Til hamingu Ragnheiður!

Mosi vill óska Ragnheiði til hamingju með mjög vel sett skilaboð til ríkisstjórnarinnar í grein í Morgunblaðinu í gær.  

Ragnheiður hefur alltaf haft sjálfstæðar skoðanir og eins og hún sagði í viðtali í útvarpinu í gær, þá spyr hún engan að því hvaða skoðun hún megi hafa.

Því miður virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera samansafn af fólki sem ekki hafa svipaða skoðun og Ragnheiður. Þar má helst enginn hafa neina skoðun eða önnur sjónarmið á einu né neinu nema hafa fyrst spurt Davíð hvað honum finnist! Er þetta eðli allra þeirra stjórnmálamanna sem mynda þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem lengi hefur verið langstærstur og verið lengst allra annarra flokka í ríkisstjórn?

Þvílíkt „sjálfstæði“! Mætti biðja um meira frelsi í þessum gamla flokki! Kannski að komið sé að leiðarlokum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið þjóðina bókstaflega fram á hengiflugið í fjármálum þjóðarinnar með kolvitlausum ákvörðunum á undanförnum árum. Mistök á mistök ofan og allt að fara til andskotans. Frelsið og fjármálin. Kannski sjalfstæði þjóðarinnar? Hvenær og hvernig enda þessi ósköp?

Það er spá mín að Ragnheiður muni skipta um flokk ef fleiri breyti ekki um skoðun eins og hún. Sjálfsagt á Ragnheiður þá eftir að knýja dyra hjá öðrum stjórnmálaflokki t.d. Samfylkingunni enda munu ættmenn hennar flestir fylgja þeim ágæta flokki. Faðir hennar Ríkharður íþróttamaður og málarameistari var mjög tengdur Alþýðuflokknum á Akranesi og naut mikillar virðingar.

Kannski einum þingmanni verði færra um næstu jól í þessum gæfusnauða flokki sem fátt virðist vera til bjargar á síðustu og verstu tímum. Dapurleg endalok eftir að hafa stýrt landi og lýð samfellt í 17 ár!

Mosi


mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband