5.11.2008 | 15:02
Afleiðing gamla landbúnaðarsamfélagsins
Áður fyrr aðlagaði Alþingi Íslendinga starf sitt við hormónastarfsemi sauðkindarinnar. Þá voru bændur og ýmsir embættismenn og kaupmenn með sauðfjárbúskap flestir hverjir og ekki var unnt að vera lengi frá önnunum þegar sinnta þurfti blessuum rollunum. Því var haustþing venjulega eftir að búið var að taka upp kartöflur, réttir og sláturtíð. En ekki mátti sinna þessu íhlaupastarfi við Austurvöll nema fram undir lok nóvember í síðasta lagi í byrjun desember því þá þurfti að hleypa hrútunum til ánna. Svo þegar því var öllu lokið og sæmilega ferðafært á nýju ári var unnt að fara suður aftur. En eftir páska var gott að vera aftur laus frá þessu þingstússi enda þurfti aftur að sinna sauðfjárbúskapnum, sauðburður, rúningur og reka á fjall auk þess sem stinga þurfti upp kálgarðsholuna og setja niður kartöflur. Svona var þingtíminn ákveðinn enda mótaðist allt samfélagið af þörfum sveitamannaþjóðfélagsins.
Nú er öldin önnur. Aðeins örfáir þingmenn hafa einhverjar óverulegar tekjur af sauðfé og er það vel enda er tekjuvon einna lökust nú um þessar mundir af rollubúskap. Með sífjölgandi verkefnum og nýjum viðhorfum þá þarf þingmaðurinn að setja sig inn í ótrúlega mörg óskyld mál og smám saman lengist þingtíminn. Og þeir skipta með sér verkum eftir því sem þekking og reynsla gefur tilefni til. Í dag er ekki unnt að mynda sér skoðun á öllum hlutum jafnvel einn einstaklingur er ófær um slíkt. Og þá eru mál borin upp og einn þingmaður líkir þessu við að vinna sem nútíma féhirðir í verslun.
Í gamla sauðfjársamfélaginu var þingfararkaupið miðað við daglaun verkamanna og var einungis greitt fyrir þá daga sem þing stóð yfir. Nú er kaupið sennilega orðið fjórfalt ef ekki fimm eða sexfalt kaup daglaunamanna enda það fullt starf að lyfta upp hendi eða að styðja á hnapp merktan jái eða neii auk þess að taka til máls öðru hverju. Spurning hvort kassafólkinu finnist það ætti ekki að njóta hliðstæðra launa og þingfararkaupið t.d. þeirra sem láta fara ósköp lítið fyrir sér fara og eru alltaf sammála formanni sínum eða Seðlabankastjóranum.
En sem betur fer eru margir þingmenn sem leggja á sig mjög mikla vinnu að kynna sér til hlýtar mörg mjög erfið mál. Oft hefur Mosi dáðst t.d. af Steingrími J. hversu hann setur sig vel inn í öll þau mál sem hann tekur afstöðu til. Þá talar hann mjög góða íslensku að unun er á að hlýða.
Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt að þingmaður í meirihluta lýsir ábyrgð á hendur þeim sem gagnrýnt hafa Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár fyrir vafasamar ákvarðanir á undanförnum árum. Þar gátu einstakir þingmenn og ekki einu sinni þingnefndir meira að segja ekki haft neitt að segja. Má t.d. nefna stuðningsyfirlýsingu Davíðs og Halldórs vegna árásarstríðs Georgs Búsh Bandaríkjaforseta á Írak.
Mosi
![]() |
Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.