Síðustu leifar löglegra pyntinga

Þegar mannréttindi voru ekki upp á marga fiska á Íslandi var í landslögum ákvæði þess efnis að ein af embættissktyldum ljósmæðra væri að spyrja sængurkonur um faðerni barnsins ef þær væru ógiftar. Þetta er sennilega eitt lífseigasta réttarheimild um pyntingar sem lifði lengi í íslenskri réttarsögu. Fyrir nokkrum áratugum var þetta ákvæði aflétt, m.a. vegna þess að konum á þingi þótti þetta vera gamaldags og lítillækkandi fyrir konur. Sjálfsagt geta allir tekið undir að svona ákvæði er með öllu ósamræmanlegt nútíma viðhorfum tilmannréttinda.

Það hlýtur oft að hafa verið erfitt ógiftum konum að þurfa að upplýsa óviðkomandi um ein persónulegustu leyndarmál sín. Stundum var það húsbóndinn á heimilinu eða jafnvel presturinn sem hafði barnað vinnukonuna og varð af oft mikill harmleikur. Þannig var sök allra þeirra 18 íslensku kvenna sem hlutu þau óblíðu örlög að vera drekkt í Drekkingarhyl að hafa alið barn utan hjónabands og ekki átt nein veraldleg gæði til að bjarga sér t.d. með því að stinga e-u að yfirvaldinu eins og tíðkast mun hafa hjá þeim ríku.

En stundum náðu fátækar og umkomulitlar vinnukonur að komast undan þessum ósköpum. Frægt er þegar Bjarni Halldórsson sýslumaður Húnvetninga dó 1773. Hann var mjög þrekinn og var orðinn nánast karlægur þegar hér var komið sögu. Þegar vinnukona hans bar til hans mat kom löngun gamla Adams upp í honum og teygði hann sig til vinnukonunnar og hugðist kippa henni upp í rúmið. Hún sá við þessu og náði að koma sér undan en hann féll fram úr rúminu og varð af bylta mikil. Við þetta áfall varð hann örendur og urðu til ýmsar sögur af þessu og hvernig til tókst með jarðarförina um miðjan vetur. Mun Bjarni Halldórsson vera einn örfáa Íslendinga sem jarðsettur hefur verið á þann hátt að kistan kollsteyptist ofan í þrönga gröfina með hausinn niður.

Nú oft hafa konur leyst út úr óþarfa hnýsni ljóðmóðurinnar og svarað spurningum út í hött. Stundum áttu hlut að máli erlendir sjómenn t.d. Frakkar sem víða má sjá svipmót jafnvel af mörgum núlifandi Íslendingum. Þannig urðu margir Hanssynirnir til. Nú á stríðsárunum og meðan á dvöl bandarísks herafla stóð hér á landi, varð umtalsverð blóðblöndun. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi verið úrræði hugmyndaríkrar einstæðrar móður að nefna drenginn einfaldlega: Erlendur Sveinn Hermannsson. Eigi er Mosa kunnugt hvort saga þessi eigi við rök að styðjast en fullyrða má að óþarfi sé að grafa undan góðum sögum. Þó sannleikurinn kunni að verða utanveltu í undantekningartilvikum sem þessum þá er þetta krydd í tilveruna. En það er auðvitað önnur saga.

Mosi


mbl.is Heldur faðerninu leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef heyrt söguna um Erlend. Hvort hún er sönn veit ég ekki, en hún hefur verið sögð sem slík.

Góða helgi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband