27.11.2008 | 18:31
Skálmöld - ábyrgð Sjálfstæðisflokksins
Ríkisskuldabréf sem reyndar nefndust Spariskírteini ríkissjóðs voru mjög vinsælt sparnaðarform fyrir nokkrum áratugum. Sjálfstæðisflokkurinn hóf þetta sparnaðarform þegar Gunnar Thoroddssen var fjármálaráðherra fyrir rúmum 40 árum. Þar var komið tækifæri fyrir alla þá sem vildu leggja e-ð til hliðar af sparnaði sínum. Það var víst sami flokkur sem afnam þetta sparnaðarform en það naut mikils trausts hjá öllum enda fengu þeir sem spöruðu fé sitt til baka og með góðri ávöxtun. Í millitíðinni undir forystu Albert Guðmundssonar þegar hann var fjármálaráðherra, var gerð sú breyting á skattalögum, að almenningi væri heimilt að draga frá skattlögðum tekjum að vissu marki með því að leggja fé sitt í kaup á hlutabréfum. Þetta naut einnig vinsælda meðal þeirra sem vildu gjarnan leggja e-ð til hliðar.
Því miður voru ríkisskuldabréf tekin af markaði fyrir um áratug að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins. Við sem viljum gjarnan sýna að gæslu og sparnað höfðum ekki lengur neitt annað val en hlutabréf og hávaxtarreikninga bankanna sem reynst hafa okkur dýrt spaug. Allir vita hver örlög flestra hlutafélaga hefur orðið á undanförnu ári. Annað hvort eru fyrirtæki á borð við banka komin á hausinn eða hlutabréf fallið svo ískyggilega að sparnaðurinn er nánast horfinn. Eignir lífeyrissjóða hefur einnig rýrnað mjög mikið öllum landsmönnum til stórtjóns.
Í um 20 ár hefi eg lagt fyrir. Nánast allt er horfið í þessa glórulausu hít sem var útblásuð sem glæsileg útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Meira að segja ráðamenn fóru með þessum athafnamönnum til að stappa stálinu í erlenda bankamenn sem höfðu einhverjar minnstu efasemdir, barið var í brestina og til þess beitt þessu Fjármálaeftirliti sem nokkurs konar áróðursmaskínu til að glepja fyrir okkur íslenskum almúga. Við treystum þessum ráðamönnum hverjum og einum, töldum þá vera að gæta hagsmuna okkar. Í stað þess að leyfa föllnum gjaldþrota bönkum að fara ívenjulega gjaldþrotameðferð kölluðu þeir yfir okkur einhverja þá verstu skálmöld sem við höfum kynnst í íselnskumfjnármálaheimi. Með hryðjuverkalögunum bresku erum við komin á svipað efnahagslegt stig og þróunarríkin. Núna er vart steinn yfir steini.
Koma ríkisskuldabréfin aftur?
Sparnaður verður alltaf til hjá þeim sem vilja sýna fyrirhyggju og aðsjálni. Með nýjum viðhorfum og nýrri og betri ríkisstjórn verður að taka á þessum vandræðum. Ekki gengur að refsa þeim sem ekki vilja berast á en vilja gjarnan leggja e-ð til hliðar til efri áranna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið okkur með kæruleysi og einstakri léttúð í fjármálum þjóðarinnar.
Kannski væri rétt að taka sér í munn orð Cató hins gamla sem endaði allar ræður sínar í rómverska senatinu en með dálitlu breyttu orðalagi: Auk þess legg eg til að braskaraflokkarnir verði lagðir í rúst.
Megi aðstandendur braskaranna athuga gaumgæfilega sinn gang.
Mosi
Ríkisskuldabréfamarkaður opnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum jú ekki gleyma þætti framsóknarflokksins ... hann er víst ekki alveg horfinn ennþá
Sigurbjörg, 27.11.2008 kl. 18:48
Rétt.
Framsóknarflokkurinn hefur verið með Sjálfstæðisflokknum gróðrarstía spillingarinnar á Íslandi sennilega allar götur frá því síðan fyrir stríð.
Hvað skyldu þeir aðilar sem keyptu ríkisbankana hafa greitt í kosningasjóði þessara flokka á undanförnum árum? Hvergi er andstaðan meiri en á þeim bæjum fyrir því að opna bókhaldið og gera þjóðinni ljósa grein fyrir uppruna og not þess mikla fjár sem flokkarnir hafa undir höndum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.