Hagkvæmnisátak Flugleiða

Sérkennilegt er að í flugvélum Flugleiða virðast lúxústfarrými vera mjög þunnskipuð um þessar mundir. Nú skammast sjálfsagt margir af þessum íslensku fjárglæframönnum sem verið hafa í stöðugum ferðum til útlanda til að slá ný og stærri lán til aukinna athafna í anda Einars Ben. Nú hefur draumurinn snúist upp í andhverfu sína, sannkallaða martröð fyrir hvern venjulegan Íslending. Lánin hækka upp úr öllu valdi, vextir sömuleiðis en eignir rýrna hvort sem eru fasteignir eða á peningamarkaðssjóðum sem áttu að vera ígildi gulls aðsögn bankamanna. Nú eru innistæður stýfðar, sumar um allt að fjórðung, sumar jafnvel enn meir. Það þættu lélegar heimtur af fjalli í bændasamfélagi gamla Íslands. Í flugvélinni frá Frankfurt var okkur farþegum Flugleiða tilkynnt breyting um að nú þyrftum við að greiða fyrir veitingar. Þetta er nokkuð skondið því það sem búið var að greiða fyrir löngu er nú ekki veitt án þess að varða hefði verið við þessu. Þegar vaðið er gegnum fjöldann allan af sendingum á rafpóstinum rekst eg á eftirfarandi undir fyrirsögninni:

 Aukin þjónusta frá Icelandair.

Síðan kemur eftirfarandi texti:

Við hjá Icelandair erum stöðugt að reyna að koma til móts við gesti okkar og kröfur þeirra. Síðustu mánuði hafa til dæmis staðið yfir umfangsmiklar breytingar á flugvélum okkar. Á þessu ári verða allar vélar Icelandair komnar með nýtt og fullkomið afþreyingarkerfi, ný og glæsileg sæti með auknu fótarými. Auk þess verður nýtt farrými komið í notkun, Economy Comfort. 

Eitt af því sem breytist 1. nóvember er maturinn um borð. Við fengum Stefán Viðarsson á Hilton Reykjavík Nordica til að setjast yfir nýjan matseðil með okkur. Niðurstaðan er matseðill sem við hjá Icelandair erum mjög stolt af. Í stað staðlaðra máltíða verður gestum á Economy farrýminu boðið upp á að velja milli nokkurra tegunda af mat á vægu verði. Við höldum einnig lága verðinu á Economy með því að gefa gestum okkar val.

Um leið og við segjum þér af þessum breytingum þá viljum við segja þér að þar sem þú keyptir farmiðann fyrir 1. október er í boði samloka þér að kostnaðarlausu í flugi þínu.

Við vonumst til að ferðin með okkur verði ánægjuleg og þú njótir þeirra nýjunga sem við bjóðum upp á.

Nú fannst okkur brauðsneið fyrir 500 krónur nokkuð dýru verði keypt. Eftirleiðis munum við koma með gott nesti að heiman og sjálfsagt allir þeir sem vilja sýna hagsýni sem ekki veitir af. Sennilega má hér eftir sjá blanka unglinga koma með pitzur og kók með sér en góðbændur með sviðakjamma að heiman. En kannski er það góða og skynsamlega við þessa breytingu að nú dregur stórlega úr öllu þessum plast- og álumbúðum sem fylgja matarveitingum í flugvélunum.

Annars er vonandi að rekstur flugvélanna hjá Flugleiðum verði hagkvæmari eftirleiðis með þessu fyrirkomulagi. Nú vil eg endilega benda þeim hjá Flugleiðum að sjálfsagt má fjölga sætum með afnámi „Saga Class“, þessa sérkennilega farrýmis fyrir forréttindafólk sem hefur haft þjóðina að fíflum undanfarin ár.

Mosi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband