Afnemum áhrif Sjálfstæðisflokksins í Strætó!

Einkennilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir Strætó eins og hann eigi þessa þjónustu og veiti hana af góðmennsku sinni. Af hverju í ósköpunum er Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa í 7 manna stjórn þessa þjónustufyrirtækis? Fyrir utan þessa 5 sjálfstæðismenn er einn fulltrúi frá Samfylkingunni og annar frá VG ef eg man rétt. Enginn borgari né frá hagsmunaaðilum, t.d. Neytendasamtökunum, Félagi eldri borgara né neinna annarra félagasamtaka sem málið varða.

Fremur sjaldgæft er að sjá sjálfstæðismenn taka sér far með strætisvögnum. Sú var tíðin að heimdellingar að Strætó væri aðeins fyrir börn, gamalmenni og aumingja! Mikið sárnaði mér að sjá þetta enda verður að telja skilning Sjálfstæðisflokksins á þessu mikilvæga þjónustuhlutverki sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu mjög takmarkaður. Í augum margra þeirra sem betur mega sín er rekstur strætisvagna eins og hver önnur ölmusa. Það er smánarlegt að líta svo á.

Sem neytandi krefst eg þess að við fáum okkar fulltrúa í stjórn Strætó.

Mosi


mbl.is Dregið úr ferðum hjá Strætó en gjaldskrá óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband