Grunsamleg brottför skips

Fyrir um 40 árum síðan var fiskibáturinn Ásmundur leigður til fiskveiða. Í stað þess að veiða fisk sigldu bátsverjar til Niðurlanda og fylltu bátinn af hollenskum séniver og smygluðu til landsins. Eigandi bátsins vissi ekki annað en að bátur hans væri á fiskiríi suður á Selvogsbanka og kom því gjörsamlega af fjöllum þegar lögreglan innti hann um ferðir skips hans.

Spurning er hvort hér sé eitthvað svipað á ferðinni. Í því ólguróti fjármála á Íslandi eru allmargir sem hafa orðið vel loðnir um lófana mjög snögglega. Þeir hafa verið á undanförnum misserum að selja hlutabréf og skipt yfir í evrur eða annan gjaldeyri. Þessi peningaauður getur frosið inni hvenær sem er og spurning hvort ekki sé e-ð grunsamlegt á ferðinni nú eins og fyrir 40 árum. Þá er smygl og ólöglegur innflutningur fíkniefna einnig hugsanlegt rétt eins og á undanförnum árum þegar seglskútur og bílar hafa verið notuð í þeim tilgangi.

Landhelgisgæslan þarf að hafa möguleika á að hafa bæði gott og virkt eftirlit með umferð skipa og flugvéla til og frá landinu.

Mosi


mbl.is Hélt úr höfn án lögskráningar og trygginga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, gaman að þú skulir rifja upp Ásmundarmálið. Fyrir utan að vera harmsaga fyrir nokkra helstu aðstandendur er það ein skemmtilegasta innlend sakamálasaga síðari tíma. Svona beinlínis bókmenntalega séð. Kannski væri bara réttast að fara aftur að gera út á sénever. Mao: Hefurðu séð kvikmyndina Reykjavík Rotterdam? Ef ekki ættuð þið hjónin að bregða ykkur í bíó.

Sigurður Hreiðar, 18.11.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér sveitungi.

Í æsku minnist eg þessað hafa heyrt að lögregluþjónar þeir sem lentu því verkefni að bera brennivínið úr skipsflakinu við Gelgjutanga í Elliðavogi yfir í lögreglubílana, hefðu sumir hverjir átt viðbakmeiðsli eftir þá vinnutörn. Svo mikið var magnið. Voru allir lögregluþjónarinr fílefldir og vel líkamlega á sig komnir.

Þakka ábendinguna um kvikmyndina.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.11.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband