag okkar í fögru en mjög illa förnu landi þar sem allt of mörgum náttúruperlum hefur verið spillt í þágu gróðafíknarinnar.
Mætum sem flest á Austurvöll og höldum áfram friðsömumen kröftugum mótmælum gegn spilltri landsstjórn!
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfsagt er að láta kjörna ráðamenn þjóðarinnar vita að landsmenn eru ekki ánægðir með hvernig komið er og jafnvel kenni þeim að meira eða minna leyti um það.
En fyrst og fremst þarf að halda þeim við efnið að þeir leysi úr málunum og þrífi upp eftir sig. Eitt það versta sem fyrir gæti komið núna að landið væri stjórnlaust þær vikur eða þá mánuði sem færu í kosningauppstillingu og kosningar. Þjóðstjórn, segja sumir, en hver eða hverjir eiga að velja í hana? Hve lengi væri hún að komast til botns í málunum og byrja að stjórna? Forláttu mér Mosi þó ég sjái ekki að þessi afsagnarkrafa sé hugsuð til enda.
Sigurður Hreiðar, 6.12.2008 kl. 18:45
Ég held að Sigurður hafi nokkuð til síns máls. Í öllu falli er ég ekki viss um að afsögn ríkisstjórnarnnar nú sé til góðs.
Núverandi kjörtímabili lýkur eftir tvö og hálft ár. Ég tel nauðsynlegt að kosið verði mun fyrr en það.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 03:06
"Ég er með FIMM háskólagráður!"
hahaha
Algjörlega gullið.
Gummi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:23
Skyldi ástandið gæta orðið mikið verra?
Í Kastljósinu núna áðan öttu þeir þingmennirnir Atli Gíslason frá VG og Lúðvík frá Samfylkingunni.
Atli rökstuddi mál sitt mjög vel en Lúðvík finnst allt í lagi að endurskoðendafyrirtæki meti að nýju eigin verk! Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt hefur einnig gangrýnt að endurskoðunarfyrirtæki endurskoði sjálft sig. Það er eins og hver annar kattaþvottur.
Spillingin er mjög mikil - einnig í ríkisstjórninni. Lúðvík hefur greinilega brennt sig á spillingunni með þessari dæmalausu yfirlýsingu sinni. Þorgerður Katrín er mjög nátengd spillingu íeinum bankanum þ.arsem eiginmaður hennar var framkvæmdastjóri og tenbgdist auprétti og braskimeð háar fjárhæðir hlutabréfa. Þetta þætti vera ástæða til afsagnar í öllum þeim löndum þar sem siðferðisreglur stjórnmála eru virtar. En hér ku ekki vera nein spilling að sögn ráðamanna. Hví skyldi svo vera?
Gæti það verið meginástæða þrásetu ríkisstjórnarinnar að með því að koma í veg fyrir virka og raunhæfa rannsókn á falli bankanna og spillingunni í fjármálalífinu sé Sjálfstæðisflokkurinn að verja hagsmuni fjárglæframannanna og braskaranna? Þeir gætu jú komið með háar fjárhæðir á næstu áratugum í kosningasjóðina íhaldsins sem endurgjald og þóknun fyrir dygga hagsmunagæslu í þágu þeirra!
Braskarar hugsa allir mjög líkt. Þeir vilja gæta hagsmuna sinna í hvívetna og þeir vita að þetta eru kjöraðstæður til að skara enn betur að sinni köku! Og þá er gott að hafa hauka í horni í Stjórnarráðinu! Þá skiptir ekki máli hvort þar séu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins eða Samfylkingarinnar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.